Kylfingur - 01.10.1935, Page 8

Kylfingur - 01.10.1935, Page 8
54 KYLFINGUR Hallgrímur Hallgrímsson, Helgi H. Eiríksson. I „Handicap“-nefnd eru (skipaðir í júní): Gunnar Guðjónsson, ritari klúbbsins, formaður, Friðþjófur Johnson, Gunnar Kvaran. 2. Holukeppni (Match play) með forgjöf. Hún hófst með undirbúningskeppni laugardaginn 24. ágúst. Tilkynningin um undirbúningskeppnina lýsir nokk- uð fyrirkomulagi leiksins og birtist því hér: GOLFKLÚBBUR íslands. Undirbúningskeppni (qualifying round) undir aðalkappleik árs- ins verður háð á golfvellinum laugardaginn 24. ágúst og hefst kl. 10 árd. Þessi undirbúningskeppni fer fram á sama hátt og keppnin síðastliðinn sunnudag, eftir höggafjölda (Medal play) með „handicappi“. Af þeim, sem keppa nú á laugardaginn, öðlast þeir 16, sem lengst komast, rétt til að keppa um bikar þann, sem aðalkeppnin á þessu ári verður háð um, og koma því ekki aSrir til greina en þeir, sem þátt taka í þessari undirbúningskeppni. í undirbúningskeppninni verða ein verðlaun fyrir sigurvegarann og önnur fyrir lægsta höggafjölda. Þeir, sem ekki geta byrjað kl. 10, keppa seinni part dagsins. Aðalkeppnin hefst sunnudaginn 25. ágúst kl. 10 árdegis. Aðal- keppnin er holukeppni (Match play) með „handicappi“ og fer þannig fram: Hinir 16 útvöldu keppa saman, þeir 8, sem þá vinna, keppa aftur innbyrðis, síðar 4 þeir, sem þá vinna, og loks þeir 2, sem bezt hafa staðist i keppninni. Aðalkeppnin verður sennilega háð 1. og 8. september. Þátttakendur í undirbúningskeppninni verða að hafa skrifað sig á lista í klúbbhúsinu fyrir föstudag 23. þ. m. vegna nauðsyn- legs undirbúnings við ákvörðun „handicapps" o. fl. Stjórn klúbbsins vill jafnframt taka fram, að sennilega verður "kennarinn ekki í bænum frá 26. ágúst til 7. september. STJÓRNIN. Hér fer á eftir skrá yfir þátttakendur í undirbúnings- keppninni og árangur hennar:

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.