Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 12
12 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Það setti að mér hroll, þegar ég sá aug-lýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema“ og svo var mynd af farmiða til útlanda – en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag, sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórn- völd vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta myndi leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli vel- megunar þjóða og öflugs þekkingarsamfé- lags liggja sterk bönd. Það gerum við ann- ars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskóla- starfið, kennslu og rannsóknir, til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hags- muni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigrein- um til að uppfylla áætlaða þörf í hátækni- iðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tek- ist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfest- ingu til þessa málaflokks með flötum nið- urskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að for- gangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim. Útskriftargjöfin til háskólanema Menntamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Kjörsóknin léleg Kosningaþátttaka í stjórnlagaþings- kosningunum var dræm á alla mælikvarða. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, reyndi ekki að draga dul á þá staðreynd en benti réttilega á að ástæðurnar fyrir fámenninu geta verið margar. Fram- bjóðendurnir sjálfir brugðust við tíðindum á ólíkan máta. Gleðiefni fyrir kjósendur? Eiríkur Bergmann Einarsson dósent sagði kjörsóknina vera gleðiefni fyrir kjósendur: „Kjósendur ættu bara að vera glaðir með dræma kjörsókn því þá vega atkvæði þeirra bara meira.“ Illugi Jökulsson ritstjóri sagði 40 prósent þjóðarinnar vel marktækan hóp: „Þeir sem nú hafa hag af því að dæma stjórnlagaþingkosningarnar misheppnaðar vegna lítillar kjörsóknar eru einmitt þeir sömu og vildu alls ekki kosningarnar. Spilið ekki upp í hendurnar á þeim. Fjörutíu prósent þjóðarinnar eru vel rúmlega marktækur hópur, og þeir sem verða kosnir á stjórnlagaþing- ið geta spilað frábærlega úr þessari nið- urstöðu.“ Stjórnlagaþingið farsi? Skafti Harðarson rekstrarstjóri taldi kjörsóknina aftur á móti vera til marks um það að kjósendur hefðu hafnað þinginu: „kjörsóknin er talin vera einhvers staðar í kringum 40%. Ef rétt er þá hefur meirihluti kjósenda hafnað þeim farsa sem þetta stjórn- lagaþing er.“ Að kjarna málsins komst hins vegar VIlhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður í stuttri færslu á Facebook: „var að vonast til þess fyrirfram að kjörsókn slefaði yfir 50%, en virðist ekki verða að ósk sinni. Það eru vonbrigði, en við gerum gott úr þessu samt.“ magnusl@frettbladid.isS tjórnlagaþingið er merkileg tilraun í lýðræðislegum stjórn- arháttum. Það er nýtt fyrir Íslendingum að geta farið fram- hjá stjórnmálaflokkunum við kosningar og að kjósa ein- vörðungu persónur, sem bjóða sig fram á eigin forsendum. Það er sömuleiðis nýtt fyrir okkur að kjósa þing sem hefur það eina verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Hún er grundvöll- urinn undir alla aðra löggjöf í landinu en hefur þó aldrei verið í forgangi hjá okkar háa Alþingi. Þingmenn hafa í meira en sextíu ár gert margar atrennur að heildarendurskoðun á plagginu en aldrei náð lendingu. Flokks- og kjördæmahagsmunir hafa þvælzt fyrir. Af þessum sökum mátti ætla að Íslendingar tækju kosningun- um til stjórnlagaþings fagnandi. Það eru vissulega vonbrigði að meirihluti þjóðarinnar ákvað að sitja heima. Fara þarf heila öld aftur í tímann til að finna dæmi um jafnslaka þátttöku í almenn- um kosningum. Margar ástæður geta verið fyrir þessu. Mörgum þótti kosninga- fyrirkomulagið vafalaust flókið; að þurfa að skrifa margar tölur á blað í stað þess að setja einfaldan kross eins og venjulega. Fjöldi frambjóðendanna spilaði áreiðanlega líka inn í. Þótt út af fyrir sig sé jákvætt að á sjötta hundrað manns taldi sig eiga erindi í framboð til stjórnlagaþings, gerði þessi gríðarlegi fjöldi að verkum að fjölmiðlar gátu ekki kynnt frambjóðendur með góðu móti og á milli þeirra varð ekki til nein umræða að ráði, sem gat varpað ljósi á mismunandi áherzlur og ýtt við fólki að taka afstöðu. Það kann sömuleiðis að hafa spilað inn í að þetta eru þriðju kosn- ingarnar á árinu og örari kosningar draga iðulega úr þátttöku. Það er reynslan frá löndum, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru tíðar og hugsanlega þurfum við að búa okkur undir að kjörsókn fari minnk- andi, því að það virðist nú nokkuð almenn skoðun, jafnt á Alþingi og meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings, að gefa eigi almenningi í auknum mæli kost á að greiða atkvæði um ýmis mikilvæg mál. Hugsanlegt er að meirihluti þjóðarinnar hafi ekki talið neina þörf á að endurskoða stjórnarskrána. Sé það raunin, kann meirihlutinn þó að hafa gert mistök með því að sitja heima, vegna þess að þá hafa þeir sem vildu breytingar fremur mætt á kjörstað og þá kosið fram- bjóðendur sem vilja gera miklar breytingar. Hvort það er raunin, kemur í ljós þegar lokið verður við að telja upp úr kjörkössunum. Svo geta einhverjir hafa álitið kosninguna tómt píp og peninga- eyðslu og stjórnlagaþing ranga aðferð til að endurskoða stjórnar- skrána. Þeir hinir sömu hefðu samt ekki átt að sitja heima, heldur mótmæla með hefðbundnum hætti með því að koma á kjörstað, en skila auðu. Verst af öllu er ef hin litla kosningaþátttaka er til merkis um að meirihluti Íslendinga láti sér einfaldlega standa á sama um stjórn- arskrána og stjórnskipunina. Ef svo er, eigum við að hafa áhyggjur af lýðræðisvitund almennings. Þá kann að vera að við viljum aðeins fara á kjörstað þegar það snertir áþreifanlega hagsmuni okkar, en höfum litlar áhyggjur af því hvers konar grundvöllur er lagður að samfélaginu sem við búum í. Er meirihlutanum sama um stjórnarskrána? Af hverju kusu svo fáir? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.