Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 6. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR14 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Ú R F O R T Í Ð I N N I Maður kann hálfilla við að kalla Audi Q7 jeppling, enda er hann stór og voldugur. Heitið sport- jeppi fer honum betur. Tekin var til kostanna 2007 árgerð- in af þessum bíl, Audi Q7 TDi með þriggja lítra dísilvél, hlaðin aukabúnaði og hægindum. Spurn- ingunni um hvort bíllinn standi undir því að vera kallaður „for- stjórabíll“ er auðsvarað, hann gerir það vel. Bíllinn er fallegur á litinn og sportlegur á 20 tommu álfelgum. Því var ekki að undra að stöku sinnum mátti við reynsluakst- urinn sjá vegfarendur líta hann aðdáunaraugum. Hann er með gagnsætt sólþak sem nær aftur fyrir aftursæti. Ökumaður dreg- ur svo fyrir og frá og sæti sínu eftir hentugleikum. Þá er opnan- leg sóllúga yfir bílstjóra og far- þegasæti, sömuleiðis rafdrifin. Í bílnum eru ljós leðursæti, viðar áferð á innréttingum og fjögurra arma leðurklætt að- gerðastýri. Hægindi og aukabún- aður er í slíku magni að ófært er að telja það allt upp hér. Nægir að nefna haganlegan skriðstilli, bakkmyndavél, sjálfvirka tví- skipta miðstöð, rafdrifin fram- sæti, lyklalaust aðgengi (kjósi maður að taka lykilinn ekki upp úr vasanum nægir að taka í dyr til að þær aflæsist og takkar við hlið bílstjórasætis ræsa bílinn og drepa á honum), aksturstölvu og þar fram eftir götunum. Í fyrstu óttaðist undirritaður að jafn stór og þungur bíll myndi reynast þunglamalegur í akstri. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Vélin er með 233 hestafla TDi-dísilvél sem með loftpúðafjöðrun gerir að verkum að bíllinn er eins og hugur manns, hvort heldur sem er í innanbæjarskutli, þjóðvega- akstri eða í torfærum. Bíllinn er sjálfskiptur og má segja að hann taki „virðulega“ af stað þegar hann er í „drive“ (D), en kjósi maður að láta hann taka betur við sér, smellir maður skiptistönginni í S-still- ingu (sport) og hendist fram úr eða stekkur af stað, rétt eins og maður væri á sportbíl. Loftpúðafjöðrun hækkar og lækkar bílinn eftir óskum öku- manns, en valið er um fjöðrun á stórum upplýsingaskjá bílsins (sem einnig er skjár bakkmynda- vélarinnar). Einnig er hægt að láta tölvu bílsins eftir að ráða fjöðruninni. Þá getur ökumaður skipt á milli sjálfskiptingar og tiptronic skiptingar, en þá ræður hann gírnum sjálfur. Bíllinn er með sítengt fjórhjóla- drif, en tölva deilir aflinu á milli fram- og afturáss eftir þörfum hverju sinni. Samkvæmt óform- legri afl- og sprækleikakönnun virðist bíllinn rétt rúmar átta sekúndur að ná 100 kílómetra hraða. Hlýtur það að teljast vel af sér vikið af jafnstórum bíl. Í sportstillingunni er vélin heldur fljótari að taka við sér og heldur sér á hærri snúningi. Tæp- ast er þó ráðlegt að hafa bílinn alltaf í sportgír því hann brennir jú heldur meiri olíu þannig. Ann- ars virðist eyðsla í blönduðum akstri vera nálægt tíu lítrum á hundraðið. Innanbæjar eyðir bíll- inn um og yfir 12 lítrum (eftir aksturslagi) og dettur svo niður fyrir átta lítra á vegum úti. Síðan er bara spurningin hvernig manni lýst á verðmið- ann, en um leið er ljóst að maður fær töluvert fyrir þær tæpu níu milljónir sem settar eru á bílinn. Nýr og með sambærilegum bún- aði er verðmiðinn á fimmtándu milljón króna. Voldugur og flottur Audi Q7 TDi, árgerð 2007 Ásett verð: 8.950.000 krónur Ekinn: 63.400 km Lengd: 508,6 cm Breidd: 198,3 cm Litur: Rauður Sætafjöldi: 5 Þyngd: 2.295 kg Burðargeta: 695 kg Slagrými: 2.967 cm3 Afl: 233 hö Eldsneyti: Dísil H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R STÓRGLÆSILEGUR Fallega rauður Audi Q7 jepplingurinn laðar til sín ófá augnatillit þeirra sem á annað borð hafa áhuga á bílum. Bílnum fer jafn vel að bruna á þjóðvegum landsins, skjótast innanbæjar eða klöngrast ófærur. MARKAÐURINN/ÓKÁ MÆLABORÐIÐ Upplýsingaskjár bílsins, þar sem hentugt er að flakka á milli útvarpsstöðva, velja fjöðrun eftir aðstæðum, eða breyta öðrum stillingum, er líka skjár bakkmyndavélar. MARKAÐURINN/ÓKÁ MARKAÐURINN/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Álver rís í Straumsvík Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast for- stjórabílar. Í ár eru 47 ár liðin frá því fram- kvæmdir við álverið í Straums- vík hófust í útjaðri Hafnar- fjarðar. Samningar um bygg- ingu álversins höfðu staðið yfir á milli svissneska fyrirtækisins Alusuisse og Viðreisnarstjórnar- innar svokölluðu, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, um nokkurra ára skeið. Skrifað var undir árið 1966 og sá Búrfellsvirkjun álverinu fyrir orku. Þegar álverið í Straumsvík var tekið í notk- un í maí árið 1970 var fram- leiðslugetan 33 þúsund tonn á ári í 120 kerum. Verksmiðjan hefur verið stækkuð nokkrum sinnum síðan þá. Framleiðslugetan er 180 þús- und tonn í dag. Stefnt er að því að stækka það frekar, í 220 þúsund tonn á næstu tveimur árum. - jab Haldi lífeyrissjóðirnir áfram að vaxa með sama hraða og þeir hafa gert eftir hrun íslensku bank- anna er líklegt að þeir nái sama raunstyrk og fyrr eftir 12 til 24 mánuði, að því er fram kemur í 31. tölublaði í efnahagsritsins Vísbendingar. „Þetta þýðir að í hruninu hafa þurrkast út þrjú til fjögur ár,“ segir þar jafnframt. Bent er á að við hrun efnahags- kerfisins í október 2008 hafi líf- eyrissjóðir landsmanna orðið fyrir stóráfalli eins og allir sem áttu eignir. „Á augabragði skertust eignir lífeyrissjóðanna um milli 15 og 20 prósent. Óvissa ríkti um marga eignaliði og nokkurn tíma tók að færa tapið að fullu til bókar,“ segir þar og áréttað að óvíst sé að enn séu öll kurl komin til grafar. „Til dæmis er enn óvissa um gengisvarna- samninga sjóðanna, hvort þeir muni þurfa að greiða bönkunum háar fjárhæðir vegna þeirra eða hvort fall bankanna hafi valdið forsendubresti. Sjóðirnir hafa þegar fært háar fjárhæðir til gjalda vegna þessa.“ - óká SEÐLAR Við hrun bankakerfisins 2008 skertust eignir lífeyrissjóða í einu vetfangi um 15 til 20 prósent. MARKAÐURINN/STEFÁN Ná sama styrk eftir eitt til tvö ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.