Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 27
Vísbendingaspurningar
1. Hvaða kylfingur:
1. vísbending - 10 stig
Hann fæddist 1. desember 1939 í Dallas. Hann fór í sjóherinn og
náði að æfa golfið vel á meðan herskyldu stóð. Hann átti með-
al annars eftir að vinna sex risamót á glæstum ferli en aldrei US
Masters. Hver er kylfingurinn?
2. uísbending - 6 stig
Hann varði fyrstur manna til að spila alla 4 hringina á undir 70
höggum á US Open þegar hann sigraði með glæsibrag árið
1968. Kylfingurinn spilaði 6 sinnum með Ryderliði Bandaríkja-
manna og var liðstjóri einu sinni, árið 1985. Hver er kylfingurinn?
3. vísbending - 4 stig:
Millinafnið hans er Buck og eftir glæstan feril á PGA mótaröð-
inni átti hann eftir að skara framúr á öldungamótaröðinni. Herm-
an Mitchell hét kylfusveinninn hans en samstarf þeirra náði tug-
um ára þar til Mitchell lést 2004. Hver er kylfingurinn?
4. vísbending - 2 stig:
Þessi smávaxni og skemmtilegi kylfingur er oft betur þekktur
sem Supermex vegna mexíkósk uppruna hans. Margir þóttu
hann fara yfir strikið þegar hann henti plastsnák að Jack Nick-
laus fyrir 18 holu bráðabana þeirra fyrir US Open titilinn árið
1971. Margir muna eftir honum í litlu hlutverki í myndinni Happy
Gilmore frá árinu 1996. Hver er kylfingurinn?
2. Hvaða völlur:
1. vísbending - 10 stig
Þessi heimsfrægi völlur á sér langa sögu, byrjað var að spila á
svæðinu í kringum 1550. Hins vegar var völlurinn eins og við
þekkjum hann í dag ekki tilbúinn fyrr en 1850. Tom Morris eldri
sá um breytingar á vellinum í kringum 1870 og James Braid end-
urhannaði hann frekar í kringum 1930. Hver er völlurinn?
2. vísbending - 6 stig
British Open hefur verið haldið 6 sinnum á þessum velli. Þar á
meðal árið 1953 þegar Ben Hogan sigraði en það var í eina
skiptið sem hann spilaði á British Open. Tom Watson sigraði þar
einnig árið 1975. Hver er völlurinn?
3. vísbending - 4 stig
Þessi völlur er af mörgum talinn einn sá erfiðasti í Skotlandi ef
ekki í heiminum. Hann er staðsettur rétt hjá St. Andrews, við
borgina Dundee. Hver er völlurinn?
4. vísbending - 2 stig
Ein helsta kennileiti vallarins er skurður/lækur sem liggur með-
fram 17. og 18 . braut. Sá skurður heitir „the Barry Burn". Jean
Van De Velde þekkir hann vel eftir svaðilfarir þar árið 1999 á
lokahring British Open. Hver er völlurinn?
Framhald á bls. 39
spurt svarað
Nafn? Lilja Sigurjónsdóltir
Aldur? 33
í GR síðan? Vorið 2004
Forgjöf? 22,6
Slæsari eða húkkari? Slaesari
Sullari eða þrípúttari? SuIIari
St. Andrews eða Augusta National? Augusta National
Erfiðasta höggið í golfi? Uppúr djúpum bönker
Uppáhaldsbraut á völlum GR? 7. braut í Grafarholtinu
Uppáhaldsvöllur? Grafarholtsvöllur, Akranesvöllur og svo er
Kiðjabergsvöllur alltaf í smá uppáhaldi hjá mér
Skemmtilegasti kylfingurinn? Guðmundur Þór Jóhannsson eigin-
maðurinn og Tiger Woods
Draumahollið? John Daily, Bobby Jones, Tiger Woods
Markmið í golfinu? Fyrir sumarið 2006 var markmiðið að komast úr 25,4 niður í 20,0 og það er
svo til hálfnað eftir 1. maí mótið á Hellu. En þar sem tímabilið byrjaði svona vel þá verð ég
að setja mér lægra markmið að komast niður í 18 á þessu tímabili
Holl ráð fyrir golfið? Halda cool'inu og láta skapið ekki eyðileggja fyrir sér og geta hlegið að
sjálfum sér er nauðsynlegt af og til
Ertu í golfklíku og ef svo er, hver er hún? Nei ekki er ég komin í neina klíku
Ég held með? Ragnhildi Sigurðardóttur og Svanþóri Laxdal
Að vera í GR er? í GR er gott að vera, frábærir vellir, glæsileg æfingaaðstaða, sem stöðugt er
verið að bæta - gott barnastarf (bæði sumar sem vetur) og svo bý ég í Grafarholtinu þannig
það er stutt bæði í Grafarholtið og Korpu.
KYLFINGUR 23