Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 46
30 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM „Besti bitinn í bænum er Sushibarinn á Laugaveginum. Sushibarinn er svona spari- staður sem ég fer á þegar ég er komin með leið á hamborgurum og frönskum. Þú færð alveg geggjað sushi þar!“ Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki. „Þetta er svona „Einar valsar inn í mynd – Einar valsar út úr mynd“- atriði,“ segir Einar Aðalsteinsson leikari. Hann tekur þátt í umsvifamik- illi hópdanssenu í stórmyndinni Sherlock Holmes 2 í leikstjórn Guy Ritchie, fyrrverandi eiginmanns Madonnu. Tökurnar fara fram í hinu sögufræga Elstree-mynd- veri í Hertford-skíri en þar voru meðal annars Stjörnustríðsmyndir George Lucas gerðar. Meðal þeirra sem taka þátt í umræddri töku eru Hollywood-stjörnurnar Robert Downey Jr. og Jude Law auk Stephens Fry. Einar sagði í samtali við Frétta- blaðið að þetta væri mjög stór sena en um er að ræða stórt teiti þar sem gestirnir stíga þaulæfðan og frek- ar trylltan vals. „Robert Downey á að dansa eitthvað með okkur en ég átta mig nú ekki alveg á samheng- inu enda ekki búinn að lesa hand- ritið.“ Einar segist verða í mjög flottum búningi, smart kjól fötum með yfirvaraskegg sem hann fékk sérstaklega hannað fyrir sig. Og hann kveðst ákaflega heppinn með dansfélaga. „Ég kann alveg eitthvað að dansa en hún er sko atvinnudansari, er bæði menntuð leikkona og dansari.“ Að sögn Ein- ars er umfangið gríðarlega mikið fyrir tökurnar sem hefjast á föstu- daginn og það var ekkert hlaupið að því að fá hlutverkið, þótt lítið sé. „Kennarinn minn í leiklistar- skólanum í London benti á mig en svo þurfti ég senda ferilsskrá, mynd og myndband. Maður þurfti að fara í gegnum allt ferlið enda voru þau að leita að mjög ákveðnu útliti.“ Einar upplýsir jafnframt að launin séu mjög góð. „Þetta er vel borgað starf miðað við ábyrgð.“ Einar hefur haft í nægu að snú- ast frá því að hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum Lamda í London. Hann setti upp leikverkið Vakt á sviðslistahátíðinni artFart í sumar og mun leika stórt hlut- verk í sjónvarpsþáttaröðinni Tíma nornarinnar eftir Friðrik Þór Frið- riksson sem byggir á samnefndri bók Árna Þórarinssonar. Leikar- inn ungi viðurkennir hins vegar að hugur hans sé aðallega við tökurn- ar í Englandi, enda ekki á hverjum degi sem manni gefst tækifæri til að vera á sama tökustað og Robert Downey eða Jude Law. freyrgigja@frettabladid.is EINAR AÐALSTEINSSON: VEL BORGAÐ STARF MIÐAÐ VIÐ ÁBYRGÐ Stígur vals í Sherlock Holmes HEPPINN Einar Aðalsteinsson mun stíga vals í stórri hópsenu fyrir kvikmyndina Sherlock Holmes 2 ásamt þeim Robert Downey Jr., Jude Law og Stephen Fry. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við erum náttúrlega orðnir frek- ar þekktir,“ segir Jóhannes Þor- kelsson en hann og tvíburabróð- ir hans, Steinn, þykja nauðalíkir söngvaranum Justin Bieber. Tíma- ritið Monitor fjallaði um tvíburana fyrr í vetur og síðan þá hafa strák- arnir haft í nógu að snúast í félags- lífi Verzlunarskólans, en þeir hófu nám við skólann nú í haust. Það ætlaði því allt um koll að keyra á samskiptasíðunni Face- book þegar Jóhannes skráði sig í samband við unga Verzlómær fyrir tæpum mánuði. Sú heppna heit- ir Birgitta Líf Björnsdóttir og er tveimur árum eldri en Jóhannes. „Það þykir frekar óvenjulegt að stelpa sé með yngri strák,“ segir Jóhannes, en bætir því við að þau hafi fengið góð viðbrögð frá lang- flestum. „Ég er samt ekki með bíl- próf, svo Birgitta sér bara um að keyra okkur,“ segir Jóhannes. Birgitta Líf ætti ekki heldur að vera óvön athyglinni, en hún er dóttir Dísu og Bjössa í World Class. En hvað með bróðurinn? „Steinn er ennþá á lausu, en ég held að hann sé eitthvað að slá sér upp,“ segir Jóhannes að lokum. - ka Annar Bieber-tvíburinn genginn út STJÖRNUPAR Birgitta Líf og Jóhannes hafa verið saman í tæpan mánuð. Hér eru þau ásamt hinum Bieber-tvíburanum, Steini, sem er þeim á hægri hönd. Steinn er enn á lausu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það var komið samþykki fyrir hrekknum og við vorum náttúrlega líka búin að taka út nöfnin til að koma í veg fyrir að fólkið þekkt- ist,“ segir Svali, útvarpsmaður á FM957. Hann tekur jafnframt fram að þessir síma- hrekkir séu ekki í beinni útsendingu heldur teknir upp. Miklar umræður sköpuðust á netinu um það hvort það hefði verið rétt af útvarpsstöðinni FM 957 að útvarpa símahrekk á mánudags- morgun í útvarpsþættinum Svali og félagar. Hrekkurinn gekk út á það að ung stúlka fékk FM í lið með sér til að hrekkja móður sína. Hrekkurinn gekk út á að karlmaður hringdi í mömmuna og sagðist vera frá Félagsþjónust- unni. Hann tilkynnti henni síðan að dóttir- in ætti von á barni og hvort það væri rétt að mamman hefði bannað stúlkunni að vera á getnaðarvarnarpillunni. Mamman sagði já en efaðist um að þetta væri rétti vettvangurinn til að ræða slík mál. Í kjölfarið kom dóttir- in í símann og sagði þetta vera mömmunni að kenna, hún hefði ekki viljað leyfa sér að vera á pillunni. Og þá kom svarið sem fékk ansi marga hlustendur til að grípa andann á lofti; mamman vildi að dóttirin notaði aðrar getn- aðarvarnir þar sem hún hefði verið gjörn á að fá kynsjúkdóma. Eins og gefur að skilja lauk hrekknum þarna enda hafði hann snúist ræki- lega í höndunum á þeim sem vildi hrekkja. Svali segist ekki alveg skilja þessi hörðu viðbrögð við þessum hrekk. Mun grófari hrekkjum hafi verið útvarpað í þættinum. „Sjálfum fannst mér hann aðallega vand- ræðalegur, ég sökk alveg ofan í sætið.“ - fgg Símahrekkur á FM957 vekur hörð viðbrögð GAGNRÝNDUR Útvarpsþátturinn Svali og félagar er harðlega gagnrýndur fyrir símahrekk. Svali sjálfur segir þau hafa útvarpað mun grófari hrekkjum. Þessi hafi fyrst og fremst verið vandræðalegur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Robert Downey þurfti að sitja 180 daga inni fyrir að rjúfa skilorð í desember 1997. HEIMILD: IMDB.COM 180 Ástrós Með ferska sýn á nýja stjórnarskrá stjórnmálafræðingur Framboð til stjórnlagaþings Gunnlaugsdóttir astrosg.is„Ég borga þessa auglýsingu úr eigin vasa“. Ástrós G FJÖRUG SEM ALDREI FYRR! LEST’A NA STR A X! Ný bók um óborganlega prinsessu og æðisleg ævintýr. HARMAGEDDON ALLA VIRKA DAGA KL. 15 – 17:30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.