Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 42
 27. september 2010 MÁNUDAGUR Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R FÓTBOLTI Hefði ÍBV unnið Kefla- vík í lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina hefði liðið orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1998, þar sem að Breiðablik gerði á sama tíma markalaust jafn- tefli í sínum leik. En ÍBV féll á prófinu og tapaði illa, 4-1. Á sama tíma stóð FH við sitt og vann 3-0 sigur á Fram en það dugði ekki til að skáka Breiðabliki sem var með betra marka- hlutfall en liðin voru jöfn að stigum. Eyjamenn voru yfirspenntir og sóknarleikurinn lengst af hug- myndasnauður og tilviljanakennd- ur. Strax eftir að hafa fengið annað markið í andlitið náðu Eyjamenn að minnka mun- inn í 2-1 og voru skyndilega komnir með tökin á leikn- um. Vendipunktur- inn kom síðan á 83. mínútu þegar mark- vörðurinn Albert Sæv- arsson m æt t i á vítapunkt- inn en kollegi hans í Kefla- víkurmarkinu, Lasse Jörgensen, las spyrnuna og varði vel. Hefði Albert skorað og jafnað metin hefði leikurinn getað þróast á allt annan hátt en raunin varð. Eftir vítaklúðrið slátruðu heima- menn leiknum. „Menn missa haus- inn eftir þetta víti. Þegar við klúðr- um vítinu vorum við með leik- inn í okkar höndum,” sagði Heim- ir Hallgríms- son, þjálfari ÍBV. „Þetta fer í reynsl- ubankann. Ég er með mikla keppn- ismenn og þeir muna eftir þessum leik það sem eftir er ævinnar.” F H-l iðið gat þa k k að va ra - manninum Gunn- ari Kristjánssyni og markverð- inum Gunn- leifi Gunn- leifssyni að öll stigin komu í hús. Framlið- ið ógnaði FH- liðinu marg-oft í skyndisóknum sínum fram eftir leik en átti fá svör við því þegar FH-ingar þéttu lið sitt í seinni hálfleik, hreinlega kæfðu leikinn og kláruðu hann síðan á tveimur skyndisóknum í lokin. Gunnar Kristjánsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins sem bæði eiga heima í hópi flottustu marka tíma- bilsins. „Það eru blendnar tilfinn- ingar hjá manni, ég er ánægður með mörkin en það er skelfilegt að geta ekki hampað titlinum,“ sagði Gunnar. „Við gerðum það sem í okkar valdi stóð og kláruðum þetta mót með sæmd en ég vil nota tækifær- ið og óska Breiðabliki til hamingju með meistaratitilinn og sérstak- lega þjálfaranum Ólafi Kristjáns- syni því hann á þetta skilið,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sem grætur mest tapið á heima- velli á móti Stjörnunni. „Við vorum sjálfum okkur verstir á köflum í sumar og vantaði að menn leggðu harðar að sér í nokkrum leikjum. Engu að síður þá reyndum við og við unnum sex síðustu leikina í deildinni,“ sagði Heimir. - egm, óój Eyjamenn féllu á prófinu Eyjamenn áttu möguleika á að verða Íslandsmeistarar um helgina en töpuðu í Keflavík. FH gerði sitt gegn Fram en það dugði ekki til að ná titlinum af Blik- um. „Þeir muna eftir þessum leik það sem eftir er ævinnar,“ sagði þjálfari ÍBV. BARDAGAÍÞRÓTTIR Gunnar Nel- son er enn ósigraður á atvinnu- mannaferli sínum í blönd- uðum bardaga- íþróttum eftir sigur á Bret- anum Eugene Fadiora á laug- ardagskvöldið. Gunnar skellti and- stæðingi sínum strax í fyrstu lotu en Fadi- ora var einnig ósigraður fyrir bardagann og þykir einn efnileg- asti Bretinn á sínu sviði. Gunnar hefur nú unnið alla þrjá bardaga sína á árinu en hann keppti ekkert í fyrra. Alls hefur hann unnið átta sigra á ferlinum og gert eitt jafntefli. - esá Gunnar Nelson sigursæll: Enn ósigraður GUNNAR NELSON FÓTBOLTI Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í ensku úrvalsdeild- inni um helgina. Meistararnir í Chelsea töpuðu fyrsta leiknum er liðið tapaði fyrir Manchester City í stórleik helgarinnar. En Arsenal og Tottenham töpuðu einnig og Manchester United og Liverpool máttu sætta sig við jafntefli í sínum leikjum. United lenti tvíveg- is undir gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton en að lokum var það varamaðurinn Michael Owen sem tryggði jafnteflið. „Bolton var erfitt viðureignar og við erum ánægðir með að hafa náð að koma okkur aftur inn í leikinn,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. „Það sýndi karakter.“ United kom sér upp í annað sæti deildarinnar með jafnteflinu og er nú þremur stigum á eftir toppliði Chelsesa. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er Stoke vann 2-1 sigur á Newcastle á útivelli. - esá Óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni um helgina: Toppliðin misstigu sig KÖRFUBOLTI Karlalið Snæfells og kvennalið Keflavíkur unnu í gær fyrstu titla tímabilsins í körfu- bolta. Íslands- og bikarmeistar- ar Snæfells unnu KR í spennandi úrslitaleik í karlaflokki, 97-93, en minni spenna var þegar að Kefla- vík lagði kvennalið KR, 101-70. Snæfell og KR skiptust á að vera með forystuna í fyrri hálfleik í gær en fyrrnefnda liðið komst fyrst yfir í þeim síðari þegar að Sean Burton setti niður þriggja stiga skot undir lok leiksins. Atli Rafn Hreinsson fylgdi því eftir með tveimur vítum og reyndust það síðustu stig leiksins. Pálmi Freyr Sigurgeirsson fór mikinn í liði Snæfells en hann skoraði 33 stig. Hreggviður Magn- ússon skoraði 24 stig fyrir KR. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst hjá Keflavík sem var með forystuna allan leikinn. Hún skoraði 26 stig en hin bandaríska Jacquiline Adamshick kom næst með 22 stig. Margrét Kara Sturlu- dóttir skoraði átján stig fyrir KR. - esá Úrslitaleikirnir í Lengjubikarkeppni karla og kvenna: Snæfell bætti við titli SVEKKTIR EYJAMENN Þeir Yngvi Magnús Borgþórsson og Þórarinn Ingi Valdi- marsson voru eðlilega niðurlútir eftir tap ÍBV í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kristján til Vals Kristján Guðmundsson var um helgina ráðinn þjálfari Vals og um leið var tilkynnt að Gunnlaugur Jónsson verði ekki áfram með liðið. Gunnlaugur tók við Val fyrir ári síðan og undir hans stjórn varð liðið í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla. Valur tapaði fyrir Haukum, 2-1, í lokaumferðinni. Kristján var síðast í Færeyjum en þjálfaði þar áður Keflavík. MICHAEL OWEN Tryggði United eitt stig um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY BIKARINN Á LOFT Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, lyftir sigurlaunum liðsins á loft eftir sigurinn á KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.