Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 4
4 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR SKIPULAGSMÁL Umhverfisráðherra hafnaði fyrr í mánuðinum hug- myndum bæjaryfirvalda í Mýrdals- hreppi um nýja veglínu þjóðvegar 1 um sveitarfélagið. Það er í samræmi við tillögur Skipulagsstofnunar, sem gerði athugasemd við að ekki hafi verið gerð úttekt á umhverfisáhrif- um fyrirhugaðra framkvæmda. Í tillögu að aðalskipulagi hrepps- ins fyrir árin 2009 til 2025 var gert ráð fyrir að vegurinn yrði færður sunnar, allt niður að Dyrhólaósi, og þaðan í gegnum Reynishverfi, með göngum í gegnum Reynisfjall og þaðan í gegnum Víkurfjöru upp að Vík í Mýrdal. Ráðherra samþykkti aðalskipu- lagið að öðru leyti, en tók undir tilmæli Skipulagsstofnunar um frestun á breytingu vegalínu. Skipu- lagsstofnun lagði til frestun sökum formgalla, en í áliti stofnunarinnar er sett út á að ekki hafi verið upp- lýst um áhrif vegarins á náttúru og sam félag. Hins vegar tók ráðherra einnig tillit til þess að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti ógilti í júní ákvörðun sveitarstjórnar um tillögu að veglínu vegna vanhæfis eins af sveitarstjórnarmönnum sem stóðu að tillögunni. Í skýrslu Skipulagsstofnunar segir að fyrir utan einstaklinga hafi ýmsar stofnanir og félagasamtök gert athugasemdir við fyrirhugaða legu vegarins út frá sjónar miðum náttúruverndar. Dyrhólaey og Dyr- hólaósar eru á Náttúruminjaskrá og segir í mati Umhverfisstofnunar að vernda eigi votlendið ofan við ósinn, einkum vegna mikilvægis þess fyrir fuglalíf á staðnum. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi ákvörðun ráð- herra hafi ekki komið á óvart. Hann bætir því við að mörg rök séu með því að velja veginum þessa leið, en meirihluti sveitarstjórnar hafi talið þennan kost bestan „með tilliti til umhverfissjónarmiða og landfræði- legra aðstæðna“. Ásgeir segir sveitarstjórnina ætla að halda sínu striki. „Það er vilji sveitar stjórnar að þessi veglína sé inni á skipulaginu og það verður unnið í því áfram.“ Sveitarstjórn tók málið fyrir á fundi á mánudag, en ákvað að fresta afgreiðslu skipulagsins. Þeir munu funda með lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélag í dag til að fara yfir lagalega hlið málsins. Ekki er þess að vænta að vegurinn verði færður á næstunni, þar sem talsmaður Vegagerðarinnar segir enga vinnu þar í gangi varðandi breytingar á vegstæðinu. Þeir sjái ekkert þar sem kalli á breytingu á næstunni. thorgils@frettabladid.is 2004 2005 2006 2007 2008 2009 50 40 30 20 Heimili í fjárhagsvandræðum 2004 til 2009 Getur ekki mætt óvæntum útgjöld- um* Erfitt að ná endum saman * Viðmiðunarupp- hæð 130 þúsund krónur árið 2009, tekur mið af lífs- kjarannsókn. Heimild: Hagstofa Íslands Vík Dyrhólaós Reynisfjara Víkurfjara Núverandi vegur Hugmyndir sveitarstjórnar Tillögur að nýju vegstæði EFNAHAGSMÁL Um 39 prósent heim- ila áttu erfitt með að ná endum saman á síðasta ári og tæplega 30 prósent gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum, samkvæmt lífskjara- rannsókn Hagstofu Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem nær yfir árin 2004 til 2009, sýna að þrátt fyrir að fjárhags- vandi heimilanna hafi vaxið síð- ustu ár var ástandið í sumum til- vikum erfiðara árið 2004. Þá náðu ríflega 46 prósent heimila ekki endum saman og 36 prósent gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum. Um 7,1 prósent íslenskra heimila hafði á síðasta ári lent í vanskil- um með húsnæðislán eða leigu á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið hefur aukist á síðustu árum, en það var 5,7 prósent árið 2006. Færri lentu í vanskilum með húsnæðis- lánin í fyrra en árið 2004, þegar hlutfallið var 9,4 prósent. Á síðasta ári höfðu 10,3 prósent heimila lent í vanskilum með lán önnur en húsnæðislán á síðustu tólf mánuðum. Það er aukning frá árinu 2006, þegar hlutfallið var 5,8 prósent, en svipað og það var árið 2004, þegar það var 10,7 prósent. - bj Fjárhagsvandi heimilanna hefur aukist á undanförnum árum en hefur ekki náð því sem var árið 2004: Tæp 40% heimila ná vart endum saman Pr ós en t Pr ós en t Ráðherra þverneitar færslu hringvegarins Umhverfisráðherra hefur hafnað hugmynd um að færa hringveginn um Mýr- dal niður að Dyrhólaósi. Sveitarstjórn vill göng í gegnum Reynisfjall. Ekkert umhverfismat gert og vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa ógilti ákvörðun. VÍK Í MÝRDAL Skipulagið sem lagt var fram fól í sér að hringvegurinn til Víkur færi í gegnum jarðgöng í Reynisfjalli. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan telur líklegast að byssumaðurinn í Malmö, sem talinn er bera ábyrgð á 19 skotárásum þar undan farið ár, noti reiðhjól til að komast burt af vettvangi. Hann sé því löngu farinn þegar lögregla komi á staðinn. Að minnsta kosti þykir ljóst að maður inn þekki vel til í borginni. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi lögreglunnar, sem sænsk- ir fjölmiðlar skýrðu frá í gær. Hundruð lögreglumanna vinna nú að því að upplýsa málið, sem hefur skotið íbúum borgarinnar skelk í bringu. - gb Byssumaðurinn í Malmö: Kemst líklega burt á reiðhjóli VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 10° 9° 12° 10° 12° 10° 10° 25° 15° 19° 21° 32° 9° 14° 16° 8° Á MORGUN 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR Vaxandi A-átt. 4 4 6 4 3 8 1 1 2 -2 2 9 15 13 10 6 10 7 8 6 8 7 2 2 5 4 3 1 0 2 3 1 SLYDDA EÐA RIGNING norðan- og austanlands í dag en annars verður úrkomu- lítið og bjartviðri suðvestanlands. Á morgun dregur úr vindi og úrkomu en má búast við stöku slydduéljum norðan- og austan- lands. Það kólnar síðan í veðri á föstudag með vax- andi austanátt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SVÍÞJÓÐ Rauðgræna bandalagið, sem er bandalag stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja í Svíþjóð, hefur klofnað. Fulltrúar bæði Sósíaldemókrata og Umhverfis- flokksins hafa staðfest það í við- tölum við sænska fjölmiðla. Mona Sahlin, leiðtogi Sósíal- demókrata, segir hlé verða á nánu samstarfi flokkanna. Þó mun samráð verða haft áfram um ýmis helstu málefni, en reglu- legir samráðsfundir eru úr sög- unni í bili. Ríkisstjórn hægriflokkanna, sem komst í minnihluta á þingi eftir kosningar í haust, þarf á stuðningi Umhverfisflokksins að halda, en hyggst einnig leita til Sósíaldemókrata þegar þörf kref- ur. - gb Stjórnarandstaðan í Svíþjóð: Klofningur í rauðgrænum RAUÐGRÆNIR LEIÐTOGAR Peter Eriks- son, fulltrúi Græningja, Mona Sahlin, leiðtogi Sósíaldemókrata, og Lars Ohly, leiðtogi Vinstriflokksins. NORDICPHOTOS/AFP Bátur til Raufarhafnar Útgerðarfélagið Stekkjavík á Raufar- höfn fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra-bát frá Bátasmiðjunni Trefj- um í Hafnarfirði. Að útgerðinni standa bræðurnir Ragnar og Hólmgrímur Jóhannssynir. Báturinn heitir Nanna Ósk II ÞH-133. SJÁVARÚTVEGSMÁL FILIPPSEYJAR Talið er að ríflega 630 þúsund börn og fullorðnir hafi orðið fyrir skaða af völdum fellibyljar sem gekk yfir norður- hluta Filippseyja fyrr í vikunni. Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children – eru nú að hefja dreif- ingu á neyðar varningi til barna og fjölskyldna þeirra. Í tilkynn- ingu kemur fram að þúsundir fjölskyldna hafi þurft að yfirgefa heimili sín og margar muni ekki geta snúið til baka. Samtökin, sem hafa starfað á Filippseyjum í um 30 ár, munu dreifa mat og nauðsynlegum hús- búnaði. - bj Bregðast við eftir fellibyl: Um 630 þúsund urðu fyrir skaða Dæmdir fyrir kannabis Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kannabisræktun og þjófnað. Annar hlaut tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi og 100 þúsund króna sekt. Hinn var dæmdur til að greiða hundrað þúsund í sekt. DÓMSMÁL AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 26.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,129 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,49 112,03 177,06 177,92 155,50 156,38 20,850 20,972 19,191 19,305 16,745 16,843 1,3734 1,3814 175,42 176,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.