Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 14
14 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Í níufréttum útvarps að morgni þriðju-dags var fjallað um mánudagsmótmæl- in á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mót- mælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurn- ar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund. Eggjum var kastað. Líka grjóti. Málningu slett. Það var mikið drasl eftir á Austurvelli og við Alþingishúsið. Rúður voru brotnar í húsinu, málning á veggjum. Hreinsunar- deild Reykjavíkurborgar hóf störf strax um nóttina og var enn að störfum morguninn eftir. Deildin á skýra verkferla fyrir svona verkefni, fara í gallana og ganga hreint til verks. Lögreglan var við störf á mótmælakvöldi. Hún hafði góð tök á stöðunni, sagði lög- reglustjórinn Stefán Eiríksson. Hún stóð vörð um þinghúsið. Lögreglan nýtur mikils trausts í samfélaginu. Líklega nýtur hreins- unardeildin líka mikils trausts. Þau vita hvað þau ætla að gera, stíga örugg skref og vinna vinnuna sína. Þetta eru starfsmenn á plani. Í síðustu viku fór atkvæðagreiðsla á Alþingi 63-0. Sextíu og þrír þingmenn greiddu því atkvæði að vinna nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu í kjölfar Hruns- ins. Þeirra er þörf. Í stefnuræðu sinni á mánudaginn sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir frá því að bankarnir drægju lappirnar þegar kæmi að sértækum úrræðum fyrir fólk í vanda. Það gengur ekki. Við spyrjum: Þurfum við ekki sérsveit sem stendur vörð um hagsmuni almennings í landinu, hagsmuni fólksins andspænis hagsmunum banka og auðræðiskerfis sem kallaði Hrunið yfir þjóðina? Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönk- um og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna eru engir verkferlar til í landinu fyrir slík verkefni? Hvar eru starfsmennirnir sem eiga heima á því plani? Við köllum eftir sérsveit mennskunn- ar. Við köllum eftir hreinsunardeild rétt- lætisins. Hreinsunardeild réttlætisins Mótmælin Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir prestar Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönk- um og stjórnkerfi eftir Hrunið? Viðskipti við Kína - Frumkvöðull deilir reynslu sinni Íslensk - kínverska viðskiptaráðið boðar til opins fundar um viðskipti við Kína kl 16:00 þann 7. október n.k. á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Fyrirlesari á fundinum verður Jóhannes Þórðarson, Framkvæmdastjóri Mind. Undanfarin 10 ár hefur Jóhannes starfað náið með fyrirtækum í Asíu á sviði vöruþróunar og framleiðslu á tæknivörum og leikföngum sem náð hafa fótfestu í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal dreifiaðila má nefna Carrefour, Toys´r´us og Hamleys en vel hefur tekist til í uppbyggingu á tengslaneti í vöruþróun, fram- leiðslu, sölu og dreifingu. Á þessu tímabili hefur Jóhannes starfað á Íslandi en rekið félag í Hong Kong með allt að 6 starfsmönnum. Vörur á hans vegum hafa selst í yfir 3 milljónum eintaka bæði undir eigin vörumerkjum sem og annarra. Fundargestir eru beðnir um að skrá sig á netfangið elin@atvinnurekendur.is fyrir hádegi 7. október. Þverskurður þjóðarinnar? Helga Vala Helgadóttir laganemi bloggaði í gær um þá staðreynd að einungis einn af ellefu þingmönnum í fjárlaganefnd Alþingis er kosinn til þings af íbúum Reykjavíkur. Þessi fulltrúi höfuðborgarbúa við meðferð fjárlagafrumvarpsins næstu vikur er stjórnarandstæðingurinn Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Afgangurinn af höfuðborgarsvæðinu á svo einn fulltrúa til viðbótar. Það er líka stjórnarandstæðingur, Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Þingmenn allra Íslendinga? Af ellefu þingmönnum sem vinna úr fjárlagafrumvarpinu eru því níu landsbyggðarþingmenn, þar af fimm úr Norðausturkjördæmi. Gagnrýni af þessu tagi er jafnan svarað með því að þingmenn eigi að gæta hagsmuna allra landsmanna, óháð búsetu. Miðað við ástandið í þjóðfélaginu og kröfur um samstöðu og þjóðarsátt má segja að nú reyni sem aldrei fyrr á það hve stóru hlutverki kjördæma- pot gegnir í fjárlagavinnu alþingis- manna. Kynleg hagstjórn? Fjármálaráðuneytið segir fjárlaga- frumvarpið unnið í anda kynjaðrar hagstjórnar, í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Í fjárlaganefnd Alþingis eru tveir af sex fulltrúum stjórnarflokkanna hins vegar konur, báðar úr landsbyggðar kjördæmum. Er það ekki svolítið kynlegt? peturg@frettabladid.is M ótmælin við Alþingishúsið í fyrrakvöld eru til merkis um mikla og djúpstæða óánægju í þjóð- félaginu. Stjórnmálamennirnir sem sátu innan dyra á meðan mótmælin fóru fram komust ekki hjá því að heyra til mótmælendanna, sem framkölluðu ærandi hávaða. Hitt er öllu mikilvægara, að þeir nái að hlusta eftir innihaldi óánægjuhrópanna og bregðast við gagnrýninni. Það er ekki alveg einfalt að skilgreina í hverju óánægjan felst nákvæmlega. Mótmælendur virðast óhressir með mismunandi hluti og að sumu leyti virðast kröfurnar líka mótsagnakenndar. Óhætt virðist að kippa út úr dæminu nýnazistunum, þjóðernis- sinnunum, anarkistunum, kommúnistunum og öllum hinum sér- trúarsöfnuðunum sem eru alltaf óánægðir hvort sem er, burtséð frá því hvort kreppa er í þjóð- félaginu eða ekki. Þeir sáu vafa- laust bara góðan mótmælafund og vildu vera með. Stjórnmálamennirnir þurfa hins vegar að komast að því hvað hinn breiði fjöldi hefur að segja. Í ummælum fólks sem tekið var tali á Austurvelli var áberandi óánægja með stjórnmálamennina upp til hópa og óþol gagnvart pólitíkinni eins og hún leggur sig. Sjálfsagt hefur umræðan um landsdómsmálið verið kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum, af mismunandi ástæðum. Krafan um kosningar er komin upp enn á ný. Um leið heyrist skýrt sú krafa að gripið verði til aðgerða strax til að bjarga heimilum í skuldavanda og koma í veg fyrir að fjölskyld- ur missi heimili sín. Reyndar virðist óljóst hve stór sá hópur er, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag, og það verður að teljast með nokkrum ólíkindum að enginn skuli vita almennilega umfang vandans sem við er að etja. Vilji menn hins vegar að gripið verði til aðgerða í snatri er sennilega misráðið að krefjast kosninga strax. Stjórnmálamennirnir fara þá enn og aftur að eltast við skottið á sjálfum sér næstu vikur og mánuði í stað þess að vinna skipulega að þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja. Það er engan veginn víst að nýtt fólk sem veldist til þingsetu í kosningum yrði fremur vandanum vaxið en það sem nú situr á þingi. Til þess að almenningur fái á tilfinninguna að stjórnmála- mennirnir séu að hlusta á hann er ráð að þeir hætti að æpa hver á annan. Þjóðin er komin með upp í kok af innbyrðis átökum, skæt- ingi og yfirborðsmennsku á Alþingi. Nú eiga stjórn og stjórnar- andstaða að ganga til samstarfs af fullum heilindum um að taka á vanda þeirra verst settu og gera það hratt. Menn eiga að koma sér saman um að gera ekki nein gylliboð eða fara út í lausnir sem koma í bakið á skattgreiðendum, heldur gera það sem raunhæft er og skynsamlegt. Ummæli manna eftir fund stjórnar og stjórnarandstöðu í gær benda til að enn séu menn að reyna að krækja sér í pólitísk prik með því að berja á hinu liðinu. Það er misráðið, því að nú hafa pólitíkusarnir einmitt fengið sitt síðasta tækifæri í bili. Stjórnmálamenn heyrðu í mótmælendunum – en hlusta þeir á hvað þeir hafa að segja? Síðasta tækifæri pólitíkusanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.