Kylfingur - 01.05.2007, Page 33

Kylfingur - 01.05.2007, Page 33
•1M :M !:!•] 4 »HJ [*fJ »7:1; Fórum létt með sveltakeppnlna Ný öldunganefnd tók við af Ómari Arasyni og félögum, sem stóðu sig með afbrigðum vel, og reyndum við í nefndinni að feta í fótspor þeirra og vonandi hefur okkur tekist þokkalega með það. Enda var þetta all með svipuðu sniði og árið áður. Hina nýju öldunganefnd skipa: Halldór B. Kristjánsson, Jóhanna Bárðardóttir, Guðmundur Vigfússon og Viktor Sturlaugsson. Akveðið var að öldungamótaröðin yrði átta umferðir og leikið á þriðjudögum eins og áður og fyrsta umferð færi fram þriðjudaginn 16. maí á Korpunni. En margt fer öðruvísi en ætlað er því þann 16. maí var ekki hundi útsigandi hvað þá kylfingum í öldungaflokki og var því fyrsta umferðin hreinlega felld niður. Önnur umferð fór ffam á Korpunni 30. maí í bijáluðu roki og rigningu er leið á daginn. Þeir sem fóru út fyrri part dags sluppu þokkalega frá þessu þó ekki væri skorið gott en þeir sem lögðu af stað seinni partinn hættu flestir eflir níu holur enda komið brjálað veður. Þátttakan var þokkaleg og voru 70 skráðir til leiks en aðeins 49 skiluðu korti þegar yfir lauk. Siðan varð þetta allt saman skikkanlegra en þó var það alveg með ólíkindum hversu óheppin við vorum með veðrið þessa þriðjudaga sl. sumar. Keppt í þremur flokkum, konur 50 ára og eldri, karlar 55 ára og eldri og karlar 70 ára og eldri. Keppt var með og án forgjafar. Fimm hringir töldu til verðlauna. Sá háttur er hafður á við verðlaunaafhendingu móta- raðarinnar að sá hinn sami getur ekki fengið bæði verðlaun með og án forgjafar og því voru það fleiri sem fengu óvæntan glaðning þegar upp var staðið. Þar sem mótaröðin var aldrei nema sjö umferðir vegna veðurs var tekin sú ákvörðun að halda sjálfstætt lokamót 16. september á Korpunni og tókst það með afbrigðum vel og færri komust að en vildu enda vantaði ekki veðurblíðuna daginn þann og var það skemmtileg tilbreyting ffá mótaröðinni um sumarið. Fyrirkomulagið var punktakeppni og sigurvegari varð Bjöm Amórsson með 42 punkta. Boðið var uppá veitingar að móti og loknu og fór þá ffam verðlaunaafhendingin fyrir mótaröðina sem og mótið sjálft og síðan dregið úr skorkortum. Að endingu fóm allir glaðir til síns heima. Þegar þetta er skrifað hefúr fyrirkomulag móta- raðarinnar verið ákveðið fyrir sumarið 2007 og stefht er á átta umferðir og sú fyrsta hefst 15. maí. Við ljúkum svo vertíðinni með sjálfstæðu lokamóti, eins og í fyrra, laugardaginn 8. september á Korpunni. Allt um mótaröðina 2007 á grgolf.is. Nefndin Úrslit í mótaröðinni voru eftirfarandi: Konur án forgjafar: 1. Sigríður Th. Mathiesen 44 2. Aðalheiður Jörgensen 45 3. Helga Guðjónsdóttir 4í Konur m/forgjöf: 1. Helga Guðjónsdóttir 366 2. Aðalheiður Jörgensen 3. Ragnheiður Karlsdóttir 379 Karlar 55 ára og eldri án forgjafar: 1. Gunnar Ólafsson 393 2. Heiðar P. Breiðfjörð 405 3. Ómar Kristj ánsson 406 Karlar 55 ára og eldri m/forgjöf: 1. Kristinn Eymundsson 357 2. Hans Jakob Kristinsson 359 3. Gunnar Ólafsson 365 4. Ómar Kristjánsson 365 Karlar 70 ára og eldri án forgjafar: 1. Þorsteinn S. Steingrímsson 405 2. Magnús R. Jónsson 422 3. Ásgeir Nikulásson 434 Karlar 70 ára og eldri m/forgjöf: 1. Magnús R. Jónsson 2. Ásgeir Nikulásson 3. Hannes G. Sigurðsson 31 ♦ KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.