Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 4
4 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR ÖRYGGISMÁL Kerfisbundin könnun Veðurstofu Íslands á snjóflóða- hættu í dreifbýli bendir til að nokkur hundruð sveitabæir séu í töluverðri hættu. Uppbyggingu snjóflóðavarna í þéttbýli átti að ljúka í ár en verkið er aðeins hálfnað. Á fimmtán árum hefur á milli sjö til átta milljörðum króna verið varið til uppbyggingar á flóða- vörnum en heildarkostnaður stefn- ir í að verða allt að tuttugu millj- arðar. Framkvæmdir verða litlar sem engar til ársins 2013 vegna til- mæla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Verið er að taka saman yfirlit fyrir yfirvöld og almannavarna- nefndir um þekkt snjóflóðasvæði í dreifbýli. Snjóflóð hafa ítrekað fallið á sveitabæi á seinni árum, þó ekki hafi orðið slys nema í einu tilviki. Kannaðar eru heimildir og viðtöl tekin við staðkunnuga og heimamenn. Síðan eru aðstæður kannaðar á öllum lögbýlum með tilliti til snjóflóðahættu þó ekki sé um formlegt hættumat að ræða eins og í þéttbýli. „Ef eitthvað sérstaklega uggvænlegt kemur fram kann það að verða tilefni til aðgerða,“ segir Tómas Jóhannes- son, jarðeðlisfræðingur hjá VÍ. Tómas segir að eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík hafi verið gerð áætlun um að ljúka upp- bygginu snjóflóðavarna í þéttbýli fyrir árið 2010. Ýmislegt hafi hins vegar tafið fyrir. „Eðlilega var höfuðáhersla lögð á að verja þorp og bæi eftir slysin 1995. Búið er að byggja upp talsvert öryggisnet síðan þó enn sé langt í land með að ljúka því verki.“ Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg Snjóflóðavarnir í þéttbýli Flateyri Varnargarðar hafa verið reistir. Súðavík Flutningi íbúðarbyggðar- innar er lokið. Ísafjörður Varnargarður fyrir Seljalandshverfi hefur verið reistur og varnarfleygur ofan sorp- brennslunnar Funa; nokkur önnur verkefni hafa verið undirbúin. Bolungarvík Varnargarður ofan byggðarinnar er í byggingu. Bíldudalur Leiðigarður hefur verið reistur neðan Búðargils, þörf er á frekari varnaraðgerðum á nokkrum stöðum. Patreksfjörður Tvö verkefni hafa verið undirbúin. Ólafsvík Stoðvirki og varnargarð- ar hafa verið reist, frekari fram- kvæmdir eru ekki fyrirhugaðar. Siglufjörður Lokið er byggingu umfangsmikilla varnargarða og fyrsti áfangi stoðvirkja hefur verið reistur; eftir er að reisa umfangsmikil stoðvirki í hlíðinni ofan miðhluta bæjarins. Ólafsfjörður Leiðigarður hefur verið byggður ofan við heilsu- gæsluna og dvalarheimili aldraðra að Hornbrekku, frekari fram- kvæmdir eru ekki fyrirhugaðar. Neskaupstaður Lokið er byggingu varnargarðs og stoðvirkja undir Drangagili, unnið er að byggingu stoðvirkja undir Tröllagiljum; eftir eru nokkur stór verkefni sem hafa verið undirbúin að hluta. Seyðisfjörður Lokið er byggingu varnargarða á Brún í Bjólfi, frekari varnaraðgerða er þörf annars staðar en þær hafa ekki verið útfærðar. Eskifjörður Frumathugun um varnir fyrir bæinn hefur verið unnin en framkvæmdir eru ekki hafnar. Aðrir staðir Þörf kann að vera fyrir einhverjar varnaraðgerðir á nokkrum öðrum stöðum en tillögur um það hafa ekki verið mótaðar. Flateyri Bolungarvík Bíldudalur Patreksfjörður Ólafsvík Siglufjörður Ólafsfjörður Neskaup- staður Seyðisfjörður Eskifjörður Ísafjörður Súðavík Uppbygging snjóflóðavarna í þéttbýli einungis hálfnuð Síðan 1995 hefur sjö til átta milljörðum króna verið varið til uppbyggingar snjóflóðavarna. Ellefu þéttbýlis- staði þarf að verja. Metinn kostnaður um 20 milljarðar. Rannsókn sýnir að snjóflóðahætta er mikil víða. FRAKKLAND, AP „Ég held því fram að hún hafi verið fimm stjörnu fangelsi,“ segir franski sagn- fræðingurinn Claude Quetel, sem hefur sett upp í París sýningu tileinkaða Bastillunni, fangels- inu sem reiður múgur réðst á í upphafi frönsku byltingarinnar árið 1789. Að meðaltali voru 40 fangar í fangelsinu ár hvert. Þeir höfðu eigin klefa til umráða, sumir jafnvel heilar íbúðir og gátu þá haft húsmuni með sér að heiman og máttu bjóða vinum sínum í matarveislur. Þangað voru hvorki sendir þjófar né morðingjar heldur fólk sem raskaði ró heldri stétt- anna, svo sem heimspekingurinn Voltaire og rithöfundurinn Marquis de Sade. - gb Franskur sagnfræðingur: Bastillan var lúxusfangelsi VIÐSKIPTI Óverulegar eignir fund- ust í þrotabúi Atlantsskipa-Evr- ópu sem varð gjaldþrota fyrir rétt tæpu ári. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 891,6 milljónum króna, en skipt- um á búinu var lokið 12. nóvem- ber síðastliðinn, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Fram kemur að eignir félagsins hafi ekki hrokkið fyrir skipta- kostnaði. Atlantsskip-Evrópa hóf rekstur í apríl 2002 og keppti við bæði Eimskip og Samskip um frakt- flutninga. Haustið 2008 samdi fyrirtækið við Eimskip um að flutningar félagsins flyttust þangað. Um leið hætti félagið rekstri skipanna Jan Mitchell og Kársness. - óká Skiptum lokið á fraktfélagi: Lítið fékkst upp í 892 milljónir Utan þéttbýlis segir Tómas að verið sé að vinna hættumat á skíðasvæðum í samstarfi við rekstraraðila skíðasvæðanna. „En þau alvarlegu slys sem hafa orðið á síðustu árum hafa verið í dreif- býlinu og vegna ferðamennsku í óbyggðum. Þar hefur bæði fólk látið lífið og legið við mjög alvar- legum slysum. Síðan eru fjölmarg- ir vegakaflar víða um landið þar sem er ofanflóðahætta.“ Samtals hafa 53 látið lífið í snjó- flóðum sem fallið hafa á heimili, vinnustaði eða á opin svæði í þétt- býli á tímabilinu 1974 til 2010, en 18 hafa látist af völdum snjóflóða og skriðufalla á ferðalögum eða í óbyggðum á sama tímabili. Fjár- hagslegt tjón samfélagsins vegna ofanflóða hér á landi síðustu 36 árin er áætlað um 15 milljarð- ar króna. Efnislegt tjón er einnig gríðarlegt. svavar@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 6° -1° 1° -2° -1° 1° 1° 24° 3° 12° 9° 27° -9° 0° 12° -5°Á MORGUN Strekkingur NV-lands, annars víða hægari. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur NV-lands, annars víða hægari. 4 6 3 3 3 4 3 2 0 3 2 3 2 2 1 1 3 -6 -2 -5 -1 4 7 9 7 6 6 4 2 5 5 1 HLÝNANDI Það hlánar vestan- lands í dag og á morgun verður orðið frostlaust víða á láglendi. Lít- ils háttar úrkoma verður vestanlands næstu daga en nokkuð bjart um landið austanvert. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SUÐUR-KÓREA, AP Bandarískt flug- móðurskip, fjögur bandarísk her- skip og suður-kóreskur tundur- spillir tóku sér stöðu á Gulahafi í gærmorgun við upphaf sameigin- legrar heræfingar ríkjanna. Æfingin fer fram einungis fimm dögum eftir að norður-kór- eski herinn gerði stórskotaliðsár- ás á suður-kóresku eyjuna Yeon- pyeong og varð tveimur að bana auk þess að leggja tugi bygginga í rúst. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa varað við því að heræfing- in gæti komið af stað stríði milli nágrannaríkjanna. Bandarísk- ir og suður-kóreskir ráðamenn hafa aftur á móti sagt að æfingin sé hugsuð sem viðvörun til Norð- ur- Kóreumanna sem hugsi sig vonandi tvisvar um áður en þeir ráðist aftur á Suður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld hafa kall- að eftir neyðarráðstefnu ríkja í nágrenni Kóreuskaga í byrjun desember til þess að reyna að róa eldfimt ástandið. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa hins vegar verið tregir til að samþykkja slíka ráðstefnu þar til nágrannar þeirra láta af auðgun úrans. Samskipti ríkjanna á Kóreu- skaga, sem áttu í þriggja ára stríði á árunum 1950 til 1953, hafa versnað til muna síðan ríkisstjórn Lee Myung-bak tók við völdum í Suður-Kóreu árið 2008. Sú stjórn hefur komið fram af meiri hörku við granna sína en ráðamenn þar hafa átt að venjast. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sakað Suður-Kóreumenn um að ögrað þá til árásarinnar á þriðju- dag og hafa hótað því að bregðast við „án miskunnar“ ef heræfingin sem hófst í gær færist of nálægt landamærum ríkjanna. - mþl Sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hófust í gær: Mikil spenna á Kóreuskaga GULAHAF Í GÆR Fjögur bandarísk herskip auk flugmóðurskips taka þátt í heræfingunni á Gulahafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 26.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,8533 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,33 115,89 181,03 181,91 152,68 153,54 20,481 20,601 18,714 18,824 16,417 16,513 1,3763 1,3843 177,09 178,15 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.