Kylfingur - 01.05.2001, Page 37
nær hámarki þegar 17., Road Hole, er
kláruð og svo gengið yfir Swilken brúna,
í átt að R&A klúbbhúsinu.
Hápunktur vetrarins var tvímælalaust
þegar við rökuðum glompumar í Alfred
Dunhill Cup sem fór fram á Old Course í
október síðastliðnum. Undanfarin ár hafa
nemendur í golfvallafræðum í Elmwood
verið fengnir til að raka glompumar í
mótinu og á því varð sem betur fer engin
breyting. Það var mikil upplifun að fara
18 holur með öllum þessum frægu og
góðu kylfingum sem maður hafði aðeins
séð í sjónvarpinu fram til þessa. Eg varð
þess heiðurs aðnjótandi að fá að fylgja
uppáhalds golfaranum mínum, Jose
Maria Olazabal. Hann átti nokkur ótrúleg
högg eins og honum einum er lagið. Við
félagamir fengum að fylgja Els, Padraig
Han-ington, Monty, Woosnam og fleiri
góðum kylfingum. Þetta er eitthvað sem
aldrei gleymist.
Tíminn úti var ótrúlega fljótur að líða,
en svo er alltaf ef maður skemmtir sér.
Námið gekk mjög vel hjá okkur Bjama.
Ég er þess fullviss að það á eftir að nýtast
okkur mikið í vinnunni hjá GR.
Við viljum þakka stjóm Golfklúbbs
Reykjavikur, fyrir þann stuðning sem
okkur var veittur í vetur og þann góðhug
sem okkur var sýndur.
Gleðilegt golfsumar.
Agúst Jensson.
F.v.: Albert Hólmgeirsson,
golfi’allarstaifsmaður í
Osló, lan Butcher, kennari í
Elmwood, Agúst Jensson og
Bjarni Grétar Sigurðsson á
góðri stimd.
Eins og sjá má kemur
strangt nám í goljvalla-
hirðingu illa niður á stöðun-
ni.
Evrópumeistaramót pilta í Grafarholti
Stjórn Golfsambands íslands ákvað í vetur að Evrópumót pilta sem haldið verður á
íslandi árið 2002, skuli fara fram í Grafarholti. Búast má við 120 þátttakendum frá um 20
þjóðum, auk fylgdarliðs. GR hlakkar til að takast á við þetta mikla verkefni.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undanfarin tvö
ár séð um slátt á öllum knattspyrnuvöllum í
Reykjavíkurborg fyrir íþrótta- og tómstundaráð.
Starfsmenn GR hafa lagt mikinn metnað í að
sinna þessu starfi vel. Þegar stórleikjum hefur
verið sjónvarpað, hefur mikil vinna verið lögð í að
slá fallegar rendur í vellina. Myndirnar eru tekn-
ar kvöldið fyrir landsleikinn við Dani sl. haust,
sem ísland tapaði 1-2. Á myndunum má sjá
Harald Þórðarson, yfirsláttumann, Margeir
Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra GR, Finn Sig-
urðsson, starfsmann GR, Kristinn V. Jóhannson
og Stefán Baldvin Stefánsson, starfsmenn Laugar-
dalsvallar.
KYLFINGUR 37