Kylfingur - 01.05.2001, Page 16

Kylfingur - 01.05.2001, Page 16
kvæmd skapar mikið rask sem kallar á heilmikinn frágang fyrir vorið. Við þessu er hins vegar ekkert að gera nema að bíta á jaxlinn og nota síðan tækifærið og snyrta allt svæðið sem ræsið fer um. Að öðru leyti eru ekki fyrirhugaðar framkvæmdir á Grafarholtsvellinum aðr- ar en þær sem miða að því að fegra og snyrta völlinn. Framkvæmdir við Korpúlfsstaðavöllinn: Legu 1. brautar vallarins hefur verið breytt og svo voru gerðar umtalsverðar breytingar á 18. brautinni. Þar var tjöm- um lokað, svæði tyrfð og umhverfi flatar- innar breytt mikið. Þá var gengið frá svæðinu í kringum innganginn í klúbbhúsið og nánasta um- hverfið snyrt og tyrft. Byggð var ný pútt- flöt við aðalinnganginn á Korpunni og verður hún tilbúin til notkunar næsta sum- ar. Þá var æfingasvæðið stækkað um 10 bása. í vallamefnd vom Ómar Kristjánsson, Peter Salrnon og Viktor Sturlaugsson. Vélakaup Keyptar voru vélar fyrir um 8 mkr. Vísa í sundurliðun reikninga sbr. reikninga. Mér skilst á framkvæmdastjóranum okk- ar að við séum orðnir sæmilega settir í þessum efnum eftir mikla aukningu og endumýjun á síðustu árum. Afrek Klúbbmeistari karla varð Kristinn Amason og klúbbmeistari kvenna varð Ragnhildur Sigurðardóttir. Ragnhildur vann einnig það afrek að verða stigahæsti kylfingur landsins í kvennaflokki sem og Islandsmeistari í holukeppni kvenna. Sigurvegarar í GR-Open urðu Guð- mundur Hauksson og Haraldur Þórðar- son. Sveit GR varð Islandsmeistari í kvennaflokki á Landsmótinu sem haldið var hjá Keili í ágúst. Karlasveit GR hafn- aði í þriðja sæti. Kvennasveitina skipuðu: Herborg Arnarsdóttir Katla Kristjánsdóttir Kristín Rós Kristjánsdóttir Lára Hannesdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Sólveig Agústsdóttir Liðsstjóri var Stefán Gunnarsson Magnús Ingi Magnússon varð íslands- meistari drengja 14-15 ára. Kristín Rós Kristjánsdóttir varð ís- landsmeistari telpna 14-15 ára. Theodór Guðmundsson varð Öldunga- meistari 55 ára með for&jöf. Kylfingar okkar unnu mörg önnur afrek sem vert væri að geta um. Til þess að stytta mál mitt mun ég láta hér við sitja í upptalningunni. Skýrslur nefnda Kvennanefnd: Púttkvöld kvenna hófust í janúar og vom haldin vikulega á Korpunni. Vetrar- starfinu lauk með vorfagnaði í Grafar- holti. í byrjun maí var farin vorferðin á Hellu og haustferð var farin í september á Akranes. I sumar voru fastir kvennatím- ar á miðvikudögum til skiptis í Grafar- holtinu og á Korpunni. í kvennanefnd voru Hólmfríður Krist- insdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Hanna Garðarsdóttir og Asa Asgrímsdóttir. Unglinganefnd Undir unglinganefndina falla félags- menn sem eru 18 ára og yngri. f þessum hópi em nú 239 eða tæplega sjötti hluti fé- lagsmanna. Strákar eru 221 en stelpur 18. Það er alvörumál og mikið umhugsunar- efni hve illa okkur hefur tekist að fá ung- ar stelpur inn í golfið. Haldnar vom reglu- legar æflngar í sumar tvisvar í viku fyrir yngri hópana en einu sinni í viku fyrir 16- 18 ára hópinn en yfir veturinn var ein inniæfing í viku fyrir alla aldurshópa. í unglinganefnd vom Peter Salmon, Birgir Þorgilsson og Herborg Amars- dóttir. Öldunganefnd Öldunganefndin stóð fyrir mótaröð, alls átta mótum, sem haldin vom til skiptis í Grafarholti og á Korpunni. Keppt var í einum flokki kvenna og þremur flokkum karla. Alls tóku 129 kylfingar þátt í mót- unum þar af 25 konur. Leika þurfti minnst 5 hringi til þess að vera gjaldgengur til verðlauna. Öldunganefnd valdi lið til keppni fyrir GR í sveitakeppni öldunga sem haldið var á velli GKG í lok ágúst. A-sveit kvenna varð þar í öðm sæti í keppni án forgjafar. í lok september var haldið uppskeru- kvöld öldunga hér í Grafarholtinu þar sem mál sumarsins voru gerð upp og mér skilst að það hafi mátt heyra glauminn langt niður í bæ. I öldunganefnd voru Viktor Sturlaugs- son, Sigurður Dagsson og Þórólfur Frið- geirsson. Kappleikjanefnd A vegum kappleikjanefndar vom hald- in um 40 mót af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. Veðurguðumir vom hliðhollir kappleikjahaldi þetta árið enda var þátttaka í mótum meiri en nokkm sinni fyrr hjá GR og munu um 4300 skráningar hafa verið í keppnir hjá Meistaramót GR 2001 Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur verður leikið í farin ár. Meistaramótið verður haldið dagana 18.-21. Grafarholtsvöllur 18. júlí 2. fl. k., 3. fl. k., 4. fl. k., öldungafl. 55-64 19. júlí 2. fl. k., 3. fl. k., 4. fl. k., öldungafl. 55-64, öldfl. 65 20. og 21. júlí Snýst þetta við, þeir flokkar sem leika Korpúlfsstöðum og svo öfugt. báðum völlum klúbbsins eins og verið hefur undan- úlí. Korpúlfsstaðavöllur mfl. k., mfl. kv., 1. fl.k., 1. fl. kv. 2. fl. kv. 3. fl. kv., telpur, drengir, stúlkur, piltar mfl. k., mfl. kv., 1 fl. k., 1 fl. kv., 2. fl. kv. 3. fl. kv., telpur, drengir, stúlkur, piltar Grafarholt tvo fyrstu dagana leika tvo síðari á 16 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.