Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 42
 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is ALEXANDER PETERSSON verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Lettum í kvöld vegna meiðsla á hné. Hann fór í myndatöku vegna meiðslanna í gærkvöldi en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Ekki verður tekin nein áhætta með því að láta hann spila í kvöld. Hann gæti þó spilað með gegn Austurríki um helgina. HANDBOLTI Ísland hefur í kvöld keppni í undankeppni EM 2012 þegar strákarnir okkar mæta Lettlandi í Laugardalshöllinni. Ísland er einnig með Þýskalandi og Austur ríki í riðli og eru Lettar fyrir fram taldir vera með lak- asta lið riðilsins. Guðmundur Guðmundsson segir það gott að fá heimaleikinn gegn Lettum fyrst en varar við vanmati. „Þetta er leikur gegn liði sem er sýnd veiði en ekki gefin,“ segir Guðmundur. „Alþjóðlegur hand- bolti er orðinn þannig að bilið á milli liða er alltaf að minnka. Þess vegna þarf að taka svona leik alvarlega og fara í hann af fullum krafti.“ Næst á Ísland erfiðan útileik gegn Austurríki um helgina og segir Guðmundur að liðið muni nýta leikinn gegn Lettum til að stilla strengina fyrir þann leik. „Auðvitað lítum við ekki á þenn- an leik sem æfingaleik hjá okkur en vegna fyrirkomulagsins er þetta gott tækifæri til að undir- búa okkur fyrir leik gegn sterkum andstæðingi enda er Austurríki með betra lið en Lettland,“ segir Guðmundur. „Engu að síður þarf að klára verkefnið í kvöld almennilega og Lettar eru með nokkra sterka leik- menn sem spila í Þýskalandi og þarf að hafa gætur á.“ Þetta er nú í þriðja sinn sem íslenska landsliðið kemur saman síðan það vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í janúar. Álag- ið er mikið á leikmenn og segir Guðmundur mikilvægt að nota hvert skipti vel þegar liðið kemur saman. „Við þurfum að nota hvert tæki- færi – hverja æfingu og hvern leik – til að verða betri og spila okkur saman. Það tekur alltaf lengri tíma að stilla varnarleikinn enda leikmenn vanir því að spila mis- munandi varnarleik með mismun- andi áherslum með sínum liðum. Það er oft mesta vinnan fólgin í því. Nú höfum við engan tíma og því verður þetta að smella saman strax,“ segir Guðmundur. Hann neitar því ekki að það sé sérstakt að hefja undankeppni fyrir stórmót nú þegar annað stór- mót, sjálf heimsmeistarakeppnin í Svíþjóð, er handan við hornið. „Það er alltaf verið að fjölga leikjum og auka álagið. Það er ekki gott,“ segir Guðmundur. Á þessum tíma í fyrra kom landsliðið saman í heila viku þar sem það æfði ein- göngu og spilaði enga landsleiki. „Ég hefði gert það aftur nú ef þess hefði verið kostur. Meira að segja hjá félagsliðum gefst of sjald- an tækifæri til að æfa almenni- lega, sérstaklega ef lið spila líka í Evrópukeppnum. En svona er þetta bara og við veltum okkur ekki frekar upp úr því.“ eirikur@frettabladid.is Vanmetum ekki Lettana Ísland hefur í dag leik í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verð- ur í Serbíu árið 2012. Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Lettlandi í Laugardalshöllinni í kvöld. „Sýnd veiði en ekki gefin,“ segir landsliðsþjálfarinn. EINBEITTUR Róbert Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ísland ekki tapað í höllinni í fjögur ár Ísland hefur ekki tapað keppnisleik í Laugardalshöllinni í fjögur ár. Hér má sjá alla keppnisleiki Íslands í höllinni undanfarinn áratug. Dags. Andstæðingur Undankeppni Markahæstur Úrslit 17/6/09 Makedónía EM í Austurríki, 2010 Alexander Petersson, 10 34-26 14/6/09 Noregur EM í Austurríki, 2010 Alexander Petersson, 10 34-34 29/10/08 Belgía EM í Austurríki, 2010 Guðjón Valur Sigurðsson, 12 40-21 15/6/08 Makedónía HM í Króatíu, 2009 Guðjón Valur Sigurðsson, 9 30-24* 17/6/07 Serbía EM í Noregi, 2008 Alexander Petersson, 9 42-40** 17/6/06 Svíþjóð HM í Þýskalandi, 2007 Ólafur Stefánsson, 6 25-26** 9/6/02 Makedónía HM í Portúgal, 2003 Sigfús Sigurðsson, 11 33-28** 10/6/01 Hv.-Rússland EM í Svíþjóð, 2002 Ólafur og Sigfús, 7 26-27** *Ísland tapaði þó samanlagt og komst ekki áfram. **Úrslitin nægðu til að koma Íslandi á HM. Enski deildabikarinn 16 LIÐA ÚRSLIT Birmingham - Brentford 1-1 0-1 Sam Wood (68.), 1-1 Kevin Phillips (90.). Birmingham vann í vítaspyrnukeppni, 4-3. Wigan - Swansea 2-0 1-0 Mauro Boselli (51.), 2-0 Ben Watson, víti (90.). Leicester - West Brom 1-4 0-1 Simon Cax (21.), 1-1 Paul Gallagher (53.), 1-2 Somen Tchoyi (62.), 1-3 Steven Reid (79.), 1-4 Simon Cox (90.). Ipswich - Northampton 3-1 0-1 Liam Davis (16.), 1-1 Carlos Edwards (26.), 2- 1 Damien Delaney (44.), 3-1 Tamas Priskin (88.). Manchester United - Wolves 3-2 1-0 Bebe (56.), 1-1 George Elokobi (60.), 2-1 Ji Sung Park (70.), 2-2 Kevin Foley (76.), 3-2 Javier Hernandez (90.). Spænska bikarkeppnin Real Murcia - Real Madrid 0-0 AD Ceuta - Barcelona 0-2 0-1 Maxwell (16.), 0-2 Pedro (25.). Sænska úrvalsdeildin LF Basket - Solna 92-68 Logi Gunnarsson skoraði sautján stig fyrir Solna. Borås - Uppsala 75-85 Helgi Már Magnússon skoraði níu stig fyrir Upps. ÚRSLIT HANDBOLTI Sigurbergur Sveinsson hefur farið vel af stað með DHC Rheinland á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað vel að undanförnu og skoraði til að mynda tíu mörk í leik gegn Gummersbach um helg- ina. Þar áður hafði hann skorað níu mörk í bikarleik gegn stórliði Kiel og þar áður átta í deildarleik gegn Rhein-Neckar Löwen. Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari er þjálfari Löwen. „Það er frábært að vera kom- inn aftur í landsliðið,“ segir Sigur bergur. „Ég hef stefnt að því leynt og ljóst og notaði lands- liðið til að koma mér í rétta gír- inn fyrir leikinn gegn Löwen. Ég tók sérstakar aukaæfingar fyrir þann leik,“ bætir hann við og glottir. „Annars gengur mér vel í Þýskalandi og ég hef til að mynda verið að bæta nýtinguna mikið. Ég fæ mikið að spila hjá þessu félagi sem ég þarf á að halda.“ - esá Sigurbergur Sveinsson: Æfði aukalega fyrir Gumma SIGURBERGUR Líður vel hjá DHC Rhein- land í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Hannes Jón Jónsson var valinn aftur í íslenska hand- boltalandsliðið og verður væntan- lega með gegn Lettum í kvöld. Hann segir það undir sér sjálfum komið að nýta þau tækifæri sem hann fær en Hannes hefur verið að spila vel með sínu liði, Hann- over-Burgdorf, í þýsku úrvals- deildinni í haust. „Ég fæ tækifærið nú af því að það gengur vel í Þýskalandi og aðrir eru meiddir. Ég ætla að nýta tímann vel, njóta þess að spila með landsliðinu og reyna að hjálpa eitthvað til,“ sagði Hannes. „Ég undirbý mig fyrir þessa tvo leiki eins og ég muni spila þá báða. Það kemur svo bara í ljós hvað verður úr því.“ Hannes er einn þriggja lands- liðsmanna í Hannover-Burgdorf en hinir eru Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. - esá Hannes Jón Jónsson: Nýt tímans með landsliðinu FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, FIFA, hefur tilkynnt hvaða 23 leikmenn eru tilnefnd- ir í kjörinu um leikmann ársins. Alls eiga heimsmeistarar Spán- verja sjö leikmenn en Argentínu- maðurinn Lionel Messi var kjörinn í fyrra. Hann er einnig tilnefndur í ár. Spænska úrvalsdeildin á einnig flesta leikmenn á listanum, ellefu talsins. Aðeins þrír leika í ensku úrvalsdeildinni en enginn Eng- lendingur var tilnefndur að þessu sinni. Þessir koma til greina: Xabi Alonso (Spánn), Daniel Alves (Brasilía), Iker Casillas (Spánn), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Didier Drogba (Fílabeinsströnd- in), Samuel Eto’o (Kamerún), Cesc Fabregas (Spánn), Diego Forlán (Úrúgvæ), Asamoah Gyan (Gana), Andrés Iniesta (Spánn), Júlio César (Brasilía), Miroslav Klose (Þýskaland), Philipp Lahm (Þýskaland), Maicon (Brasilía), Lionel Messi (Argentína), Thom- as Müller (Þýskaland), Mesut Özil (Þýskaland), Carles Puyol (Spánn), Arjen Robben (Holland), Bastian Schweinsteiger (Þýska- land), Wesley Sneijder (Holland), David Villa (Spánn) og Xavi (Spánn). - esá Leikmaður ársins hjá FIFA: Sjö Spánverjar tilnefndir FÓTBOLTI Javier Hernandez er að stimpla sig inn í enska boltann af miklum krafti þessa dagana. Í gær var hann hetja Manchester United er hann tryggði liðinu 3-2 sigur á Wolves í ensku deildabikarkeppn- inni með marki undir lok leiksins. Þar með endurtók hann leikinn frá því um helgina er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigri á Stoke með marki seint í leiknum. Þá skoraði hann reyndar bæði mörk United en hann kom inn á sem varamaður í gær þegar tíu mínút- ur voru til leiksloka. Staðan þá var 2-2 en United hafði tvívegis komist yfir í leiknum, með mörkum Portúgalans Bebe og Suður-Kóreumannsins Park. Bebe var í gær að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði United, sem var eins og svo oft áður í þessari keppni skipað leikmönnum sem fá síður tækifæri í öðrum keppnum. Leikmenn Wolves börðust þó fyrir sínu í leiknum og jöfnuðu tví- vegis með mörkum þeirra George Elokobi og Kevin Foley. Öll mörk- in komu í síðari hálfleik en sá fyrri var afar tíðindalítill. „Það vill oft verða að menn verða oft mjög fljótt að hetj- um en hann [Hernandez] á allt það hrós skilið sem hann fær,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, eftir leik- inn. „Hann er afar fag- mannlegur og mætir fyrstur á æfinga- svæðið á hverjum degi og fer alltaf síðastur heim. Það er að borga sig nú.“ Hann sagði leikinn hafa verið erfiðan. „Leikurinn var mjög opinn í síðari hálfleik. Wolves spilaði mjög vel og þetta var virkilega góður bikar- leikur,“ sagði Ferguson. Fjórir aðrir leikir fóru fram í keppninni í gær. Úrvalsdeildar liðin Birmingham, West Brom og Wigan komust öll áfram sem og Ips- wich, sem hafði betur gegn Liverpool-bönun- um í Northampton. - esá Fimm leikir fóru fram í ensku deildabikarkeppninni í gærkvöldi: Hernandez aftur hetja United CHICHARITO Javier Hernandez hefur slegið í gegn á Old Trafford. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.