Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 12
12 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR UPPLÝSINGATÆKNI Ísland er meðal þeirra fimm landa heims þar sem nærri 100 prósent heimila hafa háhraðatengingu við internetið. Hin löndin eru Hong Kong, Suður-Kórea, Lúxemborg og Malta. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýrri könnun Saïd-viðskipta- háskólans við Oxford-háskóla í Bret- landi á þróun í gæðum nettenginga í heiminum. Könnunin er árviss og hefur verið gerð frá því árið 2008. Metin er útbreiðsla nettenginga, aðgengi að þeim, hraði á niður- hleðslu og upphali, auk fleiri þátta og löndum gefin einkunn út frá sam- spili þeirra. Ef tekið er meðaltal allra land- anna sem könnunin náði til, en hún er gerð í 72 þjóðríkjum og 239 borg- um, þá kemur í ljós að 49 prósent heimila hefur aðgang að háhraða- nettenginu. Í fyrra var sú tala 47 prósent og 40 prósent árið 2008. Þá hafa orðið framfarir hvað gæði tenginga varðar, en það er metið svo að þau hafi aukist um nærri fjórð- ung, 24 prósent, á milli ára og um 48 prósent frá 2008. Meðalhraði niðurhals í heiminum var þannig 5.920 Kbps (kílóbit á sek- úndu) í ár, miðað við 4.882 Kbps í fyrra og 3.271 Kbps árið 2008. Sama þróun hefur svo verið hvað upp- hleðsluhraða varðar, en hann hefur farið úr 794 Kbps 2008 í 1.345 Kbps 2009 og í 1.777 Kbps á þessu ári. Biðtími á netinu (e. latency, tím- inn sem það tekur að hefja gagna- sendingu frá því beiðni um það er send) hefur hins vegar aukist lít- illega, í 142 millisekúndur úr 140 millísekúndum í fyrra. Staðan er hins vegar um fjórðungi betri en árið 2008, þegar biðtíminn var 189 millísekúndur. Millisekúnda er einn þúsundasti úr sekúndu. Til samanburðar má benda á að í Suður-Kóreu er meðalhraði niður- hals 33,5 megabit á sekúndu (Mbps), upphalið 17,3 Mbps og biðtími 47 millísekúndur. Ísland er meðal þeirra fjórtán landa sem sögð eru reiðubúin til að taka við „tækni morgundags- ins“, en þar er vísað til hluta á borð við háskerpusjónvarp á netinu og hágæða myndsamskiptatækni. Allra helstu kosta sem netið og nútíma- samskipti hafa upp á að bjóða njóta hins vegar 48 lönd, samkvæmt könn- uninni. Rúmur helmingur landanna hefur svo brúað „stafrænu gjána“, en það lýsir sér í því að minnkandi munur er á gæðum nettenginga í stærstu borgum landa og dreifðari byggðum þeirra. Mestur er munur á tenging- um í borgum og sveitum í Lettlandi, en minnstur í Japan, þar sem teng- ingar eru jafnvel heldur betri í sveit- um en borgum. olikr@frettabladid.is TENGDASTA LAND Í HEIMI Suður-Kórea heldur fyrsta sæti í samanburði á gæðum og útbreiðslu nettenginga í löndum heims. Hér má sjá grunnskólabörn í sýningarsal suður-kóreska fyrirtækisins Samsung. NORDICPHOTOS/AFP Ísland í fjórða sæti yfir gæði nettenginga Gæði nettenginga heimsins hafa aukist um 24 pró- sent milli ára. Þetta kemur fram í þriðju könnun Saïd-viðskiptaháskólans í Oxford á gæðum háhraða- tenginga. 48 lönd njóta allra netgæða sem völ er á. Efstu 10 sætin í háhraðanettengingum í heiminum Stig Land 2010 2009 2008 157 Suður-Kórea 1 1 1 118 Hong Kong 2 3 2 116 Japan 3 7 4 115 Ísland 4 4 8 111 Sviss 5 5 6 111 Lúxemborg 5 5 9 111 Singapúr 5 2 3 108 Malta 6 10 19 107 Holland 7 6 5 106 SAF* 8 12 19 106 Katar 8 2 11 104 Svíþjóð 9 8 9 103 Danmörk 10 9 7 * Sameinuðu arabísku furstadæmin Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja Haustráðstefna KPMG 28. október / Grand Hótel KPMG blæs til haustráðstefnu þar sem fjallað verður um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og er leitað í þekkingar- og reynslubrunn nokkurra áhugaverðra fyrirlesara. Ráðstefnan byrjar með hádegisverði klukkan tólf og dagskráin hefst formlega klukkan eitt. Ráðstefnugjald er 7.500 kr. Skráning fer fram á www.kpmg.is Dagskrá Fjármálakreppan og aðlögun íslensks efnahagslífs Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Fjárhagsleg endurskipulagning – hvernig mætast sjónarmið fyrirtækja og kröfuhafa Michael Dance, sérfræðingur í fjárhagslegri endurskipulagningu Lífið eftir endurskipulagningu Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips Reynslusaga af flóknu endurskipulagningarferli H. Ágúst Jóhannesson, KPMG Eru enn til staðar hindranir í endur- skipulagningu og viðreisn fyrirtækja? Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Pallborðsumræður Stjórnandi: Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital Ráðstefnustjóri Auður Ósk Þórisdóttir, KPMG VIÐSKIPTI Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur á því athygli í síðustu ákvörðun sinni að enn sé nokkuð af lausum tíðnum fyrir FM útvarps- sendingar á höfuðborgarsvæðinu. „En erfitt er að gefa út tæmandi lista yfir hvaða tíðnir það eru þar sem það ræðst meðal annars af staðsetningu sendis og sendistyrk,“ segir á vef stofnunarinnar. Ábendingin fylgir ákvörðun PFS um að úthluta á ný útvarpsstöðinni Kananum tíðniheimildinni FM 100,5. Í ákvörðun PFS segir að lagt hafi verið mat á staðsetningu sendis út frá truflanahættu, sendistyrk og mögulegri geislunarhættu, sér- staklega þar sem sendistaðurinn sé á einu af útivistar svæðum höfuð- borgarsvæðisins, í Bláfjöllum. „PFS hefur í hyggju að veita leyf- ið til ÚÍ1 ehf. [rekstrarfélags Kan- ans] tímabundið í eitt ár gegn því skilyrði að sendirinn verði færð- ur frá núverandi stað á nýjan stað sem talinn er í öruggri fjarlægð frá vinnusvæði starfsmanna í Bláfjöll- um og umferð skíðafólks en einnig lengra frá öðrum fjarskiptavirkj- um á svæðinu,“ segir í ákvörðun PFS. Hagsmunaaðilar fá frest til fimmta næsta mánaðar vilji þeir gera athugasemdir við ráðstöfun tíðniheimildarinnar. - óká AFMÆLISTERTA Útvarpsstöðin Kaninn hélt upp á ársafmæli sitt í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Útvarpsstöðin Kaninn fær ársframlengingu á tíðniheimildinni FM 100,5: Athygli vakin á lausum tíðnum LEIRKERASMIÐUR Í HYDERABAD Indverskur leirkerasmiður framleiðir olíuskálar fyrir ljósahátíðina Diwali, sem verður haldin 5. nóvember. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafði afskipti af fólki víða um borgina um nýliðna helgi vegna fíkniefnamála. Hass og amfetamín fundust í bíl í miðborginni. Ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, reynd- ist jafnframt þegar hafa verið sviptur ökuleyfi. Fíkniefni fund- ust einnig í húsi í Háaleitishverfi og játaði húsráðandi, piltur um tvítugt, sök sína í málinu. Þá stöðvaði lögreglan líka tvær kannabisræktanir í tveimur óskyldum málum í Breiðholti. - jss Fíkniefnamál víða um borg: Hass, ræktanir og amfetamín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.