Fréttablaðið - 25.10.2010, Side 1

Fréttablaðið - 25.10.2010, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 Handverk í Ráðhúsinu Yfir 60 hönnuðir, handverks- og listafólk kynna vörur sínar á sýningunni. allt 2 25. október 2010 MÁNUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Heimasíða um hollenska hönnuðinn og arkitektinn Gerrit Rietveld (1888-1964) hefur verið opnuð af Centraal safninu. Þar er að finna yfir átta þúsund hluti sem Rietveld hann- aði. Vefsíðuna má finna á www.collectie.rietveldjaar.nl O f Svava Kristín Egilson myndlistarmaður situr oft með handavinnu á eftirlætisstað í húsinu sínu Svava Kristín undir málverkinu góða. Hringdu í síma f b Málaði sig frá aðskilnaði FASTEIGNIR.IS25. OKTÓBER 2010 43. TBL. Þrastalundur kynnir einlyft einbýlishús í Garðabæ sem hefur verið endurnýjað bæði að utan og innan. Fasteignasalan Eignamiðlun kynn- ir vel skipulagt einlyft 143.6 fer- metra einbýlishús ásamt 59,9 fer- metra bílskúr að Þrastarlundi 7 í Garðabæ. Húsið hefur nær allt verið standsett að innan. Það skipt- ist í forstofu, snyrtingu, hol, tvær samliggjandi stofur, baðherbergi, þvottahús, sjónvarpsherbergi og þrjú svefnherbergi. Það hefur ný- lega verið lagfært og málað að utan og nær allt endurnýjað að innan. Má þar nefna gólfefni, innihurðir, baðherbergi og loft. Þá hefur hal- ógenlýsingu verið komið fyrir í lofti og öryggiskerfi komið í gagn- ið. Allar innréttingar í húsinu eru endurnýjaðar og sérsmíðaðar með vönduðum hætti. Húsið stendur á 887 fermetra lóð með tveimur nýjum timburverönd- um úr lerki. Lóðin er vel hirt, gróin og skjólsæl. Nánari lýsing á húsinu er á þessa leið. Komið er inn í flísalagða for- stofu með skápum frá G henni er nýlega standsett baðher- bergi með glugga. Úr forstofunni er komið inn í rúmgott hol. Til vinstri er svefngangur en til hægri er stór stofa og borðstofa. Ljóst eikar- plankaparket er á gólfum. Úr holinu er gengið beint út í suðurgarð. Eld- húsið er með nýrri hvítri sprautu- lakkaðri innréttingu Eldopið i enda gangsins er sjónvarpsherbergi sem gæti nýst sem fjórða svefnher- bergið. Baðherbergið er með bað- keri, upphengdu salerni, nýjum blöndunartækjum, sérsmíðaðri inn- réttingu og flísalagt í hólf og gólf. Bílskúrinn er tvöfaldur m ð hopnar Glæsilegt hús í Garðabæ Húsið er glæsilegt að innan sem utan. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Vel hannað 297,6 fm parhús á 2 hæðum við Furuás í Hafnarfirði. Húsið er hægt að fá fokhelt að innan og utan til afhendingar eftir samkomulagi verð 26.900.000 einnig er mögulegt að kaupa húsið í núverandi ástandi verð 17.900.000. Möguleiki er að gera séríbúð á neðri hæð hússins sem gæti hentað afar vel til útleigu. Upplagt fyrir handlagna. Allar teikningar fylgja með. Bóas Ragnar BóassonSölustjóri Sími: 699 6165 Axel AxelssonLöggiltur fasteignasali Furuás, 221 HFJ. Nánari upplýsingar veitir Bóas í síma 699 6165 eða á boas@domusnova.is Turninum 12. hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi 90.390 krfermeter Aðeins híbýli og viðdaldMÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2010 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Híbýli og viðhald veðrið í dag 25. október 2010 250. tölublað 10. árgangur Hvert þó í strumpandi! STRUMPAR Í takt við breytta tíma... Frábær opnunartilboð! Umhyggja 30 ára Myndband um þróun í aðbúnaði langveikra barna á Íslandi sýnt á ráðstefnu á Grand Hóteli. tímamót 14 Kílóin hrynja af Frikka Söngvarinn Friðrik Dór æfir nú stíft fyrir útgáfu fyrstu plötu sinnar. fólk 26 STORMUR Í dag verða austan 15-23 m/s og slydda eða rigning S- og V-lands. Hægari vindur og úrkomulítið fram á kvöld norðan og austan til. Hlýnar í veðri. VEÐUR 4 -1 2 4 -2 -3 MANNRÉTTINDI Starfsmaður á skyndi- bitastaðnum Subway við Hringbraut neitaði að afgreiða viðskiptavin um helgina með þeim orðum að hann „afgreiddi ekki samkynhneigða“. „Við komum þarna nokkur eftir starfsmannapartý, þar sem hafði verið bleikt þema. Afgreiðslumað- urinn horfir á mig meðan hann er að búa til samlokuna en síðan biður hann allt í einu samstarfskonu sína um að afgreiða mig og segir á ensku I dont serve gay people,“ segir Hall- grímur Hjálmarsson, sem lenti í þessu atviki á Subway. „Ég spurði hann nú bara hvort honum þætti í lagi ef einhver kæmi svona fram við hann, en hann var greinilega af erlendu bergi brot- inn,“ segir Hallgrímur. Eftir að afgreiðslumaðurinn lét sig hverfa á bak við bað samstarfs- kona hans Hallgrím afsökunar og bauðst til að afgreiða hann. „Hún var mjög kurteis. Ég tók þessu svo sem með meiri ró en vinnufé- lagar mínir en við ákváðum samt að fara annað. Mér finnst í raun hneyksli að lenda í svona á Íslandi árið 2010.“ „Þetta er rétt,“ segir Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Subway, þegar Fréttablað- ið hafði samband við hann vegna málsins. Hann harmar atvikið og segir fyrirtækið hafa tekið á mál- inu. „Við höfum þegar sagt þessum starfsmanni upp störfum. Hann fær ekki að koma hingað inn á Sub- way aftur.“ - rat Starfsmaður á Subway skyndibitastaðnum var rekinn vegna fordóma: Neitaði að afgreiða homma Arsenal lagði Man. City Arsenal hleypti lífi í toppbaráttu enska boltans með sigri á Man. City. sport 22 HALLGRÍMUR HJÁLMARSSON Var neitað um afgreiðslu á Subway, klæddur í þessa bleiku skyrtu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TRÚMÁL Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Íslands, oftúlkar tillögu mann- réttindaráðs Reykjavíkurborgar um takmarkanir við aðgangi trú- félaga að skólastarfi í borginni. Þetta segir Margrét Sverrisdótt- ir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Henni finnst viðbrögðin ofsafengin. Biskup gagnrýndi tillögu mann- réttindaráðsins í prédikun sinni í Hallgrímskirkju í gær, sagði hana skefjalausa fordóma og andúð á kristni og Þjóðkirkjunni. Gangi tillagan eftir muni hún stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð. „Það má sannarlega sjá í drögum að samþykkt mannrétt- indaráðs Reykjavíkurborgar, sem krefst þess að lokað verði á aðkomu kirkjunnar að skólunum, kirkju- ferðir verði bannaðar og sálma- söngur og listsköpun í trúarleg- um tilgangi sömuleiðis,“ sagði biskup og bætti við að lítið sé gert úr menntun og reynslu kirkjunnar þjóna með því að leggja til að í stað þeirra verði kallaðir til fagaðilar þegar áföll dynji yfir. „Þetta er illa dulbúin atlaga að faglegum heiðri presta og djákna,“ sagði hann í pré- dikun sinni. Margrét segir meininguna ekki að ráðast á Þjóðkirkjuna. „Mér finnst málið í flestum tilvikum á misskilningi byggt og umræðan farin um víðan völl. Það er verið að setja hömlur á trúboð á skóla- tíma. Auðvitað bitnar það á Þjóð- kirkjunni,“ segir Margrét og efast um að tillagan hamli starfi kristin- fræðikennara í grunnskólum. „Ég sé ekki að kirkjan þurfi að óttast neitt enda engu verið að breyta. Það er ekki verið að banna sálma- söng og leggja jólaskemmtanir af,“ segir hún. Margrét bendir á að lengi hafi legið fyrir að setja þyrfti skýrar reglur um trúboð í skólum á skóla- tíma, eða allt frá því starfshópur um samstarf skóla við trúar- og lífs- skoðunarhópa skilaði af sér skýrslu um málið fyrir þremur árum. Hins vegar hafi ekkert verið gert. Margrét bendir á að málið sé skammt á veg komið, enn sé beðið umsagnar fagráða og skólasamfé- laga um tillögu mannréttindaráðs- ins. „Það mun vega þungt.“ - jab Undrast ofsafengin viðbrögð biskups vegna trúboðsbanns Tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í leik- og grunnskólum er aðför að Þjóð- kirkjunni, að mati biskups Íslands. Formaður mannréttindaráðs segir biskup oftúlka tillögu ráðsins. GULLSTÚLKURNAR ÚR GERPLU Kvennalið Gerplu fagnaði sigri á Evrópumótinu í hópfimleikum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sendi þeim hamingjuóskir í gær. Hún segir stúlkurnar hafa skipað sér í hóp bestu íþróttamanna Íslandssögunnar. ÍÞRÓTTIR Kvennalið Gerplu og stúlknalandslið Íslands í hóp- fimleikum brutu blað í fimleika- sögu landsins þegar Gerplustúlk- ur fögnuðu sigri á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina. Áður á sama móti hafði unglingalands- lið kvenna hafnað í þriðja sæti í keppni landsliða. Þorgerður Diðriksdóttir, for- maður Fimleikasambands Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að þetta væri stórkostlegur árangur. „Þetta er einstakt því að við fórum með stóran hóp út og allir náðu sínum markmiðum og vel það.“ Hún bætir því við að hamingju- óskum hafi rignt yfir hópinn. „Það er mjög gott að finna fyrir því að eftir þessu er tekið, en þetta var löng og ströng leið og miklar æfingar sem liggja þarna að baki og það næst ekki á einum degi. Það er verulega erfitt að ná árangri í fimleikum þannig að það er gleðilegt að við séum komin svona hátt á blað.“ - þj Evrópumeistarar í fimleikum: Frábær árangur Gerplu í Svíþjóð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.