Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 26
 27. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● lýsing og lampar Hugmyndaauðgi lampahönnuða virðast lítil takmörk sett. Vefsíðan freshome.com tók saman yfirlit yfir 40 frumlegustu lampana að þeirra mati og þar kennir svo sannarlega margra grasa. Allt öðruvísi lampar Frumlegur lampi endurunninn úr flösk- um og töppum. Stjörnustríðslampi er örugglega efstur á óskalista einhvers aðdá- anda Star Wars-myndanna. Hér er sjálfur Svarthöfði. Uppáhaldshlutirnir njóta sín vel inni í ljóskúplinum. Hönnun frá Chen Karlsson í Stokkhólmi. Hér er hugmynd frá Transparent House fyrir handlagna sem ennþá eiga gamlar segulbandsspólur: Líma þær saman og setja peru í miðjuna. Frumlegur lampi, hannaður eins og handsprengja en sé togað í pinnann verður engin sprenging, það kvikn- ar bara ljós. Þessi lampi er frá hönnunarstofunni Enpieza á Spáni og heitir Henging. Þessi krúttlegi kall gæti komið ein- hverjum til að roðna, en það þarf ekki mikið til að Hr. P ljómi. Bara kitla hann á réttum stöðum og hann lýsist upp. Þessi hefur ekki verið framleiddur ennþá en er hugarsmíð hönnuðarins Lasse Klein. Ljósaperan er staðsett þannig að hún lýsir upp gluggana á geimskipinu en kastar um leið geisla niður á kúna. Og lampinn heitir auðvit- að Brottnumin af geimverum. Þessi lampi lítur út einsog fata á hvolfi og úr henni lekur blóð. Ekki nóg með það heldur virðist lampaskermurinn svífa í lausu lofti, en er í raun haldið uppi af „blóðinu“. Pieke Bergmans sýndi þennan bronspott sem sýður upp úr í Mílanó á dögunum. Prjónarar og annað handavinnu- fólk hefur ekki mikið þurft að spekúlera í réttri vinnulýsingu meðan sólin hefur verið hátt á lofti. Nú þegar húmar að og handa- vinnufólk, sem flest vinnur vinnu sína á kvöldin, fer að þurfa góða lýsingu er gott að hafa í huga að lýsingin varpar ljósi á það sem er í höndunum en má alls ekki skína í augu þeirra sem sitja við. Standlampi, þar sem færa má ljóshausinn upp og niður til að mynda, getur þar komið að góðu gagni og gott er að hafa perurnar ekki of sterkar. Þá eru venjulegir skrifborðslampar, sem festa má á sófaarm, oft gagnlegir. - jma Lýsing fyrir vetrarprjón Standlampar henta prjónurum og handavinnufólki oft vel. Borðstofuborðið er oft einn vin- sælasti áningarstaður fjölskyld- unnar í stofunni, enda ætlað til margvíslegra nota á mörg- um heimilum. Þannig er borðið ekki aðeins aðstaða til að matast á heldur nota margir það til að vinna við, börnin sinna heima- lærdómnum, fjölskyldan notar borðið undir lúdó og púslar. Þegar borðið er notað til svo margvíslegra hluta verður að hafa í huga að ekki dugar venju- legt borðstofuljós yfir borð- ið heldur þarf ljósið jafnframt að duga sem vinnulampi. Oft er sniðugt að hafa færanlegt vinnu- ljós innifalið í borðstofuljósinu og dimmer á ljósið getur komið að góðum notum. - jma Margnota borðstofuborð Rétt lýsing er sérstaklega mikilvæg þegar borðstofuborðið er jafnframt notað sem vinnusvæði milli matmáls- tíma. Það getur oft verið nokkur list að lýsa baðherbergið upp svo vel sé og huga að hverjum krók. Af þeim nokkru atriðum sem vert er að hafa í huga má nefna sérstak- lega gott loftljós en mikilvægt er að það lýsi þannig að vatn sjáist til dæmis á gólfinu til að koma í veg fyrir slys. Rétt lýsing við spegil skiptir einnig miklu máli sé hann not- aður til snyrtingar því lýsing getur haft heilmikið að segja við að gefa rétta mynd af litum og áferð. Ef þvottavél, þurrkari eða önnur vinnuaðstaða er á bað- herberginu þarf svo sérstaklega að huga að vinnuljósi í kringum það svæði. - jma Lýsing á baðherbergi Góð lýsing skiptir miklu máli í bað- herberginu. Kemur út fimmtudaginn 28. október 2010 Sérblað um Hillur og skápa Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Benetikt Freyr • benetiktj@365.is • Sími 512 5411 Lampaskerma reynist stundum erfitt að þrífa, sérstaklega þar sem þeir vilja oftast gleymast á venjulegum tiltektar- dögum. Þegar rykið hefur sest rækilega á skerm- inn er tími til kominn að gera eitthvað málunum. Þá kemur fatarúlla að góðu gagni. Með henni er auðvelt að þrífa skerma sem oft verða eins og nýir eftir eina umferð með fata- rúllunni. Skermurinn þrifinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.