Kylfingur - 01.05.2001, Page 36

Kylfingur - 01.05.2001, Page 36
Skotlandsferð Tveir af reyndustu vallarstarfsmönn- um GR, þeir Ágúst Jensson og Bjarni Grétar Sigurðsson, héldu til náms í golfvallafræðum síðastliðið haust. Ágúst ritaði stutta frásögn um veru þeirra í Skotlandi. Það var í byrjun september, sem við Bjami, með góðri aðstoð frá stjóm Golf- klúbbs Reykjavíkur, drifum okkur út til Skotlands, til þess að nema golfvalla- fræði. Skólinn sem við námum í heitir Elmwood College og staðsettur í Cupar sem er lítill bær staðsettur um 15 km vestan við St. Andrews. Því er ekki að neita að það var mikil tilhlökkun þegar við mættum í skólann fyrsta dag- inn. Elmwood College er nokk- uð stór skóli, með um 750 nem- endur. Það má segja að hann sé nokkuð líkur Iðnskólanum héma heima, því þama vom kenndar allskonar iðngreinar. Námsefnið var allt mjög skemmtilegt og fróðlegt. Farið var yfir flest allt sem kemur að umönnun golfvallarins. Við lærðum t.d. um hinar ýmsu teg- undir grasa, hvaða áburð er best að nota hverju sinni, hvað við getum gert til þess að bæta jarð- veginn, sem svo aftur gerir það að verkum að grasið verður betra, o.s.frv. Kennslan fór að mestu leyti fram innan dyra og svo þegar veður leyfði þá var kennslan færð út á golfvöll. Það versta var að veðrið í Skotlandi hefur ekki verið eins slæmt og það var í vetur í háa herrans tíð. Það var t.d. meira frost í vetur heldur en síðastliðin fimm ár til samans, þannig að kennslan fór ekki jafn mikið fram út á golfvelli eins og maður hefði viljað. Kennaramir sem við höfðum voru alveg frábærir. Þeir vom mjög tillitsamir gagn- vart okkur íslendingunum og gerðu allt til að hjálpa okkur við námið. Við lentum í einstaklega góðum bekk og eignuðumst marga góða félaga. Cupar er ekki neitt sérstaklega skemmtilegur eða líflegur bær, þannig að við fluttum til St. Andrews. Þar er alveg frábært að búa. Fyrir golfara er örugglega hvergi betra að vera. Við heimsóttum all- marga golfvelli. Við bæði lékum þá og skoðuðum. Það er alveg einstök tilfinning að spila Old Course. Hún stigmagnast og 36 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.