Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.10.2010, Qupperneq 10
10 25. október 2010 MÁNUDAGUR GERÐU VERÐSAMANBURÐ LÆGRA LYFJAVERÐ Í 14 ÁR –einfalt og ódýrt Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri D Y N A M O R E Y K JA V ÍK TYRKLAND „Kristni á tvímælalaust heima í Tyrklandi,“ sagði Christi- an Wulff, forseti Þýskalands, þegar hann ávarpaði tyrkneska þingið í Ankara fyrir helgi, fyrst- ur þýskra forseta. Hann sagðist ætlast til þess af tyrkneskum stjórnvöldum að kristnir menn fái þar sömu rétt- indi og múslimar. Þeir megi iðka trú sína fyrir opnum tjöldum, reisa þar kirkjur og mennta presta, rétt eins og múslimar fá að reisa moskur og mennta trúarleiðtoga í Þýskalandi. „Við verðum að gera trúarminni- hlutum kleift að iðka trú sína,“ sagði Wulff á tyrkneska þinginu. Óvenju fámennt var reyndar í þingsalnum, og hafa sumir túlk- að það sem andstöðu sumra þing- manna við boðskap þýska forset- ans, sem hafði fyrirfram dreift meginpunktum ræðunnar til þing- manna. Tengsl Tyrklands og Þýskalands eru mikil, ekki síst vegna þess hve margir aðfluttir Tyrkir og afkom- endur þeirra búa í Þýskalandi. Í ræðu sinni tók Wulff sérstak- lega fram að Þjóðverjar hafi mik- inn áhuga á að Tyrkland tengist Evrópusambandinu nánum bönd- um, en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi átt í samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu. „Trúfrelsið er partur af þeim skilningi okkar að Evrópa sé sam- félag um siðferðileg verðmæti,“ sagði Wulff. Fyrir fáeinum vikum hafði Wulff reyndar haft sams konar boðskap fram að færa í heimalandi sínu, Þýskalandi, en þá með öfug- um formerkjum: „Kristni á heima í Þýskalandi. Gyðingdómur á heima í Þýskalandi,“ sagði hann 3. októb- er í ræðu í Bremen í tilefni af því að tveir áratugir voru liðnir frá því Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuðust í eitt ríki. „En nú er svo komið að íslams- trú á einnig heima í Þýskalandi,“ sagði hann og hvatti Þjóðverja til að taka múslimum og innflytjend- um almennt opnum örmum. Jafn- framt hvatti hann innflytjendur til að laga sig að þýsku samfélagi. Miklar og heitar umræður hafa verið í Þýskalandi undanfarnar vikur um innflytjendur í landinu og aðlögun þeirra að þýsku sam- félagi. Meðal annars sagði Angela Merkel kanslari í ræðu þann 15. október að tilraunin með fjölmenn- ingarsamfélag í Þýskalandi hafi algerlega mistekist. gudsteinn@frettabladid.is FORSETI ÞÝSKALAND Í RÆÐUSTÓL TYRKNESKA ÞINGSINS Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fylgist með Christian Wulff flytja boðskap sinn. NORDICPHOTOS/AFP Hvetur Tyrki til að virða trúfrelsið Forseti Þýskalands sagðist ætlast til þess af tyrk- neskum stjórnvöldum að kristnir menn fái að iðka trú sína hindrunarlaust. Áður hvatti hann Þjóðverja til að taka múslimum opnum örmum í Þýskalandi. ALÞINGI Bankasýsla ríkis- ins braut starfsreglur um skilvirka og gagnsæja ferla við sölu á eigum Landsbankans til Arion, félags í eigu lífeyrissjóða, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Guðlaugur krafði Stein- grím J. Sigfússon fjár- málaráðherra um við- brögð í fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi. „Nú segir hvergi að brjóta megi allar reglur ef lífeyris- sjóðir eiga í hlut. Hvað ætlar fjár- málaráðherra að gera?“ spurði Guðlaugur og kvað Bankasýsluna kosta skattgreiðendur 100 millj- ónir króna á ári, þótt meginhlut- verk hennar væri bara að fara með hlut ríkisins í Landsbank- anum. Steingrímur benti á að Bankasýslan færi einnig með eign ríkisins í Arion og Íslandsbanka og væri að taka við eignarhlut í spari- sjóðunum. Þá væri kostn- aður við Bankasýsluna ekki 100 milljónir, heldur á milli 50 og 60. Þá sagði fjármálaráð- herra fullyrðingu Guðlaugs um að farið hafi verið á svig við lög og reglur rakalausa. Útskýrt hefði verið bæði af hálfu Landsbankans og Bankasýslunnar hvernig að málum hefði verið staðið, um hafi verið að ræða sameiningu eignar- halds við stækkaðan sjóð, fremur en beina eignasölu. - óká GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Tekist á um meint reglubrot Bankasýslu ríkisins: Þingmaður telur starfs- reglur hafa verið brotnar DÓMSMÁL Sjúkraliðar á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Garðvangi í Garði eiga að fá greitt fyrir akstur til og frá vinnu búi þeir í nágrannasveitarfélögunum, segir Félagsdómur. Garðvangur lækkaði og felldi síðan alfarið niður greiðslur til sjúkraliðanna vegna aksturs til og frá vinnu. Átta sjúkraliðar sættu sig ekki við það og málinu var vísað til Félagsdóms. Segir í úrskurði Félagsdóms að þrátt fyrir yfirlýsingar framkvæmdastjóra dvalarheim- ilsins um hið gagnstæða hafi ekki verið leitað samkomulags við sjúkraliðana varðandi þau til- vik þar sem almenningssamgöngur féllu ekki að vaktakerfi. Þótt stjórnendum hafi verið ljóst að almenningssamgöngur hentuðu ekki alltaf hafi hvorki verið fundin önnur lausn né hafi sjúkraliðarnir fengið greitt fyrir akstur á eigin bílum allar götur frá 1. febrúar á þessu ári. Ákvarðanir Garðvangs séu andstæðar kjara- samningi. „Verður fallist á þá kröfu stefnanda að viðurkennt verði að ferðir til og frá vinnu- stað teljist til vinnutíma að því er nemur flutn- ingstíma frá mörkum næsta aðalíbúðarsvæðis til vinnustaðar,“ segir í niðurstöðu Félags- dóms. Dómurinn kveður upp úr með að sjúkra- liðar sem starfa á Garðvangi en eru búsettir í Reykjanesbæ, Sandgerði eða Vogum eigi rétt á því að dvalarheimilið sjái þeim fyrir ferðum til og frá vinnustað eða greiði ferðakostnað. Slíkar ferðir teljist til vinnutíma. - gar Félagsdómur ógildir ákvörðun hjúkrunarheimilis um skerðingu aksturspeninga: Borga skal sjúkraliðum fyrir akstur vegna vinnu Í GARÐI Átta sjúkraliðar sem vinna á Garðvangi en búa ekki í Garðinum eiga að fá aksturspeninga sem teknir voru af þeim. HEILBRIGÐISMÁL Hjúkrunarráð Landspítala telur að boðaður nið- urskurður í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 hafi neikvæð áhrif á þjónustu við sjúklinga og stofni öryggi þeirra í hættu. Þetta kemur fram í ályktun hjúkrunarráðs Landspítalans. „Mikill niðurskurður hefur nú þegar verið á Landspítala síðustu tvö árin og hefur þurft að hag- ræða um rúmlega sex milljarða og enn er gerð krafa um niður- skurð á þessu ári,“ segir í álykt- uninni. „Leitað hefur verið allra leiða til að hagræða í rekstri Landspítala bæði í innkaupum og rannsóknum ásamt því að starfsmönnum hefur fækkað um 12 prósent frá því í fyrra eða um 600 manns. Frekari niðurskurður á Landspítala er því ekki ásætt- anlegur.“ - jss Óásættanlegur niðurskurður: Öryggi sjúklinga stefnt í hættu RUÐNINGUR Í RIGNINGU Rigningin steyptist yfir bandaríska ruðningsmenn í Utah um helgina. Þessi áhorfandi var sem betur fer við öllu búinn og lét rigninguna engin áhrif hafa á sig. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.