Fréttablaðið - 25.10.2010, Page 31

Fréttablaðið - 25.10.2010, Page 31
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 2010 3 Sófaáklæði verða oft úr sér geng- in langt á undan burðarverkinu sjálfu. Þau slitna, rifna og fá á sig bletti sem nást ekki úr þrátt fyrir öll teppahreinsunarefni. Að klæða hann upp á nýtt getur oft verið dýrt og erfitt að fá eins áklæði á sófa sem kannski voru til síðast til sölu fyrir tíu árum. Engin ástæða er þó til að örvænta því nokkur eru ráðin sem geta gert sófann vel gjaldgengan á ný, ef ekki bara flottari en hann var áður. Í verslunum er ágætis- úrval af ábreiðum, rúm- teppum og stærri tepp- um sem má breiða yfir hluta sófans, bak, eða setur, jafnvel skeyta saman nokkrum teppum og voðum. Falleg skinn geta farið yfir illa farinn sófa- arm og púðar fela drjúg- an part. Það þarf ekki einu sinni slitið og ljótt áklæði til að leika sér með útfærslur því værðarvoðir, púðar og teppi eru einmitt það heitasta um þessar mundir. - jma Gamli sófinn gjaldgengur á ný ● Slitið sófaáklæði, jafnvel með blettum sem nást ekki úr, á ekki að þurfa að eyðileggja heildarmynd sófasetts sem að öðru leyti er í lagi. Nýtt áklæði er ekki aðalatriði heldur geta einföld ráð gert kraftaverk. Skyndilausn sem má alls ekki kosta mikið getur verið að kaupa slitsterk rúmföt, sængurver eða lak í fallegum dökkum lit, svo sem fjólubláum, og sauma utan um gamlar sófapullur í unglingaherbergjum. Teppi sem líkjast skinni en eru úr gervi- efni eru ákaflega falleg á hvíta sófa. Slíkt teppi má meðal annars fá í Habitat. Þykkt og loðið teppi úr Habitat. Sniðugt getur verið að leggja skinn eins og þetta sem fæst í Habitat yfir slitinn sófaarm. Rúmteppi úr ILVA, gott til brúks á barna- sessur og minni sófa. Hér er brugðið á leik með nokkrar gerðir af teppum þar sem þau eru lögð hlið við hlið. Engan grunar að sófinn sé kannski í raun slitinn og gamall. ● KATTASAND Í MÁLN- INGU Besta aðferðin til að losna við málningu er að skila henni til sérhæfðrar endurnýt- ingarstöðvar. Þeim sem ekki komast á slíka stöð er ráðlagt að láta málninguna þorna og setja í hana sag eða kattasand áður en hún er sett í sorptunnu. Óráðlegt er að hella málngin- unni í niðurfallið því hún er eitruð og veldur skaða í skólphreinsistöðvum. Heimild: www.eea.eur- ope.eu ● LEITIÐ TILBOÐA MEÐ FYRIRVARA Skipuleggðu viðhald á fasteigninni þinni með góðum fyrirvara. Það getur borgað sig að gefa sér góðan tíma til að leita tilboða í verkið. Gott er að nota vetrarmánuð- ina til þess að skipuleggja þau verk sem þarf að vinna utandyra yfir sumartímann því oft getur reynst erfitt að fá málarameist- ara með stuttum fyrirvara á sumrin. Heimild: malarar.is g Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.