Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 24
 27. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Með notkun orkusparandi ljósgjafa geta sparast töluverð- ar fjárupphæðir. Jón Ólafsson & Co kynnir orkusparandi úrræði. Þegar kemur að því að skipta út hefðbundnum glóperum eru möguleikar almennings sífellt að aukast. Auk hefðbund- inna spar pera eru einnig í boði svokallaðar halógen sparperur (Halogen ECO) og á næstu árum munu LED perur ryðja sér til rúms á markaðnum. Að auki er hægt að fá orkusparandi útgáfur af hefðbundnum halogen perum. En valið er ekki alltaf einfalt. Í boði eru margs konar tegundir af perum, frá mörgum framleiðend- um og af mjög misjöfnum gæðum. Margumtöluð tilskipun EU varð- andi „bann við glóperum“ er ein- mitt ætluð, að hluta til, til að taka á þessu vandamáli. Tilskipun EU snýst þó um miklu meira en bann við ákveðn- um tegundum glópera. Tilskipun- in snýst almennt um notkun og innleiðingu á orkunýtnari orku- gjöfum og einnig er þess kraf- ist að innihald skaðlegra efna í þessum vörum sé undir ákveðnu marki, að viðeigandi förgunar- ferli sé til staðar og að merkingar á pakkningum uppfylli ákveðnar kröfur. Þetta er gert til að upp- lýsa neytendur um að varan eigi að uppfylla ákveðnar kröfur um gæði og merkingar. Til dæmis má einungis merkja ljósaperur í orkunýtniflokki A (Energy Class A) sem sparperur. Tilskipun EU hefur ekki verið innleidd á Íslandi. Því er hætt við að Ísland verði að „losunar- haug“ fyrir lélegar og óvandaðar vörur, sem innihalda mikið magn hættulegra efna og eru af vafa- sömum gæðum. Þetta hefur meðal annars gerst í Noregi þar sem tilskipunin hefur ekki verið innleidd. Um tuttugu prósent af allri rafmagnsnotkun heimila eru til- komin vegna lýsingar og í ljósi síhækkandi raforkuverðs er ljóst að með notkun orkusparandi ljós- gjafa er mögulegt að spara tölu- verðar upphæðir. Raforka á Ís- landi er heldur ekki óþrjótandi. Með því að velja orkusparandi ljósaperur minnkar orkuþörfin og þá má annaðhvort draga úr raf- orkuframleiðslu eða nota þá raf- orku í önnur verkefni og vinnslu. Einnig er nauðsynlegt að huga að orkusparnaði í fyrirtækjum og stofnunum og oft á tíðum eru orkusparandi valkostir í boði fyrir þær perur sem þegar eru í notkun. Þegar um mikið magn af perum er að ræða er ljóst að hægt er að ná fram töluverðum sparnaði með því að huga betur að þessum málum. Margt smátt gerir eitt stórt. Margt smátt gerir eitt stórt Með því að velja orkusparandi ljósaperur minnkar orkuþörf og talsverðar fjárupphæðir sparast. Jón Ólafsson & Co, Krókhálsi 3. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Allt að 30 % orkuspa rnaður 0 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.