Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 21

Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 21
Skýrsla Básanefndar 2005 Æfingasvæðið í Básum er eitt stærsta verk sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ráðst í á undanförnum árum. Framsýnir menn við stjórn klúbbsins réðust í verkið og sýndist sitt hverj- um við upphaf þess. Strax á fyrsta starfsári Bása, sem var þó ekki heilt, voru merki á lofti þess efnis að vel hefði til tekist. Fyrsta heila starfsár Bása er mjög í takt við þá góðu byrjun sem Básar hlutu. Notkun hefur aukist mánuð fyrir mánuð allt frá opnun og við teljum okkur enn eiga heilmikið inni. Ekki hefur verkefnið gengið alveg áfallalaust fyrir sig. Eins og þeir sem leggja leið sína í Bása reglulega vita, hefur reynst nokkur vandi að fá vatnið til þess að renna þangað sem því er ætlað, þ.e til sjávar. Síðastliðinn vetur var farið í nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir sem fólust í því að leggja gervi- gras á stóran hluta svæðisins. Flefur sú aðgerð tekist mjög vel og tryggt að hægt er að nýta Bása næstum alla daga árs- ins. Stefnt að fyrsta flokks þjónustu Ávallt skal stefnt að því að sú upplifun að æfa við Bása sé fyrsta flokks. Boltar hafa verið og munu verða endurnýjaðir mjög reglulega. Nú fer bráðum að koma að endurnýjun á mottum til þess að tryggja þessa upplifun. Þá hefur mikil vinna verið lögð í kennsluaðstöðu Bása, en þar er nú gríðar- lega fullkomin búnaður til þess að mynda og greina sveiflu kylfinga. Viðskiptavinir Bása Allt frá fyrsta starfsdegi Bása hefur verið lögð á það áhersla að þetta sé æfingasvæði fyrir alla sem þangað vilja sækja. Þetta var gert að þeirri einföldu ástæðu að undirrituðum er ekki kunnugt um neinn golfklúbb í heiminum sem hefur á að skipa jafn stóru og glæsilegu æfingasvæði og Básar eru. Það var því Ijóst frá upphafi að leita þyrfti á stærri mið en félagar Golfklúbbs Reykjavíkur eru. Þetta hefur reynst góð stefna. Af þeim tæplega 6.000 skráðu viðskiptavinum Bása, eru aðeins tæplega 1.500 eða um 25% félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Stefna ber að því áfram að laða að Básum nýja viðskiptavini og gera upplifun þeirra þannig að þeir vilji sækja þangað aft- ur og aftur. Slegnir boltar Eins og áður sagði hefur gengið vel á árinu í Básum. Slegnir hafa verið um 6.000.000 bolta og eru tekjur GR vegna þessa ríflega 37 milljónir króna. Vöxtur er nokkuð stöðugur, en sem dæmi má nefna að í september í ár voru 10% fleiri boltar slegnir en í september í fyrra og nú þegar nóvember er ekki enn liðinn hafa þegar verið slegnir fleirri boltar en allan mán- uðinn í fyrra. Útlitið er því bjart í Básum. Grafarkotsvöllur Á næsta ári mun æfingasvæðið við Bása verða enn glæsi- legra. Þá verður opnuð risastór púttflöt og stórglæsilegur æfingavöllur, Grafarkotsvöllur. Nú þegar hefur verið lokið að tyrfa svæðið og stefnt að opnun í júní á næsta ári. í nefndinni árið 2005 voru Björn Víglundsson, formaður, Rafnar Hermannsson, Jón Karl Ólafsson og Jón Pétur Jóns- son. f.h. Básanefndar, Björn Víglundsson. Nafn? Guðlaugur Guðmundsson Aldur? Fæddur 04/03/1951 í GR síðan? Nánast óslitið síðan 1979 ef ég man rétt Forgjöf? Ætli hún sé ekki 19 núna Slæsari eða húkk- ari? Hvoru- tveggja hefur nú hrjáð mig frá einum tíma til annars, en ætli slæsið hafi nú ekki hrjáð mig meira Sullari eða þrípúttari? Það er nú misjafnt, en stundum er eins og allt sullist nið- ur, en í annan tíma gengur ekkert. Ég held þetta tengist ekki bara dagsform- inu á pútternum, heldur tengist þetta miklu frekar því hvernig maður er að slá inná. Ef maður er í góðu formi á járnunum og slær vel inná þá er mað- ur sjálfkrafa að gefa sér meiri séns í púttunum St. Andrews eða Augusta National? Ég held að ég verði að segja Augusta National. Mér finnst skemmtilegra að spila golf í Bandaríkjunum en í Skotlandi Erfiðasta höggið í golfi? Innáhögg yfir vatn Uppáhaldsbraut á völlum GR? Það er erfitt að gera uppá milli, en ætli ég verði ekki að nefna fjórðu á gamla Grafar- holtsvellinum Uppáhaldsvöllur? Gamli Grafarholtsvöll- urinn Skemmtilegasti kylfingurinn? Ég held mikið uppá Sergio Garcia, en auðvitað er erfitt að nefna uppáhalds golfara án þess að nefna Tiger Woods Draumahollið? Ég sjálfur, Jón Þ. Hilm- arsson, Árni Tómasson og Guðmundur Frímannsson Markmið í golfinu? Spila mér til ánægju og hafa gaman af þessu. Svo má for- gjöfin gjaman lækka í framhaldinu Holl ráð fyrir golfið? Slappa af og hafa gaman af þessu Ertu í golfklíku og ef svo er, hver er hún? Nei Ég held með? Sergio Garcia Að vera í GR er? Einskær ánægja. KYLFINGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.