Kylfingur - 01.05.2007, Síða 6

Kylfingur - 01.05.2007, Síða 6
Agœtu gestir, félagar. Haukur Guðmundsson er að kveðja okkur í dag, eftir langan og giftusamlegan vinnuferil, það kemur í minn hlut að kveðja góðan starfskraft og vinnufélaga, þar sem formaður vor er í útlöndum að leika sér í golfi. Haukur kom á leigubíl upp í Grafarholt fyrir um 44 árum að eigin sögn, og hefur verið þar meira og minna síðan. Margt hefur á hans daga drifið í starfi fyrir Golfklúbb Reykjavíkur í Grafarholtinu. Haukur hefur unnið flest þau störf sem til hafa fallið, þar á meðal vaskað upp í eldhúsinu, afgreitt mat og kajfi ásamt því að sjá um al/t annað í klúbbnum, vallarstjóri til langs tíma, vélagœslumaður, sláttumaður en inn á milli hefur hann þó náð hring og hring. Vinnudagar voru oft langir og þá þekktust ekki stimpilklukkur eða yfirvinnuálag, bara tekist á við það sem Iá fyrir þar til það var búið. Margt grjótið hefur Haukur sprengt upp og marga þúfuna jjarlœgt hér í Grafarholtinu og enn eitt hefur hann afrekað sem oft hefur farið í taugarnar á mér og öllum þeim kylfingum sem ég þekki og á hann ekki þakkir skildar fyrirþað verk, sem er bönkerinn á sjöundu. Haukur er hins vegar afskaplega hreykinn af því verki og má reyndar vera það. Það er ekki honum að kenna að ég er ekki betri kylfingur en raun ber vitni. sem nú eru framundan, veit að þú ert að fara í slökun í sólina á suðrœnni strönd og óska ég þér góðrar ferðar. Þú mátt samt ekki slá slöku við efþú œtlar að ná I gömlu góðu forgjöfina sem ég vona sannarlega að þú gerir innan tíðar. Að endingu langar mig að afhenda þér gjöf fyrir vel unnin störf frá Golfklúbbi Reykjavikur, sem er málverk eftir annan golfara, Eirík Smith. Haukur Guðmundsson hefur lokið störfum fyrir GR eftir langan feril og gegnt hinum ýmsu störfum fyrir klúbbinn eins og fram kemur í kveðjuávarpi Jóns P. Jónssonar, varaformanns GR, hér á eftir, er hann flutti í hófi sem haldið var Hauki til heiðurs og honum þökkuð vel unnin störf fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. Haukur er sestur í helgan stein eins og sagt er og ætlar að sinna golfi og öðrum áhugamálum sínum í framtíðinni. Haukur er golfari aflífi ogsál og einhvern tímann náði hann því að flagga 7 í forgjöf, á bak við þá forgjöf lá mikil vinna og ástundun. I dag þá fá GR-ingar bara hærri forgjöf senda í pósti. Haukur minn, mig langar jyrir hönd Golfklúbbs Reykjavíkur og okkar allra hérna að þakka þér fyrir öll þín störf í gegnum árin og vona svo sannarlega að þú njótir heldri manna áranna KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.