Kylfingur - 01.05.2001, Page 5

Kylfingur - 01.05.2001, Page 5
Noian minn afíur að var ekki beint golflegt um að lítast á Korpúlfsstöðum þegar Kylfíngur hitti John Nolan golfkennara að máli, snjór yfír öllu þrátt fyrir að komið væri fram í apríl, en kylfíngar þurfa svo sem ekki að kvarta yfír tíðinni í vetur, alltént ekki við hér fyrir sunnan. John Iét veðrið ekki hafa áhrif á sig og eins og þeir vita sem hann þekkja er góða skapið aldrei langt undan og þannig var það þessa morgunstund. Nolan er vel þekktur innan Golfklúbbs Reykjavíkur og raunar meðal íslenskra kylfínga því hann var golfkennari á vegum Golfsambandsins og síðar GR um átta ára skeið. Eftir að hafa kennt fjölmörgum íslendingum undirstöðuatriði golfsins hélt hann til Bretlands 1984 og hefur síðan farið víða um heim til að kenna, en er nú kominn aftur til GR. Ekki er ólíklegt að hann verði hér á landi um hríð enda hefur hann jafnan stoppað lengi á hverjum stað, segir uppbyggingu á golfínu alls ekki vera verk- efni sem leyst sé á einni nóttu. Hann hefur ekki hugmynd um hversu mörgum hann hefur kennt undirstöðuatriði íþróttarinnar, en þeir eru mjög margir enda hefur maðurinn verið að í tæpa þrjá áratugi. KYLFINGUR 5

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.