Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 36
16 27. september 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hmm. Gott kvöld. Kominn tími á að skræla laukinn! Við erum með íhlaupa- kennara í efnafræði og hann er rosalega erfiður og strangur! Hvar er hinn kennar- inn ykkar? Ha? Já, íbúðin hennar brann og bílnum hennar var stolið á meðan hún var í jarð- arför frænda síns. Hún er því í burtu í þessari viku og næstu. Jeminn einasti! Já! Hvernig gat ég lent í þessu? Krakkar! Hættið þessu! Við höfum ekki pláss fyrir hund núna! Einhvern tímann, ef við flytj- um í stærra hús þá getum við kannski fengið okkur hund, ókei? Ókei. Ókei. Úff! Nei. Nei. Megum við fá hund? Megum við fá hund? Megum við fá hund? Megum við fá hund? Getum við flutt í stærra hús? Getum við flutt í stærra hús? Getum við flutt í stærra hús? Getum við flutt í stærra hús? Lögregla leitar nú að hópi krakka eftir enn eina grimmilega árás á kött í tunnu. Að sögn vitna var fórnarlambið bara að hanga í rólegheitunum þegar það var lamið ítrekað með kylfu. Líðan fórnar- lambsins er eftir atvikum góð en hann missti talsvert af gómsætu sælgæti. Nei. Nei. LÁRÉTT 2. verð, 6. skammstöfun, 8. tæki, 9. spil, 11. nesoddi, 12. afhending, 14. spergill, 16. pípa, 17. umfram, 18. rell, 20. átt, 21. ögn. LÓÐRÉTT 1. erfðavísa, 3. ólæti, 4. staðfestulaus, 5. skáhalli, 7. kenndur, 10. suss, 13. stæla, 15. geð, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. þarf, 6. eh, 8. tól, 9. níu, 11. tá, 12. afsal, 14. aspas, 16. æð, 17. auk, 18. suð, 20. sa, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. gena, 3. at, 4. rótlaus, 5. flá, 7. hífaður, 10. uss, 13. apa, 15. skap, 16. æsa, 19. ðð. Eins og alþjóð veit hafa þær dr. Þorgerð-ur Einarsdóttir og dr. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjagreint skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Þeim þykir sýnt að kyn hafi skipt máli þegar aðdragandi og orsakir falls bankanna eru skoðuð, enda hafi aðal- gerendurnir í atburðarásinni verið karl- kyns. GYÐA og Þorgerður segja að á Íslandi hafi skapast kerfi byggt á losaralegu regluverki þar sem ofurtrú ríkti á ungum og reynslu- litlum mönnum. „Snilldin átti að koma innan frá,“ segja þær. Nám, nákvæmni, yfirlega yfir kennslubókum og undirbún- ingur þótti kvenlegt. Snilldin skyldi koma án fyrirhafnar. Mér varð hugsað til borg- arstjórans okkar, hans Jóns Gnarr, og velti því fyrir mér hvort einhvern tímann yrði stúdentsprófslaus kvenmaður með jafnlitla reynslu af stjórnmálum gerður að borgar- stjóra. Og þá varla kona sem gengst upp í að vera „óviðeigandi“. Það var orðið sem notað var um Jón Gnarr þegar erlendur fjölmiðill hafði eftir honum að hann not- aði netið aðallega til að skoða klám. Fáein- um dögum síðar var það gleymt. ÞAÐ er réttur karla að vera óviðeig- andi og því lyfti enginn augabrún þótt fyrir fáeinum árum hafi tveir þeirra gert kvikmynd ætlaða börnum þar sem drengur leikinn af fullorðnum karlmanni káfar á rassinum á flug- freyju. Samt fór fólk hamförum vikum saman þegar Sóley Tómasdóttir var svo óviðeigandi að lýsa tilfinningum sínum til þess að eignast barn. Sumir ruddust böl- sótandi fram undir því yfirskini að þeir sjálfir „dýrkuðu“ syni sína, eins og Agnes Bragadóttir komst svo furðulega að orði í pistli í Sunnudagsmogganum á kosninga- dag. En aftur að kynjagreiningu doktor- anna tveggja. Það sem vakti hvað helst athygli mína í Víðsjárviðtali við þær Gyðu og Þorgerði var það sem þær kalla ,,styðj- andi kvenleika“ en þá eiga þær við að konur „styðji við framgang og völd karlanna“. 12. september sl. birtist nefnilega stórt við- tal við dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur í Sunnu- dagsmogga, nýráðinn prófessor við Colum- bia-háskólann í New York. Þar sagði hún frá því að hún hefði verið pönkari sem ungling- ur og hangið á Hlemmi með Jóni Gnarr. Sömu helgi birtist viðtal við þingmanninn Birgittu Jónsdóttur í DV þar sem hún sagð- ist hafa verið fyrsta kærasta Jóns Gnarr. Ekki nafngreinir hún hann þó í bók sinni Dagbók kamelljónsins sem kom út árið 2005 en þá var hann heldur ekki borgarstjóri. Ég viðurkenni að ég varð hugsi yfir því að sjá nákvæmlega þessar konur taka þetta fram svona sömu helgina og man í svipinn ekki eftir neinum karlkyns þingmanni veifa því að hafa verið kærasti einhverrar valdakon- unnar. En svona styðja konur við framgang og völd karlanna. Líklega var þetta bara rétt hjá Agnesi eftir allt saman. Þessi þjóð dýrkar syni sína. Fyrirhafnarlausa snilldin Námskeiðið hefst ANNAÐ kvöld Kundalini jóga Byrjendanámskeið hefst 28. sept. Skipholti 29a, 3. hæð I 896 2396 I www.andartak.is I gudrun@andartak.is Fr í r prufut ími Andartak Kundalini jógastöð A ug lý si ng as ím i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.