Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 8
8 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR WASHINGTON, AP Upplýsingar úr 250 þúsund leynilegum skjölum sem vefsíðan Wikileaks hefur undir höndum, voru birtar í fjölmiðlum víða um heim í gærkvöldi. Skjölin sem um ræðir koma úr sendiráð- um Bandaríkjanna um allan heim og veita sjaldséða innsýn í starf- semi bandarísku utanríkisþjónust- unnar. Meðal þess sem kemur fram í skjölunum er að Abdullah, konung- ur Sádi-Arabíu, og fleiri leiðtogar í arabaheiminum hafa hvatt Banda- ríkin til að gera innrás í Íran til bregðast við tilraunum Írana til að koma sér upp kjarnavopnum. Þar er einnig lýst yfir miklum áhyggj- um af öryggi kjarnaefna í Pakistan sem nota mætti til að smíða kjarna- vopn og sagt er frá umfangsmiklu tölvuþrjótaneti kínverskra stjórn- valda. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu skjalabirtinguna í gær og sögðu hana stefna lífi bandarískra ríkis- borgara í hættu. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, vísaði gagn- rýninni á bug og sagði bandarísk stjórnvöld hrædd við að svara fyrir gjörðir sínar. Tölvuþrjótar réðust á Wiki- leaks um miðjan dag í gær og lá síðan niðri fram á kvöld. Nokkrir alþjóðlegir fjölmiðlar, þar á meðal New York Times og The Guardian, höfðu hins vegar fengið aðgang að skjölunum með fyrirvara og birtu upplýsingar úr þeim í gærkvöldi. Einhvers misskilnings virð- ist gæta um tengsl Wikileaks við Ísland því Liz Cheney, fyrrum starfsmaður í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og dóttir Dicks Cheney fyrrum varaforseta, kom fram á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær og hvatti þar íslensk stjórn- völd til að loka fyrir vefsíðuna. magnusl@frettabladid.is Ómissandi WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 VERSLANIR Meira í leiðinni KULDAFATNAÐUR Á HAGSTÆÐU VERÐI VERÐ: 1.990 KR. VERÐ: 7.990 KR. VERÐ: 9.990 KR. VERÐ: 14.990 KR. VERÐ: 6.890 KR. VERÐ: 6.790 KR. SAMFÉLAGSMÁL Átakinu Hjálpar- sveinar hefur verið ýtt úr vör en markmið þess er að létta börnum lífið og leyfa þeim að njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hjálparsveinar eru hluti af starfi Barnabross sem Andrea Margeirs- dóttir og Rannveig Sigfúsdóttir stofnuðu í haust. Átakið stendur til 6. desember og eru áhugsamir beðnir að skila lít- illi gjöf eða fjárframlagi til kaupa á gjöf á sölustaði Olís. Fulltrúar Hjálparstofnunar kirkjunnar og námsráðgjafar í skólum munu svo dreifa gjöfunum til viðeigandi aðila um land allt. Andrea segir að verk- efnið hafi gengið mjög vel þessa fyrstu daga. „En við þurfum að fá enn fleiri með okkur í þetta. Það er ekkert mál að taka þátt. Til dæmis hefur fólk á vinnustöðum tekið sig saman með þeim hætti að hver og einn hefur komið með eina gjöf og svo hefur verið farið með þær allar í einu til Olís,“ segir Andrea. Hún segir Hjálparsveina alls staðar hafa mætt miklum hlýhug og vonar að sem flestri geti tekið þátt. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni barnabros.is á Netinu. - þj Framtakssamar konur safna jólagjöfum handa börnum: Allir geta verið hjálparsveinar UMFERÐARMÁL Hvert banaslys í umferðinni kostar samfélagið um 356,2 milljónir króna, eða 17,3 milljónir danskra króna. Er það samkvæmt nýjustu útreikn- ingum sem gerðir hafa verið fyrir danska samgönguráðu- neytið. Umferðarstofa greindi frá málinu í síðustu viku. Þeir þættir sem liggja til grundvallar útreikningunum eru meðal ann- ars kostnaður við útköll lögreglu og björgunarliða, lækna, vinnu- tap fórnarlambsins og fjölskyldu þess svo eitthvað sé nefnt. - sv Kostnaður umferðarslysa: Banaslys kosta 350 milljónir VÍSINDI Óbeinar reykingar kosta 600 þúsund manns lífið ár hvert. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem birt er í breska læknatímarit- inu Lancet. Rannsökuð voru gögn frá árinu 2004 frá alls 192 löndum. Í ljós kom að 40 prósent barna og þrjátíu prósent karla og kvenna sem ekki reykja anda reglulega að sér reyk frá reykingafólki. Vísindamennirnir telja að óbein- ar reykingar séu ár hvert valdar að 379 þúsundum þeirra dauðsfalla, sem stafa af hjartasjúkdómum, 165 þúsundum dauðsfalla vegna lungna- bólgu eða skyldra sjúkdóma, 36.900 dauðsfalla vegna astma og 21.400 dauðsfalla vegna lungnakrabba- meins. Þessi 600 þúsund dauðsföll bætast við þær 5 milljónir manna sem ár hvert láta lífið vegna beinna reyk- inga. „Þetta hjálpar okkur að skilja þann raunverulega toll sem tóbak- ið tekur,“ segir Armando Perurga, framkvæmdastjóri hjá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni. - gb Áhrif óbeinna reykinga kortlögð í nýrri rannsókn: Kosta um 600 þús- und líf á hverju ári REYKINGAR Fjörutíu prósent barna stunda óbeinar reykingar, samkvæmt rannsókninni. NORDICPHOTOS/AFP SAMTAKAMÁTTUR Þær Andrea og Rannveig í Barnabrosum taka höndum saman með jólasveinum og öðrum góðum fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fyrirskipaði að njósnað skyldi um SÞ Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf frá sér skipun um að njósnað skyldi um forystu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í skjölum sem vefsiðan Wikileaks hefur undir höndum. JULIAN ASSANGE Wikileaks lá niðri fram eftir degi í gær eftir árás tölvuþrjóta í aðdraganda skjalabirtingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Hilary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrirskipaði að njósna skyldi um forystumenn Sameinuðu þjóðanna. ■ Meint tengsl ríkisstjórnar Rúss- lands og skipulagðrar glæpa- starfsemi eru reifuð. ■ Sagt er frá samtali forseta Jemens og bandarísks hershöfð- ingja um árásir á al Kaída-liða í Jemen þar sem forsetinn segir: „Við munum halda áfram að segja að sprengjurnar séu frá okkur, ekki ykkur.“ ■ Fjölmörgum stjórnmálamönn- um er lýst í skjölunum á berorðari hátt en vanalegt er í samskiptum milli þjóða. ■ Nokkrir breskir stjórnmálamenn, þar á meðal David Cameron forsætisráðherra, eru gagnrýndir í skjölunum. Meðal þess sem fram kemur leynileg skjöl úr sendiráðum Bandaríkjanna ætlar Wiki- leaks að birta á heimasíðu sinni. 250 þúsund 1. Hvaða fréttastöð valdi Reykja- vík sem einn af tíu bestu stöðum til að verja jólunum á? 2. Hver er titill nýútkominnar skáldsögu Kristínar Steinsdóttur? 3. Hver skrifar um þessar mundir handrit um vistheimilið Silungarpoll? SVÖR 1. Fréttastöðin CNN. 2. Ljósa. 3. Guðrún Ragnarsdóttir. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.