Fréttablaðið - 25.10.2010, Page 12
12 25. október 2010 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Verðmætasköpun á grunni þekkingar. Markmiðið hljómar vel og hefur, með
einum eða öðrum hætti, verið orðað ítrekað
undanfarin misseri. Um það ríkir samfé-
lagsleg sátt, enda felur það í sér möguleik-
ann á lífskjarabótum umfram það sem auð-
lindir okkar, sjávarfang og orka, geta staðið
undir. Að ná þessu markmiði er forsenda
þess að lífskjör sem við höfum vanist verði
varanleg.
Því er athyglisvert að skoða hvernig
skipulega er unnið að þessu markmiði. Þar
mætti t.d. líta til íslenska menntakerfisins.
Eftirfarandi eru staðreyndir:
• Íslenska menntakerfið er eitt hið dýr-
asta meðal ríflega 30 aðildarþjóða OECD.
• Í framlagi til háskólastigs menntakerf-
isins er Ísland hins vegar meðal þeirra sem
reka lestina hjá OECD. Miðað við hin Norð-
urlandaríkin er framlag á hvern nemanda
helmingi lægra á Íslandi. Ísland er eina
landið þar sem framlag á hvern háskóla-
nema er svipað og á hvern grunnskólanema.
• Niðurskurður til menntamála í yfir-
standandi efnahagskreppu er meiri á
háskólastiginu en öðrum skólastigum
menntakerfisins.
• Niðurskurður til háskólakerfisins dreif-
ist ójafnt eftir fagsviðum; hlutfallslega
mestur á svið tæknitengdra greina.
Það er jákvætt, og í takti við samfélags-
mynd sem sátt er um, að vel er stutt við
menntun eins og niðurstöður OECD gefa
til kynna. Það skýtur þó skökku við, sér-
staklega í ljósi vilja til verðmætasköpun-
ar á grunni þekkingar, að það stig íslenska
menntakerfisins sem líklegast er að stuðli
að þekkingarverðmætum skuli vera jafn
illa fjármagnað og raun er. Og að þar skuli,
miðað við önnur stig menntakerfisins, eiga
sér stað hlutfallslega mestur niðurskurður
á opinberum fjárframlögum. Það er einnig
umhugsunarefni að niðurskurðurinn skuli
helst koma niður á tæknitengdum háskóla-
greinum. Nú, þegar skortur er á fólki til
starfa í þekkingariðnaði og þar liggur
einn verðmætasti vaxtarbroddur íslensks
atvinnulífs, ætti frekar að efla háskólakerf-
ið og tæknimenntun sérstaklega.
Þetta sýnir að forgangsröðun í íslensku
menntakerfi styður ekki við markmið
um verðmætasköpun á grunni þekkingar.
Um þrennt er að velja; laga þarf skipulag
menntamála að markmiðinu, viðurkenna að
menntakerfið eigi ekki að nýta sérstaklega
til að ná því eða viðurkenna að markmiðið
sé ekki raunverulegt. Um tvo síðustu kost-
ina verður vonandi aldrei sátt.
Þekkingarverðmæti?
Menntamál
Finnur
Oddsson
framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs
Íslands
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 515 7170
K
onur eru helmingur mannskyns en eiga eitt prósent eigna
heimsins.
Áætlað er að konur vinni 2/3 hluta vinnustunda í heim-
inum. Að launum hljóta þær tíu prósent þeirra tekna sem
aflað er.
Heildarlaun kvenna á Íslandi eru samkvæmt tölum Hagstofunnar
66 prósent af heildarlaunum karla.
Kynbundinn launamunur
mælist meiri á Íslandi en á
hinum Norðurlöndunum. Hann
er samkvæmt könnun Capacent
frá þessu ári 9,9 prósent.
Ofbeldi gegn konum er til
muna algengari ástæða fyrir
heilsubresti kvenna í heiminum
en umferðarslys og sjúkdómur-
inn malaría eru samanlagt.
Áætlað er að um 800.000 manneskjur séu seldar mansali á ári
hverju í heiminum, flestar til kynlífsþrælkunar. Átta af hverjum tíu
þeirra eru stúlkur og konur, þarf af um helmingur undir lögaldri.
Talið er að ein kona af hverjum þremur hér á landi verði fyrir
alvarlegu kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni.
Þolendur kynferðisofbeldis mæta enn djúpstæðum fordómum
sem meðal annars felast í því að leitað er að ástæðum glæpsins hjá
þolanda hans fremur en að beina sjónum að gerandanum.
Nærri þriðjungur ofbeldismanna sem voru ástæða þess að konur
leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru fyrrum sambýlis- eða eig-
inmenn þeirra. Ógnin sem felst í ofbeldi í nánu sambandi getur því
haldið áfram jafnvel löngu eftir að sambandi hefur verið slitið.
3,1 prósent íslenskra kvenna hafði leitað til Stígamóta vegna
kynferðislegs ofbeldis sem þær höfðu verið beittar, frá stofnun
samtakanna til ársloka 2009, eða í 20 ár.
Rannsóknir sýna að fyrirtækjum þar sem bæði kyn skipa stjórn
vegnar betur en þeim sem hafa á að skipa einkynja stjórnum. Samt
eru nærri níu af hverjum tíu stjórnarmönnum í íslenskum fyrir-
tækjum karlar og algengast er að stjórnir fyrirtækja séu eingöngu
skipaðar körlum.
Þrátt fyrir að Ísland mælist með minnsta kynjabil í heimi í
skýrslu World Economic Forum þá mælist í þeirri könnun mikið
misræmi milli atvinnuþátttöku kvenna, sem hér á landi er með
þeirri mestu sem þekkist í heiminum, og efnahagslegri þátttöku
þeirra þar sem Ísland er í 18. sæti.
Samkvæmt launakönnun SFR frá 2008 getur karl með grunn-
skólapróf vænst hærri launa en kona með háskólapróf.
Allar umbætur sem orðið hafa á lífi og réttindum kvenna eru
tilkomnar vegna samstöðu kvenna og þrotlausrar baráttu þeirra
sjálfra.
Þótt margir og mikilsverðir sigrar hafi unnist eru ástæðurnar
fyrir því að konur fara í kvennafrí fjölmargar, bæði hér heima fyrir
og á alþjóðlegum vettvangi.
Þetta eru nokkrar ástæður þess að konur halda kvennafrí frá
klukkan 14.25 í dag.
Konur yfirgefa vinnustaði sína klukkan 14.25 í dag.
Þess vegna
kvennafrí
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Ungir og óreyndir
Samband ungra Framsóknarmanna
(SUF) krafðist þess um helgina að
ríkisstjórnin taki til skoðunar allar
þær hugmyndir sem fram hafa verið
lagðar til úrbóta á skuldavanda
heimilana. Framsóknarmennirnir
ungu sögðu þá þrjósku og þann
flokkspólitíska skotgrafahernað
sem einkennt hafi
umræðuna með öllu
óboðlega og hvöttu
stjórnvöld til að opna
eyrun strax með
hagsmuni skuldsettra
heimila að leiðarljósi.
Blindir á málið
Ljóst er að Framsóknarmennirnir
ungu boðuðu svolítið nýja tíma í
íslenskum stjórnmálum. Það sama
verður samt seint sagt um yfir-
skrift kröfunnar, sem var af gamla
skólanum: „Heyrnardeyfð ríkisstjórn-
arinnar.“ Sigurlín Margrét Sigurðar-
dóttir, fyrrverandi varaþingmaður
Frjálslynda flokksins, tók málið
upp og skrifaði á Facebook-síðu
sína að óásættanlegt væri að
minnihlutahópar séu notaðir eins
og upphrópunarorð fyrir hegðun.
Slíkt sé aðeins til þess fallið
að ala á fordómum í garð
minnihlutahópa.
Þroskaheft ríkisstjórn
Í færslu sinni dró Sigurlín Margrét,
sem er heyrnarlaus, fram ýmis dæmi
um óheppilegt orðaval um hópa í
samfélaginu. Þar á meðal var: „ertu
blindur?” „… meiriháttar mongólíti,“
„hagar þér eins og geðveik-
ur“ og þar fram eftir
götunum. Þá þóttist hún
viss um að hefði SUF
notað orðið „þroskaheft
ríkisstjórn“ í ályktun
sinni hefði það vakið
hörð viðbrögð.
jonab@frettabladid.is