Kylfingur - 01.05.2001, Blaðsíða 34

Kylfingur - 01.05.2001, Blaðsíða 34
Islandsmót í Grafarholti 2001 Golfklúbbi Reykjavíkur er það mikil ánægja að taka á móti 150 bestu kylfing- um landsins í annari viku ágústmánaðar, til þátttöku í íslandsmótinu í golfi. í fyrsta sinn ár verður leikið með nýju fyrirkomu- lagi. í því felst að einungis er leikið í ein- um flokki karla og kvenna, atvinnumönn- um er heimil þátttaka, og svo er fjöldi þátttakenda takmarkaður við 150, 120 karla og 30 konur. Hámarks fogjöf karla er 10,4 og kvenna 17,4. Eftir tveggja daga leik verður skor- ið niður í 72 karla og 18 konur. Þetta á að gera keppni meira spennandi, og keppnis- haldið auðveldara, þar sem þeir sem þeg- ar geta talist úr leik um íslandsmeistaratit- ilinn leika ekki síðustu tvo dagana. Eins og áður sagði fá atvinnumenn nú í fyrsta skipti keppa til þessara verðlauna til jafns við áhugamenn. Ekki skal leggja dóm á mikilvægi þess fyrir golfið á íslandi, en gaman verður að fylgjast með hvort skor lækki og jafnvel ný vallanriet verði sett. Reynt verður að vanda til þessa móts svo best megi til takast. Vellinum verður komið í besta mögulega ástand, og ýms- um aðferðum beitt til að gera hann erfið- ari, þannig að sigurvegarar verði sannan- lega besti kven- og karlkylfingur landsins 2001. Ljóst er að margir munu sakna gamla landsmótsformsins, en þeir sem ekki hafa þátttökurétt em hvattir til þess að mæta í Grafarholtið og fylgjast með bestu kylf- ingum landsins. Til þess að Islandsmótið takist sem best, þá vantar sjálfboðaliða til hinna ýmsu verka á meðan keppni stendur. For- kaddia, menn/konur á kaðla til að kepp- endur fái frið, menn til að leiðbeina á bfla- stæðum og fleira mætti telja. Við verðurn að taka þannig á móti keppendum að klúbbnum sé sómi af. Starfsfólki klúbbsins veitir ekki af hjálp yfir þennan mikla annatíma. Þeim sem vilja leggja kappleikjanefnd lið í undirbúningi, fyrir mót og meðan á því stendur er vinnsamlega bent á að hafa samband við Margeir Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóra GR. I Landsmótsnefnd frá GR em Guðmundur Bjömsson, fonnaður, og Jón R Jónsson, þeim til halds og trausts verður Margeir Vilhjálms- son þúsundþjalasmiður. Mótahald á völlum GR sumarið 2001 Eins og endranær þá verður kappleikja flóran mjög fjölbreytt á sumri komandi. Nokkr'ir nýir bak- hjarlar hafa komið til samstarfs við klúbbinn. Einnig verða þeir gömlu til staðar sem endranær. Ef þessi ágætu fyrirtæki stæðu ekki á bak við keppnir, sem bera þeirra nafn og skila miklu fjámiagni til klúbbs- ins, þyrfti að hækka félagsgjöldin verulega. Það er því erfitt að leggja niður eða minnka þennan lið í árlegu starfi GR. Það liggur mikið starf á bak við hverja keppni. Starfsmenn klúbbsins þurfa að vanda vel allan undirbúning fyrir hvert mót. Sumarið 2000 var sett þátttökumet í mótum, en rúmlega 4000 þátttakendur vom r mótum síðastliðins sumars. Kappleikja- nefnd GR þakkar þeim fyrir frá- bæran stuðning og vonast til að sjá alla aftur í sumar og jafnvel nokkuð fleiri. Með ósk um frábært golfsumar! Kappleikjanefnd 34 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.