Kylfingur - 01.05.2001, Page 9

Kylfingur - 01.05.2001, Page 9
hún gat þetta. Svona augnablik gefa manni mikið, bæði henni og ekki síður mér,“ segir Nolan. Nolan er giftur Julie og þau eiga eina dóttur, Hollie sem er 14 ára. „Þær koma hingað í vor þegar Hollie er búinn í skól- anum. Hollie hefur engan áhuga á golfi en Julie er ágætur spilari, er með 12 í forgjöf. Hún hjálpaði mér mikið þegar ég var í Tyrklandi því hún var svo dugleg að fara með konunum út að spila og kenna þeim reglumar og annað. Þetta var allt dálítið öðruvísi í Tyrklandi en hér og í Bretlandi. Þar var ég til dæmis með rúmlega 100 manns sem ég var að kenna til verka þan- nig að þeir gætu orðið kylfusveinar. Vill hafa ákveðinn léttleika Tyrkir eru dálítið öðruvísi í golfinu en aðrir. Eigandi klúbbsins sagði mér þegar ég byrjaði að allt væri mjög formlegt og menn alvörugefnir, en ég ákvað samt að halda mínu striki, vera léttur og sagði við meðlimi, sem allir vom sterkefnaðir, að þeir yrðu að taka mér eins og ég væri, ég væri í raun eins og þeir, með tvö augu, tvær hendur, tvo fætur og svo framvegis. Stjómendunum leist ekkert á þetta en þetta virkaði og ég hélt mínum starfsháttum." Nolan hefur réttindi til að kenna kennaraefnum íþróttina og hefur fullan hug á að fá einhverja Islend- inga til starfans. „Það er nauðsyn- legt fyrir klúbbinn til langs tíma lit- ið að hafa íslenskan kennara. Samt er það nú einu sinni svo víða um heim að fólki finnst ekkert verra að hafa einhvem útlending til að leið- beina sér. Auðvitað er það ekki rétt, þetta fer bara eftir því hvemig kennarinn er, ekki eftir þjóðemi hans.“ Nolan hefur kennt golfsíðan 1973, eða í hartnœr þrjá áratugi. Verður hann aldrei leiður? „Nei, nei, alls ekki. Það er alltaf eitt- hvað nýtt að gerast, nýtt fólk, breyttar áherslur og annað. Ég var þokkalegur kylfingur þegar ég var yngri en sá fljót- lega að ég yrði aldrei neinn Nick Faldo og ákvað því snemma að gerast golfkennari og vera í sambandi við rekstur golfklúbba og í rauninni öllu sem viðkemur golfinu. Ég hef haft mjög gaman af þessu í öll þessi ár og ætla að gera það áfram, en ég sá þegar ég var að byrja að kennslan og allt í kring um golfið var þunglamalegt. Ég einsetti mér að hafa léttleikann í fyrir- rúmi og ég held mér hafi tekist það, en auðvitað verða menn að gera sér grein fyrir því að það er hægt að einbeita sér þó léttleikinn sé aldrei fjarri." Nolan er örvhentur og segir það ágætt í kennslunni því þá standi hann á móti nemandanum eins og spegilmynd, svo fremi að nemandinn sé rétthentur. En spilar Nolan eitthvert golf að ráði? „Já, já, ég spila dálítið ennþá og er skrats- spilari og get því haldið í við þá bestu enn.“ Engin kona að kenna í sumar Nolan hafði mikinn áhuga á að fá konu til liðs við sig við kennsluna hjá GR í sumar, en það náðist ekki þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. „Við verðum þrír að kenna í sumar en því miður verður engin kona eins og ég hafði vonast eftir. Ég talaði við fimm konur og þær voru allar tilbúnar í slaginn þar til kom að ráðningartímanum, hann er allt of stuttur. Það er ekki hægt að bjóða golfkennurum upp á samning til fjögurra eða fimm mánaða, það verður að vera lengri tími. Þar með erum við aftur komnir að því sem ég sagði hér á undan, hug- myndina að hækka árgjaldið lítil- lega og fá fyrir bragðið kennara allt árið. Ég var mjög spenntur fyr- ir því að fá konu til að kenna hér, en því miður gekk það ekki upp að þessu sinni.“ I samtali við Morgunblaðið í vetur sagði Nolan að GR væri einn stærsti golfklúbbur í Evrópu. „Já, hann er það ef við miðum við fjölda meðlima. Klúbburinn er með tvo 18 holu velli og eftir- spumin er svo mikil að það horfir í raun til vandræða. Golfsprengingin sem rætt hefur verið um er miklu stærri og öflugri hér á landi en annars staðar í Evrópu þar sem ég þekki til. Ef ég á að vera alveg hrein- skilinn þá stefnir í vandræði hér verði ekkert að gert. Það verður að byggja fleiri velli og þá helst litla velli eins og ég nefndi hér áðan þar sem fólk sem er ekki alveg búið að ná fullkomnum tökum á íþróttinni getur spilað. Klúbburinn verður auðvitað að halda uppi ákveðnu þjónustustigi íyrir meðlimi sína og það gengur auðvitað ekki að þeg- ar menn komast á völlinn sinn skuli það taka þá 6-7 klukkustundir að leika einn hring. Mér sýnist snjóboltinn vera kom- inn á fulla ferð og það verður ekki auðvelt að stöðva hann. Þetta verður erfitt næstu árin, á því er ekki nokkur vafi, en eitthvað verður að gera til að mæta þeirri gríðar- legu aukningu sem er í íþróttinni.“ KYLFINGUR 9

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.