Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 34
 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR22 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Búlgarinn Dimitar Ber- batov vann sigur á markaþurrð sinni á laugardag þegar Manchest- er United tók sig til og slátraði afar döpru liði Blackburn 7-1. Berbatov skoraði fimm mörk í leiknum og er aðeins fjórði leikmaðurinn til að afreka það að skora svo mörg mörk í einum og sama leiknum í ensku úrvalsdeildinni. „Það er ansi langt síðan ég hef skorað fimm mörk í einum leik. Ég gerði það síðast í leik í Búlg- aríu fyrir löngu. Að ná að afreka þetta í þessari deild og feta í fótspor Andy Cole og Alans Shearer er mikill heiður,“ sagði Berbatov eftir leikinn. Fyrir leikinn hafði hann ekki skorað fyrir United síðan hann gerði þrennuna mögnuðu gegn Liverpool í september. Sá búlgarski við- urkennir að markaþurrðin hafi verið farin að liggja þungt á sér en hann er nú markahæstur í deildinni. „Ég var farinn að hafa smá áhyggjur. Þegar þú ert sóknar- maður á fólk það til að horfa bara til þess hversu mörg mörk þú skorar. Ég sjálfur horfi meira til þess hvernig ég spila, hvort ég leggi upp og hvernig ég næ saman við liðsfélaga mína. En það er ánægjulegt að hafa náð þessum mörkum,“ sagði Berbatov. „Nú erum við komnir á toppinn og þar viljum við vera. Ég veit að það er mikið eftir en ef við höld- um áfram að spila svona þá höldum við okkur á þessum stað.“ Að flestra mati á United mikið inni en trónir á toppn- um þrátt fyrir það. Sir Alex Fergu- son hefur sjálfur sagst búast við því að liðið verði enn sterkara á seinni hluta tímabilsins. Chelsea og Arsenal eru tveimur stigum frá toppnum en Chel- sea gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í gær. „Við vorum óheppnir en við þurfum að gera betur fyrir framan markið. Eitt mark í þremur síðustu úti- leikjum er ekki góð tölfræði og við verðum að bæta þetta,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. „Það er auðvitað ekki gott að tapa toppsætinu og við verð- um að setja í næsta gír. Frammi- staða okkar um þessar mundir er ekki nógu góð.“ Tottenham vann síðan Liverpool í lokaleik helgarinnar í gær 2-1 þar sem Aaron Lennon skoraði sigur- markið í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu komist yfir. „Þeir byrjuðu leikinn mun betur og við vorum heppnir að lenda bara einu marki undir,“ sagði Harry Red- knapp, knattspyrnustjóri Totten- ham. „Þetta var stórkostlegur fót- boltaleikur tveggja liða sem lögðu áhersluna á sóknarleikinn. Eftir því sem á leikinn leið urðum við betri. Það var bjargað á línu frá okkur og við misnotuðum víta- spyrnu áður en við loks náðum að skora.“ Leikmenn enska boltans voru á skotskónum um helgina og hefur aldrei verið skorað meira í einni umferð síðan tuttugu liða deild var tekin upp. Þá náðu öll lið deild- arinnar að skora í nýafstaðinni umferð en það hefur aldrei gerst áður. elvargeir@frettabladid.is Markahæstu menn Markahæstir í ensku úrvalsdeildinni: Dimitar Berbatov, Man. United 11 mörk Carlos Tevez, Man. City 9 Andy Carroll, Newcastle 9 Tim Cahill, Everton 8 Johan Elmander, Bolton 8 Darren Bent, Sunderland 7 Kevin Nolan, Newcastle 7 Florent Malouda, Chelsea 7 Marouane Chamakh, Arsenal 7 BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON er í góðum málum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann er í 7.-8. sæti fyrir lokahringinn í dag en 20 efstu kylfingarnir komast áfram á lokamótið í úrtökumótaröðinni. Hann lék á 70 höggum í gær og er samtals á tveimur höggum undir pari.. HANDBOLTI Eftir að hafa tapað í Þýskalandi með tveggja marka mun gegn Grosswallstadt sáu Haukar ekki til sólar í seinni leikn- um á Ásvöllum um helgina. Þýsku gestirnir voru betri á öllum svið- um frá upphafi til enda og eru komnir áfram í EHF-bikarnum. Tjörvi Þorgeirsson og Þórð- ur Rafn Guðmundsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka sem komust annars lítt áleiðis í sóknar- leiknum og Birkir Ívar Guðmunds- son fann ekki taktinn í markinu. Grosswallstadt vann leikinn 28- 17 en liðið gerði út um hann strax í fyrri hálfleik, var átta mörkum yfir í leikhléi. Íslenski landsliðs- maðurinn Sverre Jakobsson lék vel í vörninni hjá gestunum. „Það var gaman að spila þenn- an leik og sem betur fer var þetta öruggur sigur hjá okkur. Þetta varð aldrei neitt stress. Við áttum ekki von á því að þetta yrði svona auðvelt en við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda,“ sagði Sverre sem fannst gaman að koma heim og spila. „Rosalega gaman. Manni fannst pressan á manni vera meiri en í venjulegum leik og ég sagði við strákana að það væri ekki mögu- leiki á að ég myndi fyrirgefa þeim ef þeir myndu spila svipaðan leik og síðast. Sem betur fer þá svöruðu þeir kallinu mínu,“ sagði Sverre. Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, bjóst við mjög erfiðum leik. „Við vorum að keppa við lið sem er mun betra en okkar lið. Við þurft- um að spila yfir getu til að halda í við þá en náðum því ekki í dag. Í Þýskalandi náðum við að spila frábæran varnarleik og keyrð- um hraðaupphlaupin grimmt á þá. Við fengum það ekki í dag og það er kannski stærsti munurinn. Við lentum í of mörgum tæknifeilum,“ sagði Halldór. - egm Haukar töpuðu stórt í seinni leik sínum gegn Grosswallstadt á laugardaginn: Leir í höndum Þjóðverjanna BJÓST EKKI VIÐ SVONA AUÐVELDUM SIGRI Sverre Jakobsson, varnarmaður Gross- wallstadt, bjóst við meiri keppni frá Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Enska úrvalsdeildin Aston Villa - Arsenal 2-4 0-1 Andrei Arshavin (38.), 0-2 Samir Nasri (44.), 1-2 Ciaran Clark (51.), 1-3 Marouane Chamakh (55.), 2-3 C. Clark (70.), 2-4 Jack Wilshere (92.). Bolton - Blackpool 2-2 0-1 Ian Evatt (28.), 0-2 Luke Varney (57.), 1-2 Martin Petrov (75.), 2-2 Mark Davies (88.). Everton - West Brom 1-4 0-1 Paul Scharner (15.), 0-2 Chris Brunt (25.), 1-2 Tim Cahill (41.), 1-3 Somen Tchoyi (75.), 1-4 Youssuf Mulumbu (86.). Fulham - Birmingham 1-1 0-1 Seb Larsson (19.), 1-1 Clint Dempsey (52.). Manchester United - Blackburn 7-1 1-0 Dimitar Berbatov (1.), 2-0 Park Ji-Sung (22.), 3-0 Berbatov (26.), 4-0 Berbatov (46.), 4-0 Ber- batov (46.), 5-0 Nani (47.), 6-0 Berbatov (61.), 7-0 Berbatov (69.), 7-1 Christopher Samba (82.). Stoke - Manchester City 1-1 0-1 M. Richards (80.), 1-1 M. Etherington (91.). West Ham - Wigan 3-1 1-0 Valon Behrami (33.), 2-0 Obinna (55.), 3-0 Scott Parker (74.), 3-1 Tom Cleverley (85.). Wolves - Sunderland 3-2 1-0 Foley (50.), 1-1 Bent (66.), 1-2 Welbeck (76.), 2-2 Hunt (81.), 3-2 Ebanks-Blake (88.) Newcastle - Chelsea 1-1 1-0 Andy Carroll (5.), 1-1 Salomon Kalou (44.) Tottenham - Liverpool 2-1 0-1 Martin Skrtel (42.), 1-1 Skrtel, sjálfsmark (66.), 2-1 Aaron Lennon (92.). STAÐAN Man. United 15 8 7 0 35-16 31 Chelsea 15 9 2 4 29-10 29 Arsenal 15 9 2 4 32-17 29 Man. City 15 7 5 3 20-12 26 Tottenham 15 7 4 4 23-20 25 Bolton 15 5 8 2 28-22 23 Sunderland 15 4 8 3 19-18 20 Stoke City 15 6 2 7 19-19 20 Newcastle 15 5 4 6 23-22 19 Liverpool 15 5 4 6 17-19 19 Blackpool 15 5 4 6 23-29 19 West Brom 15 5 4 6 20-26 19 Blackburn 15 5 3 7 18-25 18 Birmingham 15 3 8 4 16-18 17 Aston Villa 15 4 5 6 17-24 17 Everton 15 3 7 5 17-19 16 Fulham 15 2 9 4 15-18 15 Wigan Athletic 15 3 5 7 11-26 14 Wolves 15 3 3 9 17-27 12 West Ham 15 2 6 7 14-26 12 Enska B-deildin QPR - Cardiff 2-1 Heiðar Helguson var á bekknum hjá QPR. Scunthorpe - Coventry 0-2 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry. Þýska úrvalsdeildin Hoffenheim - Leverkusen 2-2 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði jöfnunarmark Hoff- enheim úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hollenska úrvalsdeildin AZ Alkmaar - Heerenveen 2-2 Kolbeinn Sigþórsson jafnaði metin fyrir AZ í lokin. ÚRSLIT Iceland Express-deild karla KFÍ - Keflavík 90-105 (32-46) Stig KFÍ: Carl Josey 21, Nebojsa Knezevic 18, Hugh Barnett 15, Craig Schoen 14, Darco Milos- evic 10, Pance Ilievski 5, Ari Gylfason 5, Daði Berg Grétarsson 2. Stig Keflavíkur: Sigurður Þorsteinsson 28, Lazar Trifunovic 24, Valentino Maxwell 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Gunnar Einarsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 3, Gunnar Stefánsson 3. Snæfell - Stjarnan 114-96 (42-45) Stig Snæfells: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 21, Emil Þór Jóhannsson 21, Jón Ólafur Jónsson 19, Ryan Amaroso 15, Egill Egilsson 14, Sean Burton 14, Gunnlaugur Smárason 3, Daníel Kazmi 3, Atli Rafn Hreinsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 25, Justin Shouse 25, Jovan Zdravevski 16, Kjartan Atli Kjartansson 6, Ólafur Aron Ingvason 6, Daníel G. Guðmundsson 5, Fannar Freyr Helgason 5, Guðjón Lárusson 4, Sigurbjörn Ottó Björnsson 2, Birgir Björn Pétursson 2. Tindastóll - Fjölnir 91-81 STAÐA EFSTU LIÐA Snæfell 9 8 1 903-827 16 KR 8 6 2 809-687 12 Grindavík 8 6 2 718-637 12 Hamar 8 5 3 668-650 10 Stjarnan 9 5 4 795-784 10 Keflavík 8 5 3 701-682 10 Iceland Express-d. kvenna Grindavík - Haukar 41-61 Hamar - Fjölnir 102-76 Keflavík - KR 92-49 ÚRSLIT SUND Ragnheiður Ragnarsdótt- ir var sjö hundraðshlutum úr sekúndu frá sæti í úrslitum í 50 m skriðsundi á EM í 25 m laug í Eindhoven í Hollandi. Ragnheiður varð í 9.-11. sæti í undanúrslitunum þegar hún synti á 25,04 sekúndum sem er tíu hundraðshlutum úr sekúndu frá Íslandsmeti hennar. Hún komst einnig í undanúr- slit í 100 m skriðsundi en aðrir íslenskir keppendur komust ekki upp úr undanriðlunum. - esá Ragnheiður í 9.-11. sæti: Góður árangur á EM í sundi RAGNHEIÐUR Hársbreidd frá sæti í úrslitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum á æfinga- móti í Noregi um helgina. Mótið var liður í undirbúningi liðanna fyrir EM í Noregi og Danmörku í næsta mánuði. Ísland mætti fyrst Noregi á föstudaginn og tapaði stórt, 35- 14. En liðið sýndi á sér allt aðra og betri hlið gegn Dönum á laugar- daginn þegar liðið tapaði með sex marka mun, 30-24, eftir að hafa verið í góðri stöðu í 45 mínútur. Í gær tapaði Ísland svo fyrir Serbum, 30-28, og lék liðið aldrei betur á mótinu en í síðari hálfleik í þeim leik. „Ég er þokkalega ánægð- ur með helgina,“ segir Júlí- us Jónasson landsliðsþjálfari. „Fyrsti leikurinn var kjafts- högg en við komum til baka og var ég sérstaklega ánægður með viðbrögð leikmanna eftir leikinn gegn Nor- egi.“ Hann segir að leikmenn hefðu tekið bæði eigin gagnrýni þjálfaranna sem og eigin gagnrýni vel. „Við fórum vel yfir leikinn gegn Noregi og þær svöruðu gagnrýninni vel. Það var allt annað að sjá til liðsins gegn Dönum,“ segir Júlíus. „Það hefur verið góður stígandi í liðinu og við áttum frábærar 20 mínútur í seinni hálfleik gegn Ser- bum. Þá stimpluðum við okkur inn í leikinn og við hefðum hæglega getað fengið meira úr honum.“ Hann segist vera ósmeyk- ur fyrir átökin fram undan á EM. „Ef við sjálf værum smeyk værum við í slæmum málum. Við vitum að þetta verð- ur erfitt en ég er sann- færður um að við getum náð góðum úrslit- um á EM.“ - esá Íslenska kvennalandsliðið á æfingamóti í Noregi: Kjaftshögg í upphafi en komum til baka JÚLÍUS JÓNASSON Stíflan brast með stórflóði Dimitar Berbatov skoraði fimm mörk í stórsigri á Blackburn. Þó að Manchester United hafi enn ekki fundið meistarataktinn á tímabilinu er liðið í toppsætinu. FIMM FINGUR Á LOFTI Dimitar Berbatov bættist í hóp þeirra Andy Cole, Jermain Defoe og Alans Shearer sem allir hafa skorað fimm mörk í einum leik í ensku úrvals- deildinni. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.