Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 28
 27. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Lýsingarhönnuðir okkar koma í heimsókn og koma með hugmyndir hvernig lýsingu væri best háttað á þínu heimili. Kynntu þér málið í verslun okkar eða á www.pfaff.is Grensásvegi 13 108 Reykjavík Sími 414 0400 Díóður, eða svokallaðir ljós- tvistar, eru framtíðarljósgjafar bæði í fyrirtækjum og heima- húsum að sögn lýsingahönn- uðar hjá Pfaff á Grensásvegi. „Margir virðast telja að díóðu- tæknin, eða ljóstvistatæknin, sé fjarlæg en svo er alls ekki. Hún er þegar í dag orðin raunhæfur kostur bæði á heimilum, í verslun- um og fyrirtækjum,“ segir Einar Sveinn Magnússon, lýsingahönn- uður hjá Pfaff, og er sannfærður um að díóður séu ljósgjafi fram- tíðar. En hvað eru díóður? „Díóður eru örsmáar (og flóknar) í upp- byggingu, þær eyða litlu rafmagni, gefa mikið og fallegt ljós og end- ast gríðarlega lengi,“ svarar Einar og bætir við að díóður hitni mjög lítið. „Það opnar marga nýja mögu- leika í notkun og hönnun ljósa.“ Einar segir mikla þróun hafa orðið í díóðum síðustu ár. „Þegar þær komu fyrst fram var ljósið frá þeim bláleitt, og margir kann- ast helst við díóður úr bláleitum jólaljósaseríum. Í dag fáum við hins vegar hvíta birtu og fallega lýsingu með díóðunum og getum orðið ráðið kelvingráðunni á per- unni, en kelvin- gráðan segir til um lit ljóss- ins,“ segir hann og telur raun- hæft að ætla að díóður geti í dag leyst af hólmi allar halogen- perur hvort sem er heima fyrir eða í fyrirtækj- um. „Halogen- peran er nefni- lega orkufrek og endist stutt,“ segir Einar og tekur dæmi um orkunotkun díóðuljóssins miðað við halogenperur. „Halogenljós í útiljósi endist kannski í 1.500 til 4.000 klukku- tíma en díóðupera endist á móti í 30 til 50 þúsund tíma. Í stað 35 watta venjulegrar peru þarf aðeins 3 wött í díóðuljós,“ segir hann og tekur jafnframt dæmi um minni kostnað sem hlýst af notkun díóðu- ljósa. „Rafmagn fyrir eitt útiljós með halogenperu kostar 2.600 krónur á ári en aðeins 250 krónur með díóðunni.“ Þessar staðreyndir taka viðskiptavinir Pfaff tillit til að hans sögn enda sé fólki umhug- að um orkusparnað þessa dagana og dýrari perur geti verið fljótar að borga sig upp í orkusparnaði. Eins og áður sagði hefur til- koma díóðanna gefið hönnuðum nýja vídd í ljósa-, ljósakrónu- og lampahönnun. „Þegar ljósgjafinn er orðinn svona lítill býður það upp á skemmtilegri hönnun. Til dæmis eru til límrenningar sem má til að mynda setja undir skápa. Þegar ljósgjafinn minnkar gefur það til dæmis hönnuðum ýmsa nýja möguleika sem áður voru útilokað- ir vegna stærðar gömlu peranna.“ Þeir sem vilja sjá hvernig díóðu- ljós koma út þurfa ekki annað en að fara í verslun Pfaff á Grens- ásvegi 13 en verslunin sjálf er að stórum hluta lýst upp með díóðu- ljósum. „Þetta er eina verslunin enn sem komið er hér á landi sem er þannig lýst upp enda er þetta jú framtíðin,“ segir Einar glaðlega. Verslunin lýst upp með ljósgjafa framtíðarinnar Díóður, eða ljóstvistar, eru örsmáar, eyða litlu rafmagni, gefa mikið og fallegt ljós og endast gríðarlega lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Einar Sveinn Magnús son ljósa- hönnuður. Pfaff var að flytja inn nýja borð- lampa, Mylamp, sem eru dönsk hönnun sem slegið hefur í gegn. Lamparnir fást í mörgum gerð- um, stærðum og litum og hafa þeir til dæmis verið mjög vin- sælir ti l að hafa í glugg- um til að lýsa upp svartasta skammdegið. Svona lampar geta gerbreytt lýsingu í hverju herbergi enda skipta smá- atriðin öllu máli þegar kemur að lýsingu. Falleg dönsk hönnun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.