Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 16
 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Hólmfríður Sigfúsdóttir andaðist aðfaranótt 16. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 30. október kl. 14.00. Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir Hólmfríður Bjartmarsdóttir Sigurður Ólafsson Guðmundur Bjartmarsson Hlaðgerður Bjartmarsdóttir Egill Þórir Einarsson Sigfús Bjartmarsson Lóa Pind Aldísardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Svanlaugsdóttir hjúkrunarkona, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 20. október sl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. október kl. 13.00. Þórarinn Sveinsson Hildur Bernhöft Svanlaugur Sveinsson Freyja Guðlaugsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra Elskulegur fósturfaðir, afi, langafi og bróðir, Ólafur Hákon Magnússon Nýlendu 1, Sandgerði, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, mánu- daginn 25. október. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju þriðjudaginn 2. nóvember kl. 14.00. Heiðar Guðjónsson barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. Móðir okkar, Kristjana Nanna Cortes er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Garðar Cortes, Jón Kristinn Cortez. Runólfur Sæmundsson frá Vík í Mýrdal verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 30. október kl. 14. Sigríður Karlsdóttir, Oddný Runólfsdóttir, Karl Runólfsson, Sæmundur Runólfsson, Runólfur Þór Runólfsson, tengdabörn og barnabörn. Matvæladagur Matvæla- og næringar- fræðafélags Íslands (MNÍ) er haldinn á Hótel Hilton í dag og ber yfirskrift- ina: Eru upplýsingar um næringu og fæðubótarefni á villigötum? Haldið er upp á daginn ár hvert en ávallt skipt um þema. „Mér fannst umfjöllunar- efnið sérstaklega áhugavert að þessu sinni sem varð til þess að ég ákvað að taka þátt í undirbúningi dagsins,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson íþrótta- næringarfræðingur og markaðsstjóri Matís. „Ég held að það hafi verið kom- inn tími til að fjalla um þennan hluta næringarfræðinnar enda veldur hann hvað mestum deilum,“ segir Steinar. Hann segir fólk skiptast í fylkingar með og á móti fæðubótarefnum og var ákveðið að reyna að skoða málið út frá öllum hliðum, án fordóma. „Fræðasam- félagið er oft svo fast í fræðunum en við fræðingarnir verðum að gera okkur grein fyrir því að ef við ætlum að hafa einhver áhrif þá megum við ekki mála okkur út í horn. Við verðum að taka þátt í umræðunni og koma fram með vísindaleg og málefnaleg rök.“ Steinar segir fræðimenn á sviði nær- ingar- og læknavísinda stíga fram í dag ásamt framleiðendum og seljend- um fæðubótarefna, neytendum og fjöl- miðlafólki. En hver ætli sé skoðun hans á málinu? „Mér finnst fæðubótarefni alveg eiga rétt á sér í einhverjum til- fellum. Markaðssetningin nær hins vegar til allra og á fólk stundum erf- itt með að greina hvort efnin henti sér eða ekki. Hinn almenni borgari er far- inn að æfa mikið og orkuþörf þeirra sem æfa hvað mest slagar upp í orku- þörf afreksíþróttafólks. Ef fólk þarf á fjögur til sex þúsund hitaeiningum á dag að halda þá er spurning hvort það nái að framfylgja þeirri þörf með því að borða eingöngu hefðbundinn mat. Í slíkum tilfellum geta fæðubótarefni átt rétt á sér.“ Steinar segir að fæðubótarefnin séu hins vegar jafn misjöfn og þau eru mörg og á meðan sum gera gagn geta önnur verið gagnslaus og jafnvel afar óæskileg. „Má þar nefna fæðubótar- efni sem innihalda koffín sem margir neyta til að fá aukið úthald fyrir æfing- ar. Fullorðnu fólki verður kannski ekki meint af en börn og unglingar eiga alls ekki að neyta slíkra efna. Þá er efedrín því miður talsvert í umferð svo dæmi séu nefnd. Auk þess eru fjölmörg fæðu- bótarefni vita gagnslaus og er verst þegar slíkar vörur eru markaðssett- ar,“ segir Steinar og nefnir karnitín sem dæmi. „Það er auglýst sem fitu- brennsluefni og þykir skaðlaust í ráð- lögðum neysluskömmtun. Það gerir hins vegar ekkert gagn enda sér lík- aminn um að framleiða nákvæmlega jafn mikið af efninu og þarf. Kreatín er hins vegar dæmi um efni sem sýnt hefur verið fram á að gagnist til vöðva- uppbyggingar og eftir að hafa kynnt mér fjölda rannsókna á því hef ég ekki fundið neitt sem gefur til kynna að það sé hættulegt.“ Steinar segir umfram allt mikilvægt að neytendur séu gagnrýnir í hugsun og kynni sér kosti og galla fæðubótar- efna. „Ég segi oft að ef eitthvað hljóm- ar of vel til að vera satt þá er það lík- lega raunin.“ Dagskrá matvæladagsins er öllum opin og hefst klukkan 11.30. vera@frettabladid.is MATVÆLADAGUR MNÍ: HALDINN Á HÓTEL HILTON Í DAG Fræðimenn og framleiðendur ræða notkun fæðubótarefna KOSTIR OG GALLAR Fjallað verður um fæðubótarefni frá ýmsum hliðum á matvæladegi Mat- væla- og næringarfræðafélags Íslands á Hótel Hilton í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lilja Steingrímsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Natalía Lazutkina, viðskiptakona frá Rússlandi, kenna öndunartækni á sjálfsstyrkingarnám- skeiðum á vegum samtakanna Art of living. Kennslan fer fram í Hlut- verkasetrinu Borgartúni 1. „Þessi námskeið eru kennd í 150 löndum um allan heim en öndunar- tæknin kemur upphaflega frá Ind- landi. Við leggjum áherslu á ungt fólk en unga fólkið í dag er undir miklu álagi og miklar kröfur gerðar til þess,“ útskýrir Lilja. Hún segir önd- unartæknina nýtast öllum við dagleg- ar áskoranir. „Við kennum fólki að nota öndunarfærin, þetta flotta tæki í brjóstholinu, til að slaka á og þar af leiðandi ná mestum mögulegum krafti og lífsgæðum. Fólk verður markvissara og rólegra og á auðveld- ara með að öðlast innri frið.“ Námskeiðin standa yfir í sex daga og rennur ágóði af þátttökugjaldi til uppbyggingar munaðarleysingja- hæla fyrir börn, meðal annars í Brasilíu, Suður-Ameríku og á Ind- landi. Á mánudögum eru ókeypis kynningar tímar milli klukkan 19 og 20 en næstu námskeið hefjast 9. nóv- ember. Nánari upplýsingar má finna á vef slóðunum www.artofliving.is og www.artofliving.org. Kenna indverska öndunartækni ÖNDUN TIL VARNAR STREITU Lilja Steingríms- dóttir og Natalía Lazutkina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þennan dag árið 1955 hlaut Halldór Kiljan Laxness Nóbelsverðlaunin. Verðlaunin hlaut hann fyrir litríkan sagnaskáldskap, sem endurnýjað hefði stórbrotna íslenska frásagnarlist. Hann tók við verðlaununum úr hendi Gústavs VI. Svíakonungs. Prófessor Elias Wessén kynnti íslenska skáldið í stuttri ræðu og komst svo að orði að enn væru Íslendingar mestir norrænna bókmennta- þjóða. Í þakkarræðu sinni fjallaði Halldór um bók- menntir frá Íslandi að fornu og nýju en eftirtektar- verðar þóttu þakkir hans til þeirra mörgu sem gerðu honum kleift að verða rithöfundur. Þakklæti hans til ömmu sinnar Guðnýjar Klængsdóttur snerti marga en hún var búsett á heimili foreldra hans, að Lax- nesi í Mosfellsdal á uppvaxtarárum Halldórs. Hún hafði mikið af uppeldi hans að segja og þakkaði hann henni fyrir allar vísurnar og kveðskapinn sem hún kenndi honum áður en hann varð læs en ekki síst samlíðanina með hinum snauðu og smáu. ÞETTA GERÐIST: 27. OKTÓBER ÁRIÐ 1955 Halldór Laxness hlýtur Nóbelinn 71 JOHN CLEESE leikarinn breski er 71 árs í dag. „Sá sem hlær mest lærir best.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.