Fréttablaðið - 25.10.2010, Side 6

Fréttablaðið - 25.10.2010, Side 6
6 25. október 2010 MÁNUDAGUR 20%-40% afsláttur af öllum gönguskóm og göngusokkar fylgja með í kaupbæti 20% afsláttur af öllum útivistarfatnaði 20% afsláttur af öllum bakpokum 20% afsláttur af Vango hitabrúsum, 4 stærðir 20% afsláttur af snjóþrúgum Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Kitlar bragðlaukana BAGDAD, AP Nick Clegg, aðstoðar- forsætisráðherra Bretlands, segir að rannsaka þurfi ásakanir um pyntingar hermanna á föngum og dráp þeirra á almennum borgunum sem eru bornar fram í leyniskjöl- um Bandaríkjahers sem Wikileaks- síðan hefur birt. Í viðtali við breska ríkissjónvarpið, BBC, sagði Clegg að sorglegt væri að lesa upplýsing- arnar um fall almennra borgara í Írak og að málið væri grafalvar- legt. Wikileaks hefur birt tæplega 400 þúsund skjöl um stríðið í Írak þrátt fyrir mótbárur bandaríska- og breska varnarmálaráðuneytis- ins. Þar kemur fram að mun fleiri almennir borgarar hafi verið drepnir en Bandaríkjaher hefur hingað til látið í ljós. Í skjölunum eru nákvæmar skýrslur frá hermönnum um ofbeldið í landinu, þar á meðal skotárásir, bílsprengingar, pynt- ingar hermanna á skæruliðum, dráp í aftökustíl og önnur morð. Í skýrslunum er einnig að finna nöfn fórnarlamba, hvenær árásir áttu sér stað og í hvaða hverfum. Þessar upplýsingar eru á skjön við yfirlýsingar bandarískra ráðamanna sem hafa alltaf verið tregir til að veita upplýsingar um þá almennu borgara sem hafa far- ist í Íraksstríðinu. Hafa þeir borið fyrir sig að lítið væri um gögn þess efnis. Starfshópurinn Iraq Body Count hefur sérhæft sig í að telja þá almennu borgara í Írak sem hafa farist í stríðinu síðan það hófst. Hópurinn hefur rannsakað upp- lýsingarnar frá Wikileaks og segir fimmtán þúsund fleiri hafa látist í landinu en upphaflega var áætlað. Það þýðir að rúmlega 122 þúsund almennir borgarar hafi fallið frá því að mælingar hófust í byrjun árs 2004. „Bandarískur almenningur hefur rétt á að vita hversu margir hafa látið lífið í stríðunum í Afgan- istan og Írak,“ sagði Jameel Jaffer hjá bandarísku mannréttindasam- tökunum American Civil Liberties. „Það hefði átt að láta fólk fá þessar upplýsingar fyrir löngu.“ Bandaríski herinn hefur einnig fylgst náið með þeim fjölda banda- rískra hermanna sem hefur fallið í Írak og voru þeir 4.425 talsins síð- asta laugardag. Musaab Adnan, sem missti 27 ára bróður sinn í bardaga á milli bandarískra og íraskra hermanna í bænum Haditha, segir að upplýs- ingarnar frá Wikileaks séu áminn- ing um þá miklu grimmd sem ríkir í stríðinu. „Það er erfitt að gleyma því sem gerðist. Þeir sem voru drepnir fá aldrei neinar bætur. En með því að birta þessi skjöl sér heimurinn þessi voðaverk sem hafa verið framin gegn Írökum,“ sagði hann. Upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að bandaríski herinn hafi gert sitt besta til að koma í veg fyrir fall almennra borgara í Írak. „Undan- farin sjö ár höfum við reynt allt sem í okkar valdi hefur staðið, og stundum reynt meira en nokkur annar her í sögunni, til að halda falli almennra borgara í lágmarki,“ sagði hann. Skýrslur Wikileaks virðast einn- ig styðja skoðun margra sérfræð- inga um að bandaríski herinn eigi að halda mannskap sínum lengur í Írak en til ársins 2011 því ástand- ið sé ekki næstum því orðið nógu stöðugt. freyr@frettabladid.is Vill rannsókn á Wikileaks-skjölum Nick Clegg vill láta rannsaka þær alvarlegu ásakanir sem koma fram í leyni- legum skjölum Bandaríkjahers sem síðan Wikileaks hefur birt. Rúmlega 122 þúsund almennir borgarar hafa fallið í Íraksstríðinu frá byrjun ársins 2004. SORG Abu Abdullah, verslunareigandi sem missti tvo syni sína í bílsprengingu, græt- ur við hlið vinar síns í rústum verslunarinnar. Atvikið átti sér stað fyrir þremur árum. MYND/AP VIÐSKIPTI Höfuðstólslækkun bíla- lána sem boðið var upp á hjá Íslandsbanka í byrjun árs gekk til baka í nokkrum tilvikum við endurútreikning lána eftir dóm Hæstaréttar í sumar. Búið er að birta endurútreikning í heima- banka fimm til sex þúsund við- skiptavina Íslandsbanka. Nokkr- ir viðskiptavina bankans hafa kvartað vegna málsins. Fréttablaðið hefur undir hönd- um afrit af bílalánasamningi viðskiptavinar bankans. Hann tók lán til fjögurra ára árið 2006. Helmingur þess var í krónum en afgangurinn í blandaðri mynt. Lántaki samdi í febrúar um höf- uðstólslækkun, sem nam 35 þús- und krónum, eða tólf prósentum. Lækkunin gekk til baka við end- urútreikning í haust. Íslandsbanki segir þetta hafa gerst í undantekningartilvikum. Það hafi komið fyrir nokkra sem voru með stuttan lánstíma, höfðu borgað lán sín niður á hágengis- tíma og stutt í síðasta gjalddaga. Þá hafði áhrif ef viðkomandi nýtti sér greiðsluúrræði. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir úrræðin ekki hafa átt að rýra rétt neytenda. Þvert á móti áttu þeir að njóta betri réttar. Verið er að skoða innan Íslands- banka hvernig tilfelli sem þessi verða meðhöndluð, samkvæmt svari frá bankanum. - jab Höfuðstólslækkun bílalána gekk til baka í nokkrum tilvikum hjá Íslandsbanka: Ekki átti að rýra réttindin GÍSLI TRYGGVASON Úrræði bankanna áttu ekki að rýra rétt neytenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Breyting á höfuð- stóli erlends láns Höfuðstóll gengistryggra lána lækkaði um allt frá 30 til 55 prósent að meðaltali. Lækkunin fór meðal annars eftir myntsam- setningu láns, lengd lánstíma, upphafsdegi lántöku og hvort greiðsluúrræði höfðu verið nýtt. Dæmi eru um meiri lækkun og einnig um minni lækkun. KENÍA, AP Alþjóðlegu samtök- in Salif Keita, sem berjast fyrir mannréttindum albínóa, segja að afrískir stjórnmálamenn taki þátt í viðskiptum með albínóa í Afríku og noti þá einnig sjálfir í von um að þeir færi þeim gæfu. Líkamshlutar albínóa eru seldir fyrir hundruð þúsunda á ákveðn- um svæðum í Afríku. Að minnsta kosti 57 albínóar hafa verið drepn- ir í Tansaníu og fjórtán í Búrúndí frá árinu 2007. Þúsundir albínóa eru taldir fara huldu höfði af ótta við að vera handsamaðir. - fb Afrískir stjórnmálamenn: Kaupa albínóa í von um gæfu HEILBRIGÐISMÁL „Þessi veirusýking sem kölluð er sláturbóla, smitast af lifandi sauðfé og af sláturdýrum,“ segir Katrín Andrésdóttir, héraðs- dýralæknir Suðurlandsumdæm- is, sem kveðst hafa fengið stað- festingu á því að óvanalega mikið sé um þessa veirusýkingu í fólki þessa dagana. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að óvenjumargir hefðu leitað á heilsugæsluna á Selfossi vegna sýkingarinnar. Er um að ræða starfsfólk í sláturhúsum sem hefur þá smitast við störf sín. Katrín undirstrikar að þótt veirusýkingin leggist á fé og geitur þá sé ekki minnsta hætta á að hún smitist eða berist með kjöti. „Sláturbólan sést oft á fólki í sauðburði á vorin,“ segir Katrín. „Þá er algengt að rúningsmenn fái hana svo og starfsfólk í sláturhús- um. Veiran lýsir sér sem frunsur á lömbum og getur einnig farið í klaufhvarfið á fé og þá valdið tjóni ef sýkingar myndast. Þessi sjúkdómur hefur verið landlægur í kindum og geitum, en við höfum enga skýringu á þessu að því er virðist aukna smiti í fólki. Sá sem hefur þó einu sinni feng- ið sláturbólu fær hana ekki aftur, því fólk myndar mótefni gegn veir- unni.“ - jss SLÁTURBÓLA Veirusýkingin getur valdið talsverðum óþægindum meðan hún er að ganga yfir. Ekki minnsta hætta á að veirusýkingin berist með kjöti, segir dýralæknir: Sláturbólan landlæg í kindum Viltu að tekin verði upp kennsla í heimspeki í grunnskólum? JÁ 55,6% NEI 44,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér mikið um fordóma í garð feitra? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.