Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 4
4 27. september 2010 MÁNUDAGUR KÖNNUN Aðeins rétt ríflega helmingur þeirra 800 Íslend- inga sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönn- un Fréttablaðsins tóku afstöðu þegar spurt var hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa yrði efnt til alþingis- kosninga nú. Alls tóku 51,2 pró- sent þátttakenda í könnuninni, sem gerð var fimmtudaginn 23. september, afstöðu til einhvers stjórn- málaflokks. Tæplega helmingur þátttak- enda, 48,8 prósent, sagðist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða var óviss hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Þetta lága svarhlutfall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafn- framt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar framboð á borð við Besta flokkinn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Þegar aðeins er horft til þeirra sem afstöðu tóku til flokka er Hreyfingin það framboð sem bætir við sig mestu fylgi. Flokk- urinn mælist nú með stuðning 5,6 prósenta kjósenda, en mæld- ist með 0,3 prósent í síðustu könn- un Fréttablaðsins, sem gerð var 18. mars síðastliðinn. Þetta fylgi myndi skila Hreyfingunni þrem- ur þingsætum, sama fjölda og hún er með í dag. Stuðningur við Vinstri græn eykst einnig milli kann- ana. Flokkurinn mælist með stuðn- ing 25,6 prósenta þeirra sem afstöðu tóku, en var með 20,6 prósent í síð- ustu könnun Frétta- blaðsins. Flokkur- inn fengi samkvæmt þessu sautján þing- menn, en er nú með fimmtán. Sjálfstæðisflokk- urinn er sem fyrr stærsti flokkur- inn. Af þeim sem afstöðu tóku sögð- ust 35,6 prósent styðja flokkinn. Það er 4,7 pró- sentustigum lægra hlutfall en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi miðað við það 24 þingmenn, en er með sextán í dag. Stuðningur við Samfylking- una stendur í stað milli kannana, 23,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í dag. Það myndi skila Samfylkingunni fimmtán þing- mönnum, þeir eru tuttugu í dag. S t u ð n i n g u r v i ð Framsóknarflokkinn dalar veru- lega. Flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú, en fékk 13,3 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn fengi fjögur þingsæti miðað við þessa niður- stöðu, en er með níu í dag. Alls sögðust 2,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna, og fengi flokkurinn engan þingmann miðað við þá niðurstöðu. Hafa ber í huga að skekkju- mörkin í könnuninni eru hærri en áður vegna þess hversu fáir tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 23. september. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líkleg- ast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,2 pró- sent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Enn umtalsverð óánægja með hefðbundna flokka Niðurstöður könnunar benda til þess að jarðvegur sé fyrir ný framboð á landsvísu segir stjórnmálafræði- prófessor. Stuðningur við Vinstri græn og Hreyfinguna eykst milli kannana. Færri styðja Sjálfstæðisflokk. Þetta lága svarhlut- fall sýnir að enn er umtalsverð óánægja með hefðbundnu flokkana, og jafn- framt að það gæti verið jarðvegur fyrir annars konar fram- boð á borð við Besta flokkinn ÓLAFUR Þ. HARÐARSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLA- FRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 18° 13° 14° 15° 15° 15° 15° 24° 18° 24° 20° 33° 12° 16° 26° 12°Á MORGUN Fremur hægur vindur fram eftir degi. MIÐVIKUUDAGUR Strekkingur en dregur úr vindi síðdegis. 11 11 11 1211 1112 1211 11 12 11 11 11 12 12 10 13 10 11 7 7 9 9 10 8 5 4 2 4 10 9 MILT VEÐUR Það eru mildir dagar framundan en heldur blautir, sérstaklega sunn- an- og vestanlands, en norðan til verð- ur líklega nokkuð bjart. Vindur verður fremur hægur í dag og á morgun en það blæs nokkuð hressilega seinni hluta morgundags- ins. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Ranglega var greint frá því í Frétta- blaðinu um helgina að skattahópur fjármálaráðuneytis leggi til að fella niður undanþágu á virðisaukaskatti á áfengi og tóbak í fríhöfnum. Einungis er lagt til að undanþága frá vörugjöld- um verði felld niður. LEIÐRÉTTING Uppboð á eigum Lehman Listaverk Lehman Brothers og undir- fyrirtækis þess, Neuberger Berman, seldust fyrir 1,4 milljarða króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York um helgina. Afraksturinn rennur í uppgjör þrotabús Lehman. Á miðvikudaginn verða svo evrópsk listaverk í eigu bankans boðin upp hjá Christie´s í Lundúnum. BANDARÍKIN SKJÁLFTAVIRKNI Jarðskjálfti sem mældist 3,7 á Richter varð við Hamarinn undir norðvestan- verðum Vatnajökli upp úr klukk- an hálf tólf á laugardagskvöld. Annar skjálfti hafði orðið á sama stað klukkan rúmlega níu sama kvöld. Sá skjálfti var 3,4 á Richt- er. Tuttugu eftirskjálftar hafa fylgt skjálftunum en Hamar- inn er megineldstöð suðvestur af Bárðarbungu. Enginn gosórói hefur þó mælst í kjölfarið sam- kvæmt Veðurstofu Íslands. - rat Jarðskjálftar í Vatnajökli: Enginn gosórói hefur mælst BJÖRGUN Sigurður Daði Friðriksson í Björgunarsveitinni Kyndli frá Kirkjubæjarklaustri synti á laug- ardagskvöld um 40 metra með línu yfir á eyri í miðjum Núpsvötum. Þar höfðu þrír menn strandað á bíl. Björgunarbátur var síðan dreg- inn út á eyrina og mennirnir á land. Dimmt var þegar björgun- arsveitin kom að um klukkan 19 og úrhellis- rigning. „Bíllinn stóð mjög tæpt og hallaði. Mennirnir voru komnir út úr bílnum og stóðu einir á eyrinni sem var nánast komin í kaf. Þeir komust ekki að bílnum og höfðu beðið í tvo til þrjá tíma,“ segir Sigurður Daði. Hann fór út í strauminn, vel útbúinn og segist ekki hafa verið í hættu sjálfur. Sundið hafi tekið fljótt af. - rat SIGURÐUR DAÐI FRIÐRIKSSON Þremur mönnum bjargað: Synti 40 metra með líflínu SAMGÖNGUR Tvær ferðir voru farn- ar í gærmorgun á áætlun milli Landeyjahafnar og Vestmanna- eyja. Eftir það féllu allar ferðir niður vegna veðurs. Herjólf tók niðri í Landeyjahöfn í gærmorgun. Að sögn Guðmundar Nikulássonar, framkvæmdastjóra Eimskipa innanlands, var það lít- ilsháttar og vegna hárrar ölduhæð- ar en vonskuveður var í Landeyja- höfn. Hann segir að dýpi hái ekki áætlun í dag, hún velti á veðri og ölduhæð. Reyna á að halda áætlun og í athugun að sigla til Þorláks- hafnar reynist veður vont. Fjöldi fólks var fastur í Eyjum í nótt og óvíst hvenær það kæm- ist í land. Ásta Margrét Grétars- dóttir, sem átti bókaða ferð klukk- an 15 í gær, var ósátt við skipulag mála í Vestmannaeyjahöfn. „Mér finnst fyrir neðan allar hellur að farþegar sem eiga bókað í ferð- ir sem falla niður, gangi ekki fyrir í næstu ferð sem farin er.“ Starfsmaður Landeyjahafnar sem Fréttablaðið náði tali af í gær- kvöldi sagði ekki fullbókað í Herj- ólf í dag. Verið væri að hringja í alla farþega gærdagsins og bjóða þeim nýja tíma. - rat Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar ef of illt verður í sjóinn við Landeyjahöfn: Áætlun helst ef veður leyfir ÁÆTLUN RASKAST Allar ferðir milli lands og Eyja seinni part dags í gær féllu niður vegna veðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 24.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 196,1047 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,71 115,25 180,25 181,13 153,80 154,66 20,641 20,761 19,346 19,460 16,711 16,809 1,3589 1,3669 176,76 177,82 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR 40 35 30 25 20 15 10 5 % FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA 29,8 25 . a pr íl 20 09 28 . j úl í 2 00 9 15 . o kt ób er 2 00 9 7. jan úa r 2 01 0 18 . m ar s 2 01 0 23 . s ep t. 20 10 Ko sn in ga r Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2009 til 23. september 2010. 23,7 21,7 14,8 7,2 25,6 7,3 5,6 2,7 35,6 23,2 40,3 23,1 20,6 13,3 2,1 0,6 Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.