Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2010, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 24.08.2010, Qupperneq 44
28 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Salma Hayek viðurkenndi í viðtölum við fjölmiðla að henni hefði staðið ógn af mótleikurum sínum í kvik- myndinni Grown Ups en þeir voru ólátabelgirn- ir Adam Sandler, Chris Rock og Kevin James. Ekki voru þeir Sandler, Rock og James með nein- ar aðfinnslur eða ofbeldi heldur gátu þeir ekki haldið sig við handritið í einni einustu töku held- ur urðu alltaf að bæta aðeins við og breyta. Hayek leikur eigin- konu Sandlers í mynd- inni og hún viðurkennir að hæfileikar þeirra til að spinna út frá hinum og þessum aðstæðum hafi komið henni verulega á óvart. Það tók hana eigi að síður dágóðan tíma að komast inn í þessa nálgun. „Handrit- ið var mjög fyndið en þegar svona margir fyndnir leik- arar koma saman þá standast þeir ekki freistinguna,“ sagði Hayek við breska magasín- þáttinn GMTV. „Þetta var svolítið ógnvekjandi til að byrja með af því að þetta voru engir smá útúrdúr- ar. Heilu atriðunum var umturnað og maður vissi ekki einu sinni hvenær röðin var komin að manni að segja eitthvað.“ Salma komst þó fljótlega í góða þjálfun og var ekkert síðri en þeir Sandler og félag- ar að fikra sig aðeins út fyrir landamæri handritsins. „Þeir voru mjög hjálplegir og létu manni líða eins og maður tilheyrði hópnum.“ Leið illa á tökustað MIKIÐ SPUNNIÐ Á STAÐNUM Salma Hayek segir að mótleikarar sínir í The Grown Ups hafi ekki getað haldið sig við handritið í upptökum. Ritstjóri tískutímaritsins Grazia segir að framleiðendur hárlakks geti þakkað breska söngfuglin- um Cheryl Cole fyrir það að sala á varningnum hafi aukist um tut- tugu prósent í Bretlandi. Cole hefur löngum verið þekkt fyrir ansi úfið og mikið hár og Annabel Jones, ritstjóri Grazia, skrifaði nýverið að frá því að Cole birtist í X-Factor hafi breskar konur verið gripnar hálfgerðu hárlakks-æði. „Ímynd Cole, þessi afslappaða og brosandi kona, var yndislegt mót- efni gegn fjármálakreppunni,“ skrifar Jones og bætir því við að þessi tíska virðist hvergi nærri á undanhaldi, nema síður sé. Mark Hill, sem er þekktur fyrir hárgreiðslur fræga fólksins, segir hárlakkið vissulega komið aftur í tísku. „Á fyrsta áratug þessarar aldar hugsaði fólk út í ósónlagið og vildi nota náttúrulegar vörur. Núna er þessi hugsunarháttur á undanhaldi og glamúrinn er kom- inn aftur í tísku,“ segir Hill en þess má geta að Cole gerði nýverið samning við hárvöruylínu- L‘Oréal sem þýðir að andlit hennar verð- ur á öllum hárvöru L‘Oréal fyrir- tækisins. Cole ábyrg fyrir metsölu á hárlakki NÝ HÁRTÍSKA Cole er sögð bera ábyrgð á því að konur nota í síauknum mæli hársprey. Sean Connery, einn eftir- minnilegasti leikari Holly- wood fyrr og síðar, verður áttræður á morgun. Lítið hefur farið fyrir hinum aldna höfðingja undanfar- inn áratug en Fréttablaðið skautaði yfir feril Skotans í tilefni af stórafmælinu. Connery er fæddur árið 1930 í Edinborg í Skotlandi 25. ágúst. Hann eignaðist einn yngri bróð- ur en fjölskyldan hafði úr litlu að moða enda úr verkamanna- stétt. Connery gafst fljótlega upp á skólabókunum og fór að vinna fyrir sér en skráði sig síðan í sjó- herinn aðeins sextán ára gamall. Samkvæmt opinberri heimasíðu Connery fékk hann sér húðflúr eins og sjómanna er siður; á einu þeirra stendur einfaldlega „Mum and Dad“, á hinu „Lifi Skotland“. En Connery var ekki lengi á sjónum, hann fór í land eftir aðeins þrjú ár og fór að vinna fyrir sér sem útkastari, líkkistu- smiður og múrari. Hann eyddi mestum frítímanum í hvers kyns líkamsrækt sem bar fljótlega árangur því Connery hafnaði í þriðja sæti í Mr. Universe. Conn- ery skaust ekki upp á stjörnuhim- ininn á einni nóttu því hann hafði lagt töluvert á sig til að ná árangri í kvikmyndum að því er kemur fram á heimasíðu hans. Það tók hann til að mynda átta ár að fá sitt fyrsta alvöru hlutverk í kvikmynd en það var Another Time, Anoth- er Place á móti Lönu Turn er. Það liðu síðan fjögur ár frá frumsýn- ingu þeirrar myndar og þar til að hann var ráðinn í hlutverk James Bond. Ferill Connery frá því að hann klæddist smókingnum í fyrsta sinn varð að hálfgerðri ösku- buskusögu. Hann vann Óskarinn og Golden Globe fyrir eftirminni- lega túlkun sína á Jim Malone í The Untouchables og Bafta-grím- una fyrir leik sinn sem munkur- inn Vilhjálmur af Baskerville í In the Name of the Rose. Emp- ire setti hann í fjórtánda sætið á lista sínum yfir hundrað vinsæl- ustu kvikmyndastjörnur heims, og hann varð í 24. sæti hjá Enter- tainment Weekly í svipaðri könn- un. People-tímaritið kaus hann tvívegis kynþokkafyllsta karl- mann heims árin 1989 og 1999, svo fátt eitt sé nefnt. En sennilega verður Sean Connery seint heiðr- aður fyrir leiklistarhæfileika sína í hlutverkinu sem gerði hann ódauðlegan: Bond, James Bond. Sean Connery verður áttræður ´00 Síðasta kvikmyndin sem Connery birtist í er The League of Extraordinary Gentlemen. Hann hefur hins vegar talsett bæði teiknimyndir og tölvuleiki en virðist að öðru leyti hættur afskiptum sínum af kvikmyndabransanum og kýs frekar að leika golf í ró og næði. ´90 Síðasti áratuginn fyrir aldamót tók að fjara nokkuð undan ferli Connery, Þó má finna tímalausa snilld á borð við The Rock sem var frumsýnd 1996 en þar lék Connery aldraða útgáfu af James Bond. ´80 Connery kom mörgum á óvart þegar hann samþykkti að leika James Bond í síðasta sinn í kvikmyndinni Never Say Never Again. Ákvörðunin reyndist happadrjúg og níundi áratugurinn varð eitt besta tímabil Connery í Hollwyood. ´70 Árin eftir Bond reyndust Connery nokkuð erfið enda reyndi leikarinn allt hvað hann gat til að losa sig undan Bond-stimplinum. ´60 Stjarna verður til. Connery í sínu frægasta hlutverki fyrr og síðar. James Bond-báknið verður til en Connery er af fjöldamörgum talinn vera langbesti Bond-inn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.