Fréttablaðið - 25.10.2010, Síða 42
25. október 2010 MÁNUDAGUR22
sport@frettabladid.is
GERPLA braut blað í íslenskri fimleikasögu um helgina þegar liðið sigraði á
Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Malmö í Svíþjóð. Sigur Gerplu var
einkar glæsilegur en liðið fékk hæstu einkunn á öllum áhöldum.
Enska úrvalsdeildin:
BIRMINGHAM CITY - BLACKPOOL 2-0
1-0 Liam Ridgewell (35.), 2-0 Nikola Zigic (56.).
CHELSEA - WOLVES 2-0
1-0 Florent Malouda (22.), 2-0 Salomon Kalou
(80.).
TOTTENHAM HOTSPUR - EVERTON 1-1
0-1 Leighton Baines (16.), 1-1 Rafael van der
Vaart (20.).
WEST BROMWICH ALBION - FULHAM 2-1
0-1 Zoltan Gera (8.), 1-1 Youssuf Mulumbu (16.),
2-1 Marc-Antoine Fortune (39.).
WEST HAM UNITED - NEWCASTLE UNITED 1-2
1-0 Carlton Cole (11.), 1-1 Kevin Nolan (22.), 1-2
Andy Carroll (68.).
WIGAN ATHLETIC - BOLTON WANDERERS 1-1
1-0 Hugo Rodallega (57.), 1-0 Hugo Rodallega
(58.), 1-0 Hugo Rodallega (58.), 1-1 Johan
Elmander (64.)
LIVERPOOL - BLACKBURN ROVERS 2-1
1-0 Sotiris Kyrgiakos (47.), 1-1 Jamie Carragher,
sjm (51.), 2-1 Fernando Torres (52.).
MANCHESTER CITY - ARSENAL 0-3
0-1 Samir Nasri (20.), 0-2 Alexandre Song (65.),
0-3 Nicklas Bendtner (87.).
STOKE CITY - MANCHESTER UNITED 1-2
0-1 Javier Hernandez (26.), 1-1 Tuncay Sanli (80.),
1-2 Javier Hernandez (85.).
STAÐA EFSTU OG NEÐSTU:
Chelsea 9 7 1 1 25-2 22
Arsenal 9 5 2 2 21-10 17
Man. United 9 4 5 0 20-12 17
Manchester City 9 5 2 2 12-8 17
Tottenham 9 4 3 2 11-8 15
------------------------------------------------------------
Fulham 9 1 6 2 10-11 9
Blackburn 9 2 3 4 8-10 9
Liverpool 9 2 3 4 9-14 9
Wolves 9 1 3 5 8-15 6
West Ham 9 1 3 5 7-17 6
IE-deild karla:
KR-Fjölnir 93-77
KR: Finnur Atli Magnússon 19, Marcus Walker 17,
Pavel Ermolinskij 15, Brynjar Þór Björnsson 14,
Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8.
Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14, Tómas Heiðar
Tómasson 13, Ben Stywall 10, Ingvaldur Magni
Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8.
Hamar-Keflavík 90-85
Hamar: Andre Dabney 28, Ellert Arnarson 27,
Darri Hilmarsson 12, Ragnar Á. Nathanaelsson 8.
Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 34, Sigurður
Þorsteinsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 11.
Haukar-Grindavík 84-100
Haukar: Semaj Inge 40, Gerald Robinson 20,
Sævar Ingi Haraldsson 13, Óskar Magnússon 5,.
Grindavík: Andre Smith 18, Páll Axel Vilbergsson
18, Björn Steinar Brynjólfsson 15.
STAÐAN:
Grindavík 4 4 0 356-294 8
KR 4 3 1 376-337 6
Haukar 4 2 2 339-339 4
Njarðvík 3 2 1 236-247 4
KFÍ 3 2 1 279-263 4
Snæfell 3 2 1 279-267 4
Stjarnan 3 2 1 254-246 4
Hamar 4 2 2 339-337 4
Keflavík 4 1 3 323-335 2
Fjölnir 4 1 3 324-361 2
ÍR 3 0 3 250-274 0
Tindastóll 3 0 3 189-244 0
N1-deild karla:
HK-FH 35-32
HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 12, Bjarki Már
Elísson 8, Atli Ævar Ingólfsson 7.
FH: Ásbjörn Friðriksson 9, Logi Geirsson 6, Ólafur
Guðmundsson 5, Ari Þorgeirsson 4.
STAÐAN:
Akureyri 4 4 0 0 126-102 8
HK 4 3 0 1 130-130 6
FH 4 3 0 1 125-104 6
Fram 4 2 0 2 133-115 4
Haukar 4 2 0 2 91-101 4
Afturelding 4 1 0 3 96-109 2
Selfoss 4 1 0 3 108-135 2
Valur 4 0 0 4 107-135 0
N1-deild kvenna:
Stjarnan-Valur 32-30
Stjarnan: Þorgerður Anna Atladóttir 11, Esther
Viktoría Ragnarsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4,
Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4.
Valur: Kristín Guðmundsdóttir 9, Hrafnhildur Ósk
Skúladóttir 6, Ágústa Edda Björnsdóttir 4.
ÍBV-Haukar 27-29
HK-Grótta 39-21
ÍR-FH 16-34
STAÐA EFSTU LIÐA:
Fram 4 4 0 0 145-74 8
Stjarnan 4 3 0 1 131-98 6
Fylkir 4 3 0 1 119-92 6
Valur 4 3 0 1 125-84 6
IE-deild kvenna:
Grindavík-Hamar 75-81
Fjölnir-Keflavík 39-93
Haukar-Njarðvík 60-85
KR-Snæfell 68-40
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Man. Utd og Liverpool
komust bæði á sigurbraut í gær.
United lagði Stoke, 2-1, og Liver-
pool vann Blakburn með sömu
markatölu,
Það var Mexíkóinn Javier Hern-
andez sem bjargaði öllum stig-
unum fyrir Man. Utd að þessu
sinni. Hann skoraði fyrst glæsi-
legt skallamark með hnakkanum
áður en Tuncay Sanli jafnaði fyrir
Stoke níu mínútum fyrir leikslok.
Þá héldu margir að United væri
búið að missa enn einn leikinn
niður í jafntefli. Þá kom Hern-
andez á vettvang og skoraði sig-
urmarkið fjórum mínútum fyrir
leikslok.
„Þegar Stoke jafnaði fór ég að
hugsa að þetta yrði eitt af þess-
um tímabilum en Chicharito
bjargaði okkur. Það var frábært
að sjá viðbrögð stuðningsmanna
og leikmanna við markinu. Þetta
var mark eins og við erum fræg-
ir fyrir að skora,“ sagði Sir Alex
Ferguson, stjóri Man. Utd, eftir
leikinn en það varð allt vitlaust
er Hernandez skoraði sigurmark-
ið. Leikmenn fögnuðu eins og óðir
væru og nokkrir stuðningsmanna
félagsins réðu sér ekki fyrir kæti
og hlupu inn á völlinn.
„Það var frábært að fá svona
sigurmark og finna stuðning-
inn frá áhorfendum. Þeir vissu
hversu mikilvægt þetta mark var.
Vonandi förum við almennilega í
gang núna.“
United mátti þakka fyrir að spila
með ellefu menn allan leikinn því
Gary Neville hefði átt að fá rauða
spjaldið í fyrri hálfleik. „Ef þetta
hefði verið leikmaður Stoke á Old
Trafford sem hefði brotið tvisvar
af sér á þennan hátt þá hefði hann
verið rekinn út af,“ sagði foxillur
Tony Pulis, stjóri Stoke.
Stuðningsmenn Liverpool önd-
uðu aðeins léttar í gær þegar lið
þeirra vann loksins leik, Sigurinn
dugði þó ekki til að koma liðinu úr
fallsæti. Fernando Torres skoraði
sigurmarkið en hann hefur átt erf-
itt uppdráttar í upphafi tímabils-
ins.
„Fernando spilaði mjög vel í dag.
Þetta var hans besti leikur í vetur.
Þetta mark var gott fyrir hann og
liðið. Vonandi finnur hann gleðina
á ný og skorar fleiri mörk,“ sagði
Roy Hodgson, stjóri Liverpool,
eftir leikinn.
„Ég er afar ánægður með stigin
sem og frammistöðu liðsins í dag.
Þessi sigur var meira en verð-
skuldaður og ég var sérstaklega
ánægður með fyrstu 70 mínúturn-
ar hjá okkur.“ henry@frettabladid.is
Hernandez hetja United
Mexíkóinn Javier Hernandez sá til þess að Man. Utd gerði ekki enn eitt jafn-
teflið í vetur er hann skoraði bæði mörk United í sigri á Stoke. Liverpool vann
langþráðan sigur gegn Blackburn en er þrátt fyrir sigurinn enn í fallsæti.
VAKNAÐUR? Fernando Torres skoraði
langþráð mark í gær sem tryggði Liver-
pool þrjú stig. N0RDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
HETJAN FAGNAR Javier Hernandez steig upp í fjarveru Waynes Rooney og kláraði
leikinn gegn Stoke með tveimur góðum mörkum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Arsenal vann góðan
sigur á Man. City, 0-3, í gær og
blandaði sér með sigrinum aftur
í toppslaginn. Lið City lék samt
lengstum vel þó svo það hafi
misst Dedryck Boyata af velli
eftir aðeins fjórar mínútur.
Arsenal var lengi vel aðeins 0-
1 yfir í leiknum og Joe Hart hélt
City inn í leiknum er hann varði
víti frá Cesc Fabregas rétt fyrir
lok fyrri hálfleiks.
„Mér fannst við spila frábæran
fótbolta á köflum og það er erfitt
að stöðva okkur þegar við leikum
á svona hraða. Þetta var góður
sigur hjá okkur á mjög góðu liði,“
sagði Fabregas eftir leikinn en
hann vildi ekki meina að liðsmun-
urinn hafi breytt svo miklu.
„Það skiptir engu máli hvað
andstæðingurinn er með marga
á vellinum. Við leikum alltaf til
sigurs. Það var frábært að fylgj-
ast með sóknarleik okkar í þess-
um leik. Mér fannst við vera frá-
bærir.“
Roberto Mancini, stjóri City,
var ekki sammála þessu mati og
segir klárt mál að sitt lið hefði
unnið hefðu þeir verið ellefu
menn á vellinum.
„Það var skelfilegt að missa
mann svona snemma af velli en
ég er stoltur af strákunum. Þeir
stóðu sig vel og voru alltaf líkleg-
ir í stöðunni 0-1. Við sýndum að
við erum eitt besta liðið með því
að standa í Arsenal með aðeins
tíu leikmenn. Við hefðum unnið
ef það hefði verið jafnt í liðum,“
sagði Mancini. - hbg
Arsenal skellti Man. City:
City mátti ekki
við margnum
GLEÐI Samir Nasri fagnar marki sínu í
gær sem var afar fallegt.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI „Það var alltaf vitað að
þetta yrði erfitt og það tekur allt-
af tíma að finna veiku blettina. Við
vorum að skjóta illa í fyrri hálfleik
og þeir nýttu sín hraðaupphlaup
þannig ég talaði um það við strák-
ana í hálfleik að anda aðeins betur
í sókninni og finna réttu skotin,“
sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari
KR, eftir 93-77 sigur sinna manna
á Fjölni.
„Við héldum þeim í þrjátíu stig-
um í síðari hálfleik og það er mjög
jákvætt,“ bætti Hrafn við en Graf-
arvogsbúar gerðu meistaraefnun-
um í KR lífið leitt lengi vel í gær.
Fjölnismenn voru grimmir og
gáfu heimamönnum lítið sem ekk-
ert eftir en KR-ingar virtust sterk-
ari og orkumeiri undir lok leiksins
og sigldu sigrinum í land.
Hrafn var ánægður með liðið en
hrósaði þó Kananum sérstaklega
og segir hann vera að finna sig
betur og betur innan liðsins.
„Ég er með stórt og sterkt lið
sem er erfitt að hanga í. Mér
fannst Marcus Walker eiga besta
sautján stiga leik sem ég hef séð.
Ég held að hann gefi okkur mikið
varnarlega. Hann er líflegur og
skemmtilegur karakter. Við viss-
um að það tæki tíma að finna hans
hlutverk í liðinu en sýnist það vera
að koma,“ sagði Hrafn brosandi en
það hefur ekki alveg gengið sem
skyldi hjá KR í upphafi leiktíðar
þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar
leikmanna liðsins.
Hrafn er ánægður með liðið og
segist hafa einstaklega gaman af
því sem hann er að gera í Vestur-
bænum.
„Það eru einstök forréttindi að
fá að þjálfa svona hóp og þeir hafa
sýnt það líka að þeir koma alltaf
sterkir til baka ef þeir lenda í ein-
hverju áföllum. Þetta er búið að
vera erfiður dagur en alveg yndis-
legur líka svo ég fer sáttur heim,”
sagði Hrafn í leikslok.
- rog
KR-ingar kláruðu Fjölnismenn í lokaleikhlutanum eftir að Fjölnir hafði hangið í Vesturbæingum lengi vel:
KR-ingar stigu upp þegar mest á reyndi
ILLVIÐRÁÐANLEGUR Fjölnismenn voru í vandræðum með Pavel Ermolinskij rétt eins
og flest lið deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM