Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 61

Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 61
Þorsteinn Sv. Stefánsson DOMARAHORNIÐ Að þekkja boltann sinn Eins og allir kylfingar vita bera þeir sjálf- ir ábyrgð á að leika réttum bolta (R-12-2). Þeir bera því ávalt ábyrgð á að geta þekkt hann, og þess vegna ráðleggur reglan hverjum kylfingi að auðkenna boltann sinn. Ef leikið er röngum bolta gildir regla 15-3 en þar segir að sá sem leikur röngum bolta í holukeppni tapi holunni en í högg- leik fær hann tvö högg í víti, og verður að leiðrétta mistök sín með því að leika rétt- um bolta eða með því að fara að sam- kvæmt reglunum. Þó er vítalaust að leika röngum bolta í torfæru, enda má ekki lyfta bolta í torfæru til að þekkja hann. Loks eru högg greidd röngum bolta ekki talin með, það kostar einungis tvö högg í víti í höggleik miðað við að mistökin séu leiðrétt. Leiðrétti leikmaðurinn ekki mis- tök sín og haldi áfram og slái út af næsta teig, eða yfirgefi flötina á 18 holu (síðustu holunni) þá fær hann frávísun (sjá R-15- 3). Það er því mikilvægt hverjum kylfingi að vita hverju sinni að hann sé að leika réttum bolta. Þetta vita allir. Undirritaður hefur þó oft tekið eftir því að kylfingar, í venjulegum leik, gá að hvort boltinn sé þeirra bolti með því að ganga að honum, velta honum við eða lyfta honum svolítið upp til að skoða hvort þetta sé þeirra bolti. Þetta er slæmur ávani þar sem þama er um að ræða brot á reglu 12-2 Að þekkja bolta. Það er raunar einnig brot á reglu 18-2a en samkvæmt úrskurði 18-2a/14 fær leik- maðurinn þó ekki tvö vítahögg (eitt sam- kvœmt reglu 12-2 og annað samkvæmt reglu 18-2á) heldur einungis eitt vítahögg samkvæmt reglu 18-2a. Hvað sem því líður hafa þeir leikmenn sem fara þannig að, skapað sér eitt vítahögg, í hvert sinn sem þeir gera þetta svona. Regla 18-2a kveður á um að þegar bolti leikmanns er í leik megi leikmaðurinn, samherji hans eða kylfuberi annars hvors þeirra, ekki hreyfa boltann eða snerta hann viljandi (nema með kylfu við mið- un) né valda því að hann hreyfist umfram það sem regla leyfir. Utbúnaður þeirra má heldur ekki valda hreyfingu boltans. Brot á þessu er eitt vítishögg. En stöku kylfingur, sem veit þetta biður meðkeppanda sinn að gera þetta eða með- keppandinn býðst til að gera það, en það breytir engu í þessu tilfelli, leikmaðurinn sleppur ekki við vítið fyrir því (Úrskurð- ur 18-2all6). Hins vegar verða leikmenn að fá mögu- leika til að þekkja bolta sína og þess vegna er til sérstök regla þar sem réttri að- ferð til að þekkja boltann er nákvæmlega lýst. Það er regla 12-2. Þar segir að það sé vítalaust hverjum leikmanni að lyfta bolta sínum til að þekkja hann, svo fremi að hann fari nákvæmlega eftir þessarri reglu. Hann verður að tilkynna mótherja sín- um í holukeppni eða skrifara eða með- keppanda sínum í höggleik að hann ætli að lyfta boltanum til að þekkja hann. Síð- an verður hann að gefa mótherjanum/ skrifaranum eða meðkeppandanum tæki- færi til að koma að og fylgjast með þegar hann gerir þetta. Eftir þetta skal hann merkja boltann og lyfta honum. Ef bolt- inn er skítugur má hann hreinsa hann ein- ungis svo sem nauðsynlegt er til að þekkja hann en ekki meir. Að svo búnu verður hann að leggja boltann aftur. Þetta er hin rétta aðferð og fara verður nákvæmlega eftir henni í einu og öllu, annars fær leik- maðurinn eitt vítahögg (t.d ef hann til- kynnir ekki ætlun sína eða gefur ekki mótherjanum/skrifaranum/meðkeppand- anum tækifæri til að fylgjast með eða ef hann merkir ekki boltann). Nú getur leik- maðurinn ekki neytt mótherjann/skrifar- ann eða meðkeppandann til að koma og fylgjast með þegar þetta er gert en hann verður að gefa honum tækifæri til þess. Eg vil eindregið hvetja kylfinga til að venja sig á að gera þetta rétt, líka þegar þeir eru að leika utan keppni, til þess að þeir skapi sér ekki víti að óþörfu þegar síst skyldi. Máttur vanans er sterkur. Venjum okkur á að fara eftir reglunum. Það er a.m.k hvorki tímafrekt né flókið að gera þetta rétt. Gleðilegt sumar. sjjurt svarað Nafn? Guðni Haf- steinsson Aldur? 35 ára GR síðan? 2000 Forgjöf? 9,6 Slæsari eða húkkari? Slæsari - því slæs er hægt að laga - en húkkið hlustar ekki Sullari eða þrípúttari? Tvípúttari St. Andrews eða Augusta National? St. Andrews. Við Keflvíkingar eigum vallarmet þar Erfiðasta höggið í golfi? Næsta högg Uppáhaldsbraut á völlum GR? 15. í Grafarholti Uppáhaldsvöllur? Kings Bams Skemmtilegasti kylfingurinn? Sonur minn - Hafsteinn Draumahollið? Feðgamir, Colin, Guðni og Helgi Markmið í golfinu? Að vinna Wartan OPEN fyrir árið 2030 Holl ráð fyrir golfið? Vara sig á Aganefndinni Ertu í golfklíku og ef svo er, hver er hún? Já - ég er í Félagsskap íslenskra golfara og Wörtunni B.C. Ég held með? Keflavík í fótboltanum en Val í körfunni Að vera í GR er? Ávísun á frábæran félagsskap. KYLFINCUR 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.