Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 76

Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 76
sumarflatir á Korpunni 30. apríl en í Graf- arholtinu 15. maí. Opið var á sumarflöt- um í Grafarholti og Korpu til 23. október. Vellimir komu seint til en það er þó ástæða til þess að gleðjast yfir því hversu góður Korpuvöllurinn var frá júlí og til loka leiktímabilsins. Það er ánægjulegt að geta þess í þessu samhengi að hingað komu menn í sumar á vegum evrópsku mótaraðarinnar m.a. þehra erinda að velja vettvang fyrir mót á öldungamótaröð karla sem verður hugsanlega haldið á ís- landi næsta sumar. Eftir að hafa skoðað bestu velli landsins varð það niðurstaða þeirra að óska eftir því að mótið verði haldið á Korpunni. Það kemur svo vænt- anlega í ljós á næstu vikum hver verður niðurstaðan í þessu máli. Golfklúbbur Reykjavíkur er um margt einstakt félag. Sé miðað við umfang rekstrar erum við langstærsta íþróttafélag borgarinnar og þar með landsins alls. Vöxturinn í starfsemi klúbbsins hefur ver- ið mjög hraður og enn er ekkert lát á eft- irspuminni eftir þeirri þjónustu sem Golf- kiúbbur Reykjavíkur býður. Eg varð for- maður þessa klúbbs fyrir 7 árum, árið 1998. Þá var kynntur rekstrarreikningur þar sem niðurstöðutölurnar teknamegin vom í kringum 50 mkr. í dag emm við að kynna rekstrarreikning með tekjum sem nema rúmlega 225 mkr. Þetta er 4,5 föld- un í krónutölu og meira en þreföldun á umfangi rekstrar ef fjárhæðir eru leiðrétt- ar miðað við byggingarvísitölu. Arið 1998 sögðum við að rekstur GR væri í raun orðinn á við rekstur sæmilegs fyrir- tækis. Hafi það verið sannleikur á þeim tíma þá blasir við að í dag er reksturinn orðinn sambærilegur rekstri alvöru fyrir- tækis. Ég gat þess á aðalfundi í fyrra að stjómin teldi nauðsynlegt að fá utanað- komandi aðila til þess að fara yfir skipu- lag og starfsemi klúbbsins og setja fram tillögur um breytingar á lögum klúbbsins og stjómskipulegri uppbyggingu hans. Þetta var gert og voru 5 valinkunnir GR ingar þau Ami Tómasson, Friðbert Traustason, Kolbeinn Kristinsson, Kiistín Guðmundsdóttir og Ragnar H. Hall feng- in til verksins. Var Ragnar formaður nefndarinnar. Nefndin vann verk sitt vel og skilaði skýrslu til stjómar snemma í haust þar sem gerðar voru tillögur um breytingar á skipulagi klúbbsins og kynnt tillaga að nýju skipuriti fyrir starfsemina. Skýrslunni fylgdu svo samsvarandi tillög- ur til breytinga á lögum klúbbsins. Niður- stöður nefndarinnar voru birtai' á heima- síðu GR fyrir nokkrum vikum og hafa verið þar aðgengilegar félagsmönnum. Það urðu reyndar mistök við þá birtingu, sem rétt er að biðjast velvirðingar á, því birt voru skýrsludrög, en ekki sú skýrsla sem nefndin skilaði til stjórnarinnar. Þetta hefur verið leiðrétt og ég hvet félagsmenn til þess að kynna sér niðurstöður nefndar- innar. Stærsta breytingin sem nefndin leggur til er sú að skilið verði á milli íþrótta- og afreksstarfs klúbbsins annars vegar og starfseminnar að öðm leyli hins vegar. Aðalfundur á hverju ári samþykkir fjár- veitingar til íþróttastarfseminnar og stjóm klúbbsins sé óheimilt að ganga lengra, þ.e. veita meira fé til íþróttastarfseminnar, nema að fengnu samþykki félagsfundar. Þá er gerð tillaga um fækkun í stjóm klúbbsins. Þar verði 5 menn í stað 10 og þá gengið út frá því að hlutverk stjómar- innar verði í auknum mæli beintengt fjár- hagslegum rekstri klúbbsins en félags- starfinu að öðru leyti verði sinnt með öðr- um hætti. Tillögumar hafa verið ræddar í stjóm og hafa þar verið skiptar skoðanir um hvort rétt sé að ganga svo langt sem gert er ráð fyrir í tillögum nefndarinnar. Stjómin ákvað því, áður en lengra yrði haldið, að kynna tillögumar á þessum að- alfundi og mun Ragnar H. Hall, formaður nefndarinnar gera grein fyrir aðalefni þeirra hér á eftir undir dagskrárliðnum önnur mál. Engai' tillögur em gerðar til þessa aðal- fundar um lagabreytingar en gengið er út frá því að stjómin leggi tillögur sínar í þessu efni fyrir aðalfund á næsta ári eftir að hafa rætt tillögumar betur og fengið fram viðbrögð félagsmanna. Gagnrýni á störf stjórnar GR Lengst af þeim tíma sem ég hef verið í stjóm Golfklúbbs Reykjavíkur hef ég lít- ið orðið var við gagnrýni frá félagsmönn- um. Nú em þeh tímar liðnir að stjóm geti setið í sínum tumi og haldið að allt sé í sóma þótt úti í klúbbnum kunni að krau- ma óánægja með rekstur klúbbsins. Eftir að heimasíðan kylfingur.is var opnuð á netinu hefur þar verið líflegt spjall um margt sem tengist golfinu. Rekstur GR hefur mjög komið við sögu á þeim vettvangi og margt af því sem sagt hefur verið hefur falið í sér óvægna gagn- rýni á stjóm, framkvæmdastjóra og starfs- menn Golfklúbbs Reykjavíkur. Það er svolítill galli að gagnrýnin er nánast aldrei sett fram undir nafni og sorglega oft er það sem sagt er byggt á vanþekkingu á staðreyndum. Við tökum þessa gagnrýni samt alvarlega og því vil ég víkja að þeim þáttum hennar sem hafa verið mest áber- andi og lýsa afstöðu stjómarinnar í þeim málum. 1 Félagsandi Spjöllurum er tíðrætt um lélegan fél- agsanda í klúbbnum. Gleymum því ekki að GR er gríðarstór golfklúbbur og fé- lagsstarfið snýst því um golfið. Félags- andinn er bestur þegar sólin skín í heiði, vellimir eru í lagi og æfingaaðstaðan góð. Innan klúbbsins er að finna fjölmarga hópa, eða klíkur eins og sumir vilja kalla það. Innan þessara hópa blómstrai' félags- líf. Klúbburinn stendur á hverju ári fyrir herrakvöldi, kvennakvöldi, hjóna- og parakeppni, niðjamóti, jónsmessumót, bændaglímu auk margra innanfélagsmóta Básar -frábœr œfingaaðstaSa fyrir alla kylfinga landsins. 72 KYLFINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.