Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 24

Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 24
og það er von okkar að þessar breytingar geri hana að skemmtilegri og góðri golf- holu. I brautina voru settir 3 brautar- bunkerar og 2 flatarbunkerar, einnig verða vallarmörkin við Litla völlinn færð elítið innar á 10. brautina. Einnig verða settar tvær nýjar glompur á 8. braut ásamt trjágróðri og verður haf- ist handa við þær framkvæmdir þegar að framkvæmdum við 10. braut er lokið, 8. brautin hefur að okkar mati verið líkt og 10. frekar karakterlaus og erum við þess fullvissir að þessar glompur ásamt trjá- gróðri muni setja skemmtilegan svip á holuna. Eins og fyrr sagði þá hafði veturinn í vetur verið með ágætasta móti, flatimar voru spreyjaðar með áburði og gataðar í febrúar og hefur það aldrei verið gert eins snemma hér á Korpunni. Þrátt fyrir góðan vetur þá var aprflmánuður ekki eins góð- ur og varð þess valdandi að ekki var hægt að opna Korpuna inn á sumarflatir fyrr en 6. maí. Þessi seinkun á opnun er þó ekki alslæm og hefur hún gefið okkur vallar- starfsmönnum tækifæri á að sinna fleiri verkum en við venjulega gerum fyrir opn- un. Nú erum við til að mynda búnir að bera áburð á allan völlinn sem ætti að gera það að verkum að völlurinn verður betur í stakk búinn að taka við þeirra miklu um- ferð sem er alltaf á honum á vorin. Eg vil samt biðja kylfinga að ganga vel um völl- inn sinn, hann er ávallt viðkvæmur á þess- um tíma og þ.a.l. mjög mikilvægt að passa vel upp á hann. Það er alltaf mikil- vægt að gengið sé vel um golfvelli og á það sérstaklega við á vorin. Korpan er spiluð alveg gríðarlega mik- ið og er því fljót að láta á sjá ef ekki er gengið vel um. Það er mjög mikilvægt að gert sé við boltaför strax þannig að þau grói fljótt, flatimar em mjúkar á þessum árstíma og því meiri líkur á boltaförum. Einnig er mikilvægt að torfusneplar séu settir strax í kylfufarið svo að brautimar haldist góðar. Ef við hjálpumst öll að, bæði kylfingar og vallarstarfsmenn þá er ekkert mál að sinna þessum hlutum og halda golfvellinum góðum, það er hagur allra. Það er ætlun mín fyrir sumarið að bæta upplýsingagjöf til GRinga svo um munar, þ.e. að þeir séu meðvitaðir um það sem er í gangi á vellinum hverju sinni. Það em ýmsar aðgerðir sem við verðum að gera á golfvellinum hjá okkur sem miða að því að bæta völlinn, t.d. að sanda flatimar, djúpskera þær og gata og ýmiss þess hátt- ar verkefni. Þegar aðgerðir sem þessar eru á dagskrá hjá okkur þá munu verða setlar upplýsingar um það inn á grgolf.is, undir vallaviðhald og verða þær settar inn með góðum fyrirvara þannig að það ætti ekki að koma kylfingum á óvart þegar þær mæta til leiks. Þessar aðgerðir hafa óhjá- kvæmilega áhrif á spilarana og geta kylfingar þá gert ráðstafanir með tilliti til þeirrar vinnu sem á sér stað á vellinum. Litli-völlurinn mun taka breytingum í sumar, ástæðan fyrir því er sú að við emm að missa landið þar sem að 5. flötin og 6. teigurinn eru. Það gerir það að verkum að núverandi 5. dettur út og núverandi 6. styttist um nokkra metra. Byggð verður ný braut, sem mun verða nr. 8 í röðinni og verður teigurinn á henni staðsettur á gömlu skólalóðinni við Korpuskóla og slegið í átt að Egilshöllinni, brautin mun verða ca. 80 metra löng. Það er mín von að kylfingar í Golf- klúbbi Reykjavflcur eigi eftir að eiga gott golfsumar og við sem störfum á Korpunni munum leggja okkur fram við það að hafa Korpuna ávallt eins góða og hægt er þannig að kylfingar geti notið þess að spila golf á góðum velli í fallegu um- hverfi. Gleðilegt golfsumar. Ágúst Jensson, vallarstjóri á Korpu. Á þessari mynd má sjá nýju flatarglompurnar sem byggðar hafa verið á 10. braut. 20 KYLFINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.