Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 10
 27. september 2010 MÁNUDAGUR FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Á næstu fjármálakvöldum verður námskeið um réttindi lífeyrisþega. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 2 5 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál. Sk já rB íó V O D , S kj ár Fr el si o g Sk já rH ei m ur e r a ðg en gi le gt u m S jó nv ar p Sí m an s. M eð D ig it al Ís la nd + fæ st a ðg an gu r a ð Sk já Ei nu m o g Sk já Fr el si . E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 6 8 5 EKKERT VENJULEGT SJÓNVARP ÞETTA ER VÍÐIR ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Á LUXURY TRAVEL, SONUR REYNIS OG BRÓÐIR BARKAR HEFST Á FIMMTUDAGINN Veldu áskrift á skjareinn.is LÖGREGLUMÁL Þriggja daga réttar- höldum yfir Michael Craig Sund- et, 29 ára Norðmanni, lauk á föstu- dag. Sundet var handsamaður eftir að íslensk kona kærði hann í vor fyrir að hafa svikið út úr sér fé. Eftir handtökuna kom í ljós að að svik hans voru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Samkvæmt ákæru hafði Sund- et svikið út úr þrjátíu einstakling- um og fyrirtækjum 700 þúsund norskar krónur, eða sem sam- svarar tæpum fjórtán milljónum íslenskra króna. Sundet játaði sök í 27 af 42 ákæruliðum. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, kynntist Sundet í Nor- egi þar sem hún var í fimm daga heimsókn. Þau náðu vel saman og ákvað hann að heimsækja hana til Íslands í kjölfarið þar sem hann dvaldi í tæpar þrjár vikur. „Hann sagði að fjölskylda hans væri vel stæð og mamma sín hefði unnið í lottói í Noregi. Þegar mig fór að gruna að ekki væri allt með feldu prófaði ég að senda mömmu hans póst, vegna þess að plön- in voru þau að ég ætlaði að flytja út. Hún svaraði um hæl og sagðist hlakka til að hitta mig. Ég átta mig núna á því að hún var með honum í þessu öllu saman,“ segir konan. „Hann kom rosalega vel fyrir. Var sjarmerandi og sannfærandi. Ég efaðist aldrei um neitt sem hann sagði mér.“ Konan bar vitni fyrir réttin- um í Noregi símleiðis á fimmtu- dag. Sundet er ekki búinn að játa á sig brotin gegn henni, né tveimur norskum konum sem hafa svipaða sögu að segja. Norskir fjölmiðlar kalla Sundet Kvennasvindlarann. „Þeir sögðu mér að þegar hann var spurður af lögreglunni af hverju hann geri þetta alltaf aftur og aftur, þá hafi hann svarað að það væri svo erfitt að hætta vegna þess að það sé of auðvelt að blekkja konur.“ Sundet fór af landi brott með 350 þúsund krónur sem hann fékk að láni hjá konunni. „Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ þetta mjög líklega aldrei bætt. En ef þetta varð til þess að sporna við frek- ari glæpum, þá er það þess virði,“ segir hún. Amund Sand saksóknari segir málið umfangsmikið. „Brotin ná tíu ár aftur í tímann, en fyrir barðinu á manninum urðu bæði konur, karlar og fyrirtæki,“ segir Sand. „Sundet átti ekki fast- an samastað og hélst ekki í vinnu sökum áfengis- og fíkniefnavanda. Hann gisti bara hjá þeim konum sem honum hentaði hverju sinni.“ Sand krefst þess að Sundet verði dæmdur til sjö til tíu ára fangelsis- vistar. sunna@frettabladid.is Efaðist aldrei um orð svikahrappsins Réttarhöldum yfir norska fjársvikaranum Michael Craig Sundet lauk á föstu- dag. Hann er ákærður fyrir 42 mál, þar á meðal að svíkja íslenska konu. Fæ þetta sennilega aldrei til baka, segir konan. Saksóknari krefst 10 ára fangelsis. MICHAEL CRAIG SUNDET Maðurinn hefur svikið peninga út úr þremur konum, þar af einni íslenskri, sem allar hafa svipaðar sögur að segja. Brotin ná tíu ár aftur í tímann, en fyrir barð- inu á manninum urðu bæði konur, karlar og fyrirtæki. AMUND SAND SAKSÓKNARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.