Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 10
10 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Þetta var eitt af stærstu verkefnunum sem við höfum tekist á við og það gekk bara býsna vel.“ Þetta segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, um aðgerðir lögreglu vegna hinna fjölmennu mótmæla við Alþingishúsið í fyrrakvöld. „Ég get ekki nákvæmlega skot- ið á þann aukakostnað lögreglu sem slík mótmæli hafa í för með sér, en kostnaðurinn við mót- mælin í fyrrakvöld er að minnsta kosti þrjár til fjórar milljónir,“ segir Stefán. Hann segir hægt að miða við heildarkostnað bús- áhaldabyltingarinnar í janúar 2009. Heildarkostnaður við hana hafi numið vel yfir 50 milljónum króna. „Dýrustu kvöldin voru jafnvel að hlaupa á milljónum,“ útskýr- ir Stefán. Hann segir að aukið sé við fjölda lögreglumanna á vakt og menn í rannsóknar- og tæknideildum séu lengur á vakt þannig að þeir séu tiltækir þurfi á að halda. Þetta fái menn greitt í aukavinnu. Í gær hafði á annað hundrað lögreglumanna komið að mótmælunum, þar af um tuttugu úr sérsveit ríkislögreglustjóra. „Girðingin sem sett var í kring- um Alþingishúsið sannaði gildi sitt við þessar aðstæður og hrein- lega kom í veg fyrir bein átök við mótmælendur. Þau atvik þar sem lögregla var í beinum tengslum við ólátabelgina í hópnum voru mjög fá og enduðu farsællega. Það er þessari girðingu að þakka.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu og ríkislögreglustjóri lögðu fram fjármuni til smíði girð- ingarinnar í kjölfar búsáhalda- byltingarinnar. Stefán segir hana ekki einungis til að auka öryggi lögreglumanna heldur annarra á svæðinu. „Auk hennar var bætt við öryggisbúnað lögreglumanna,“ bætir hann við. Spurður um notk- un lögreglumanna á gasgrím- um frá 1950 segir Stefán að slík eintök sé vissulega enn að finna í búnaði lögreglumanna, sem og gamla hjálma. Þrír lögreglumenn meiddust í mótmælunum í fyrrakvöld, að sögn Stefáns. Í öllum tilvikum var einhverju kastað í þá, þar með talið grjóti og flöskum. Spurður hvort lögreglan hafi mannafla, fjármuni og þanþol í aðra búsáhaldabyltingu segir Stefán sína menn tilbúna í það sem koma kunni. „Við tökumst á við þetta verk- efni, undirbúum það vel og tökum á því af þeirri alvöru sem því sæmir,“ segir Stefán. „Það ber árangur.“ jss@frettabladid.is Girðingin sem sett var í kringum Alþingis- húsið sannaði gildi sitt við þessar aðstæður. STEFÁN EIRÍKSSON LÖGREGLUSTJÓRI Málþing á Egilsstöðum 11. október 2010, Icelandair Hótel Hérað Verkefnið er styrkt af Samfélagssjóði Alcoa Þjóðgarðastjórnun - gildi þekkingar og menntunar Skráning á www.rannsoknatorg.is Dagskrá: 13:00 – 13:15 Setning 13:15 – 14:25 Building Protected Area Stewardship in an Era of Complexity and Messiness, Stephen McCool, Professor Emeritus, Department of Society and Conservation. The University of Montana. 14:25 – 14:50 Náttúruverðmæti, á friðlýstum svæðum, Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. 14:50 – 15:15 Þróun þjóðgarða Íslands – Störf og starfsemi, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, sérfræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður. 15:15 – 15:40 Kaffi 15:40 – 16:05 Ferðamennska á friðlýstum svæðum, Rannveig Ólafsdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ og sérfr. við Rannsóknamiðstöð ferðamála. 16:05 – 16:30 Stefnumótun og þróun á ferðavörum á friðlýstum svæðum, Edward H Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. 16:30 – 16:55 Menntun í þjóðgarðafræðum – mismunandi nálganir og þarfir, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. 16:55 – 17:45 Umræður / Samantekt Ath! Málþingið fer fram á ensku Í tengslum við málþingið verður farin vettvangsferð inn á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem umræður halda áfram í hópum (12.okt) , vinnustofa í LAC aðferðafræðinni og málstofa um alþjóðlega ábyrgð okkar varðandi friðlýst svæði (13-14.okt). OKTÓBER 11 Eldhústæki kr. 10.000 Eldhústæki útdraganlegt kr. 24.900 LAGERSALAN dalvegi 16b, Kópavogi MILLJÓNAKOSTNAÐUR Fjölgun lögreglumanna á vakt, fleiri lögreglubílar í notkun og ýmislegt fleira hefur í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir lögregluna, þegar mótmæli eiga sér stað. Girtu fyrir bein átök við Alþingishúsið Mótmælin í fyrrakvöld kosta lögregluna þrjár til fjórar milljónir aukalega. Lögreglustjóri segir verk- efnið hafa verið stórt en býsna vel hafi tekist til. Mótmælendur slettu mjólkurmat á nokkra þingmenn sem voru að ná sér í leigubíla í Vonarstræti í fyrra- kvöld. Þetta staðfestir Helgi Bern- ódusson, skrifstofustjóri Alþingis við Fréttablaðið. Hann segir að enginn hafi meiðst og enginn hafi átt fótum fjör að launa. Milljónatjón var unnið á Alþingis- húsinu í mótmælunum. Þrjátíu og tvær rúður voru brotnar með grjótkasti í húsinu, þar á meðal bogagluggar sem dýrt er að skera gler í og vinna. Helgi telur kostnað við nýjar rúður tvær til þrjár milljónir króna. Að auki var gler brotið við dyr í skála Alþingishússins. Húsið sjálft, og umhverfi þess, var útbíað í rauðu litarefni, eggjum og öðrum matvælum. Helgi segir að heildar- kostnaður við að koma húsinu og umhverfi þess í samt lag nemi hátt á fimmtu milljón króna, samkvæmt bráðabirgðatölum. Þá sé þinghúsið viðkvæmt fyrir háþrýstiþvotti sem hafi valdið rakaskemmdum. Ráðherrabílar voru líka stór- skemmdir með grjótkasti og högg- um, einkum bíll fjármálaráðherra. Milljónatjón á þinghúsinu SLYS „Maðurinn var orðinn alveg blár þegar þeir komu með hann upp úr. Svo blésu þeir lífi í hann. Það var algjör unaður að sjá fólkið að störf- um, það gerði allt rétt,“ segir Birkir Guðjónsson sundlaugargestur. Maður á þrítugsaldri var hætt kominn í Sundhöll Reykjavíkur á mánudagskvöld. Maðurinn, sem er flogaveikur, hafði stokkið af stóra brettinu ofan í laugina. Þar fékk hann kast og komst ekki upp af sjálfsdáðum. Sundlaugargest- ir og starfsmenn sundlaugarinnar brugðust skjótt við og náðu mann- inum upp á bakkann. Maðurinn hafði stífnað og því reyndist það þrautin þyngri að ná honum upp. „Við byrjuðum að hnoða hann og þegar hann byrjaði að æla gáfum við honum súrefni. Það var læknir á staðnum sem sagði að hann hefði í raun verið farinn. Það var heppni að við skyldum ná honum svona fljótt upp úr og geta byrjað í hvelli,“ segir Bjarni Valtýsson sundlaugarvörður, sem blés lífi í manninn. Birkir sundlaugargestur segir að þegar sjúkraliðar hafi komið á vett- vang hafi starfsfólk sundlaugarinn- ar spurt hvort þeir vildu taka við að hnoða manninn. „En sjúkraflutn- ingamennirnir sögðu þeim bara að halda áfram því þeir voru að gera allt rétt,“ segir Birkir. Jón Gnarr borgarstjóri kom í Sundhöllina í gær til að sýna Bjarna og öðrum bjargvættum þakklæti sitt. „Mér finnst þetta skýrt dæmi um kosti og mikilvægi þess að vera vak- andi fyrir umhverfinu og öðru fólki í kringum mann,“ segir Jón. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans er líðan mannsins eftir atvikum góð. Hann er á batavegi. -kh Starfsmenn og gestir Sundhallar Reykjavíkur brugðust skjótt við: Blésu lífi í flogaveikan mann BJARNI VALTÝSSON Bjarni sundlaugar- vörður og gestir Sundhallarinnar björguðu manni frá drukknun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.