Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 12
12 27. september 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Neytenda- mál Jóhannes Gunnarsson formaður neytenda- samtakanna HALLDÓR Óskar eftir hressum söngfélögum í allar raddir. Sópran, Alt, Bassa og Tenó. Í amstri lífsins er svo gott að gleyma sér og vera glaður vinhópi í HRE. Markmið kórsins er að skemmta sér og öðrum með söng og gleði ásamt ferðalögum innanland sem utanlands. Stjórnandi Kórsins er Magnús Kjartansson hljómlistamaður. Komið í kaffisopa og spjall í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ miðvikudaginn 29. september nk. kl: 20.00. Upplýsingar í síma 862 1600 Hjördís og 898 9998 Ásgeir Vel sofinn Þegar síðasta vika var við að að líða undir lok hafði helsta framlag íslensku sendinefndarinnar á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York verið að kæta þýska fjölmiðla með því að nenna ekki að hlusta á boðskap harðstjórans Roberts Mugabe og sofa þess í stað úr sér flugþreyt- una. Það breyttist hins vegar á föstudagskvöld. Þá hristi utan- ríkisráðherra af sér slenið og hélt ræðu. Og svo virðist sem blundurinn hafi gert Össuri gott því hann var sannarlega glaðvakandi þegar hann tók sig til og las þungbrýndur yfir hausa- mótunum á írönskum og ísraelskum fundargestum og tyfti þá fyrir krónísk mannréttindabrot og yfirgang. Glaður mannréttindaráðherra Þótt ræða Össurar hafi vafalítið fallið grýttan jarðveg í Mið-Austurlöndum tókst honum hið minnsta að gleðja kollega sinn í stjórn, Ögmund Jónasson mannrétt- indaráðherra. Ögmundur blogg- ar um ræðuna og eys vin sinn lofi – aðra eins ræðu hefur hann hreinlega aldrei heyrt flutta. Að minnsta kosti ekki af íslenskum ráðherra á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Hin ræðan Ögmundur var hins vegar ekki jafnhrif- inn af annarri merkri ræðu sem einnig var flutt af stórkanónu úr Samfylking- unni fyrir skemmstu – og fjallaði raun- ar einnig um mannréttindabrot. Sú rann upp úr Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi og snerti ekki á limlestingum og loftárásum heldur því hvort rétt væri að láta gamla kollega hennar úr ríkisstjórn axla ábyrgð á hruni heils efnahagskerfis fyrir dómi. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina sagði Ögmundur að forsætisráðherra ætti að tala varlega, hafandi verið í innsta hring í téðu hruni. stigur@frettabladid.isN iðurstaða skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið gerði í síðustu viku, sýnir að fleiri eru andvígir því en hlynntir að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík. Meðal svarenda eru yfir 28 prósent mjög andvíg því að moskan rísi. Þetta kemur á óvart í ríki, þar sem trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundið í meira en 130 ár og íbú- arnir gefa sig gjarnan út fyrir að vera víðsýnir og umburðarlynd- ir. Um 600 manns eru nú skráðir í trúfélög múslima á Íslandi og margir hafa þeir búið lengi í landinu. Þeir hafa að sjálfsögðu sama rétt og allir aðrir til að iðka trú sína og reisa sér guðshús. Könnunin svarar því ekki hvers vegna fólk er andvígt því að múslimar reisi mosku. Kannski hafa deilur í Bandaríkjunum um áformaða mosku á Manhattan einhver áhrif. Þar hafa menn fært fram þau rök að moskan verði of nálægt staðnum, þar sem hryðjuverkamenn myrtu þús- undir manna í nafni islam 11. september 2001. Í Reykjavík á ekkert slíkt við. Vestra hafa margir, þeirra á meðal Obama forseti, bent á að þar í landi ríki trúfrelsi og andstaðan við mosk- una sé til marks um að marga Bandaríkjamenn vanti sjálfa það umburðarlyndi, sem þeir segja öfgamenn í hópi múslima skorta. Upp á síðkastið hefur verið sagt frá tilvikum, þar sem örlað hefur á útlendingahatri á Íslandi. Í þann flokk falla furðuleg ummæli forsvarsmanna að minnsta kosti tveggja kristinna trúfélaga, sem tóku það óstinnt upp þegar Sláturfélag Suðurlands tók upp svokall- aða halal-slátrun til að reyna að auka markaðsmöguleika íslenzka lambakjötsins í löndum múslima. Hvenær hefur það skipt kristna menn á Íslandi nokkru einasta máli hvernig sauðfé er slátrað, svo fremi að mannúðlegar aðferðir séu notaðar? Getur verið að í kjölfar hrunsins vilji sumir landsmenn draga sig inn í skel hins þekkta, örugga og þjóðlega og hafna því sem þeim finnst útlent og framandi? Þótt íslenzkt efnahagslíf hafi farið flatt á alþjóðlegum viðskiptum er alþjóðavæðingin og þar með talin blöndun menningarheima og trúarbragða ekki á undanhaldi og enginn græðir neitt á að loka augunum fyrir þeirri þróun. Ekkert hefur gerzt sem leysir okkur undan þeirri skyldu að koma fram við meðbræður okkar af virðingu og umburðarlyndi. Af þeim 42 prósentum, sem í könnun Fréttablaðsins sögðust vera á móti mosku í Reykjavík, er væntanlega drjúgur hluti krist- ið þjóðkirkjufólk. Það mætti gjarnan taka mark á orðum Karls Sigurbjörnssonar biskups, sem skrifaði í grein hér í blaðinu fyrr í mánuðinum: „Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kyn- þáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi.“ Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa verið alltof lengi að mæta óskum múslima um lóð fyrir mosku. Í byrjun mánaðarins upp- lýsti skipulagsstjórinn í Reykjavík hér í blaðinu að nú hlyti málið að leysast á næstu vikum. Það er ástæða til að borgarstjórnin fylgi þessu máli nú fast eftir, í nafni trúfrelsis og umburðarlyndis. Andstaðan við mosku í Reykjavík kemur á óvart. Í skel hins þekkta og þjóðlega? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Háir tollar eru lagðir á flestar innflutt-ar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaör- yggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi. Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 til 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af þeim er afar lítið. Sam- kvæmt tvíhliða samningi við Evrópusam- bandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaups- verðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar skal hvert aðildarland heimila innflutn- ing á 3-5% af innanlandsneyslu, í þeim til- gangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló og var um tiltölu- lega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónu- tölu í prósentu og eru tollarnir nú 182%- 193% á ostum og 216% á smjöri. Samtök verslunar og þjónustu sendu nýlega erindi til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir þessari breytingu. Samtökin benda á að þessi breyting á toll- um auk óhagstæðrar gengisþróunar hafi leitt til þess að innflutningur á grundvelli tollkvóta sé í raun útilokaður. Innfluttar vörur geti einfaldlega ekki keppt við þær innlendu í verði. Innflutt kjöt ber háa tolla en þó er munur á þeim eftir því hvort kjötið kemur frá löndum innan Evrópusambands- ins eða utan. Samkvæmt tvíhliða samningi við ESB er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og með ostana er þessi kvóti boðinn út hér á landi og bætist því við útboðskostnaður. Stjórnvöld koma þannig í veg fyrir að neyt- endur njóti góðs af milliríkjasamningum sem hafa það markmið að auka viðskipti og lækka vöruverð. Neytendasamtökin krefj- ast þess að stjórnvöld endurskoði þá vernd- arstefnu sem hér hefur verið við lýði með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Tollar á landbúnaðarvörur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.