Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 13
Mér fannst það yndisleg tilfinning að spila bráðabana um fs-
landsmeistaratitilinn enda í fyrsta skipti sem ég lendi í þeirri að-
stöðu.
Góður maður ráðlagði mér einhvemtímann að reikna alltaf
með því að andstæðingurinn næði sínu besta höggi. Ég var því
búin að undirbúa mig fyrir áframhaldandi umspil þegar Ólöf
María missti púttið sitt. Auðvitað hefði ég heldur viljað vinna
sannfærandi með því að setja niður mitt 5 metra pútt, en það
spyr enginn að því eftir á hvemig maður vann eða tapaði, sig-
urinn var að minnsta kosti mjög sætur.©
Setur þú þér alltaf markmið fyrir hvert sumar? Efsvo er hver
eru þau fyrir komandi sumar?
Ég set mér alltaf forgjafarmarkmið, núna er ég með forgjöf-
ina +1,7. Markmiðið þetta árið
er að komast niður fyrir +2,0.
Forgjöfin er í mínum höndum,
enginn annar stjómar henni.
Mér finnst ekki gott að setja
mér markmið um að vinna hitt
eða þetta. Þar liggja of margir
óvissuþættir, ég veit til dæmis
ekkert hvernig hinir munu
spila. Auðvitað langar mig
alltaf til að vinna. Ef ég næ
markmiðunum mínum og þau
skila mér á efsta pall þá er ég
þokkalega sátt við sjálfa mig.
Nái ég að spila mitt besta golf,
en hinir gera betur þá eiga þeir
skilið að vinna.
Markmið geta líka verið af
öðrum toga, þ.e.a.s. ekki endi-
lega árangurstengd. Ég ætla mér t.d. að leggjast yfir púttstrok-
una mína og ná að yfirvinna gamla drauga í stuttu púttunum.
Markmiðið mitt er t.d. að lækka púttmeðaltalið mitt umtalsvert
þannig og með því að æfa 70 metrana og inn að holu meira en
ég hef nokkru sinni gert.
Þú hefur haslað þér völl sem eirm af vinsæiustu golf-
kennurum landsins, hvernig er að kenna fólki þessa íþrótt?
Golfkennslan er afskaplega gefandi starf. Flestir sem koma í
kennslu eru að kafna úr áhuga og vilja ólmir bæta leikinn sinn.
Þegar svo breytingarnar fara að skila árangri upplifa bæði kenn-
arinn og nemandinn mikla gleði. Þessi jákvæða sameiginlega
upplifun er það skemmtilegasta við golfkennsluna að mínu
mati. Allir vinimir sem ég hef eignast og allt það góða fólk sem
Hildur Kristin tveggja ára, amma Kristin og mamma með Lilju á fyrsta ári.
Golfararnir mínir.
KYLFINCUR 9