Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 12
12 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Við gerum Vínbúðina Skeifunni fallegri og betri Vínbúðin Skeifunni verður lokuð til 10. febrúar vegna endurbóta. Opnum aftur 10. febrúar Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Sjáumst eldhress á eftir, við erum tilbúnir að taka á móti mikilli traffík. Stutt bið, þó svo það eru 30 manns í röð. Heilsuátak með aukinni fiskneyslu GELLUR OG KINNAR HROGN OG LIFUR Fiskfars 550 kr.kg Fiskhakk 790 kr.kg kinnar Nýjar og nætursaltaðar 790 kr.kg Ýsuflök 1.390 kr.kg Stór og falleg flök, ekki ein hverjir smátittir eins og fást í ákveðinni verslun. í sósu Fiskréttir 1.390 kr.kg Karrýkókós, Mangósósa, Tikka masala sósa, Sinneps og graslaukur, Hvítlaukspipar sósa og fleiri og fleiri. Lingaphone námskeið Óska eftir að kaupa íslenskt enskt lingaphone námskeið sem samanstendur af einni stórri kennslubók innbundin sem kilja sem á stendur íslenskt enskt lingaphonenámskeið. Námskeiðið samanstendur af kennslubók, kassettum og tösku undir námskeiðið. Ég borga 50.000 kr fyrir námskeiðið. Björgvin Ómar Ólafsson s. 865-7013. VIÐSKIPTI Farþegum fjölgaði um 14,4 prósent hjá Icelandair milli áranna 2009 og 2010 að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kaup- hallar Íslands. Alls flutti félagið í fyrra 1,5 milljónir farþega. „Sætanýting Icelandair í reglulegu áætlun- arflugi á síðasta ári var sú besta í sögu félags- ins eða 78,4 prósent, sem er 3,4 prósentustigum betri en árið á undan þegar hún var 75 prósent,“ segir jafnframt í tilkynningunni og árangurinn þakkaður nákvæmari stýringu og eftirliti. Fram kemur að í fyrra hafi orðið nokkur breyting á hlutföllum markaðshópa félagsins. „Farþegar til Íslands og frá Íslandi voru ámóta margir og árið á undan, en farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll milli heimsálfanna fjölgaði um 51 prósent og voru tæplega 40 prósent af heildinni.“ Haft er eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi reynt verulega á sveigjan- leika og rekstur félagsins hafi það styrkt stöðu sína. „Og þar skipti Inspired by Iceland-átakið miklu máli,“ segir hann. Icelandair ætlar enn að auka sætaframboð sitt, nú um 17 prósent. „Og ef að líkum lætur mun farþegum fjölga um 250 þúsund og fara í rúmlega 1,7 milljónir, og verða fleiri en nokkru sinni áður,“ segir í tilkynningu félagsins. - óká Icelandair flutti 1,5 milljónir farþega 2010 sem er 14,4 prósentum meira en árið áður: Sætanýting Icelandair aldrei verið betri Í BÍÓSAL LOFTLEIÐA Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, kynnir fjárfestum stöðu félagsins á fundi í nóvember síðastliðnum. UMHVERFISMÁL „Gangi frumvarp- ið óbreytt í gegn mun það skaða skógrækt á Íslandi stórlega til frambúðar.“ Svo segir í bréfi sem Skógrækt- arfélag Íslands hefur sent aðild- arfélögum sínum um allt land, 61 talsins. Tilefnið er framkomin drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarfélagið hvetur aðild- arfélögin í bréfinu til að mótmæla drögunum. „Ljóst er að ekkert samráð hefur verið haft við Skógræktar- félag Íslands né einstök aðildar- félög þess af hálfu þeirrar nefnd- ar sem samið hefur áðurnefndar frumvarpstillögur,“ segir enn fremur. „Ljóst er eftir aflestur frumvarpsins að það mun íþyngja mjög framkvæmd alls skógrækt- arstarfs í landinu.“ Þá segir að það virðist vera markviss tilgangur frumvarpsins að setja öllum „framandi lífver- um“ meðal annars þeim trjáteg- undum, sem nú eru helst notaðar í skógrækt, skorður og hömlur, að því er virðist sakir þess að allar tegundir sem séu framandi gætu, í náinni eða fjarlægri framtíð, átt eftir að reynast ágengar og fram- andi lífverur. „Í þessu sambandi ber að geta þess að 70% þeirra trjáa sem árlega eru gróðursett á Íslandi teljast „framandi lífverur“ í skiln- ingi greinargerðar við frumvarps- tillögurnar. Sömu aðilar og settu saman frumvarpstillögurnar hafa áður dæmt allar þær trjátegund- ir í flokk með „helstu ágengum og framandi tegundum á Íslandi“. Hafa þeir sent skrifstofu samn- ings Sameinuðu þjóðanna um líf- fræðilega fjölbreytni lista yfir 20 „verstu og ágengustu framandi lífverur í íslensku lífríki“, segir í bréfinu. Þá er bent á að engin almenn sátt sé um það innan íslenska fræðasamfélagsins né annars staðar í samfélaginu um hvenær telja skuli lífveru framandi og hvenær innlenda. Komið verði á umfangsmiklu eftirlits-, skrif- finnsku- og skattheimtukerfi þar sem allur innflutningur og rækt- un framandi tegunda séu háð geðþótta og óskoruðu valdi eft- irlitsstofnunar til leyfisveitinga. Auk þess verði ræktendum gert að vinna svokallað hættumat og greiða Umhverfisstofnun leyfis- veitingu. Ráðherra fái heimild til að ganga þvert gegn stjórnar- skrárvörðum eignarrétti og eyða tegundum á eignarlöndum sam- kvæmt mati eftirlitsstjórnvalds- ins hverju sinni. jss@frettabladid.is SKÓGRÆKTIN Skógræktarfélag Íslands hvetur aðildarfélög sín til að mótmæla drög- um að frumvarpi um náttúruvernd sem umhverfisráðherra hefur kynnt. FRETTABLADID/VILHELM Skógræktarfélagið hvetur til mótmæla Skógræktarfélag Íslands hefur sent rúmlega sextíu aðildarfélögum bréf þar sem þau eru hvött til að mótmæla drögum að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. Ný lög eru sögð skaða skógrækt á Íslandi stórlega til frambúðar. þeirra trjáa sem árlega eru gróður sett á Íslandi teljast „framandi lífver- ur“ í skilningi greinargerðar við frumvarpstillögurnar. 70% BANDARÍKIN Í byrjun næsta árs taka gildi í Bandaríkjunum nýjar regl- ur Matvælaeftirlits Bandaríkjanna (FSIS) sem gera framleiðendum skylt að upplýsa um næringargildi á umbúðum 40 algengustu kjöt- og fuglakjötstegunda í verslunum. Greint er frá því á vef Landssam- bands kúabænda (naut.is) að með reglunum eigi að sporna við offitu- faraldri í Bandaríkjunum. Hluti af því sé betri upplýsingagjöf um nær- ingargildi matvöru. Í tilkynningu FSIS er haft eftir Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, að sífellt fleiri fjöl- skyldur þar í landi kalli eftir upp- lýsingum um næringargildi sem séu auðskiljanlegar og fljótlegt að kynna sér. „Við þurfum að beita öllum ráðum til að hjálpa neytend- um að taka upplýstar ákvarðanir með hjálp slíkra merkinga,“ segir hann. Fram eiga að koma upplýsingar um fjölda kalóría og heildarfitu- innihald og skiptingu milli mett- aðra og ómettaðra fitusýra. „Athygli vekur að engar tilraun- ir verða gerðar til þess að upplýsa neytendur um hormónainnihald kjötsins, en eins og kunnugt er eru hinir umdeildu vaxtarhormónar leyfðir við nautakjötsframleiðslu í Bandaríkjunum,“ segir á vef Lands- sambands kúabænda. - óká KJÖT Á GRILLI Framleiðendum í Bandaríkjunum verður brátt skylt að merkja kjötvör- ur með upplýsingum um næringargildi og fituprósentu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tekið á offituvanda í Bandaríkjunum með bættum merkingum kjötvöru: Kjöt merkt með fituinnihaldi ÚTI AÐ GANGA Sascha Prehn með gæludýrið sitt á göngutúr í heimabæ sínum, Berkentin í norðanverðu Þýska- landi. Eftir að bæjarbúar fóru að kvarta hefur Prehn gætt þess að fara einkum fáfarnari götur með tígrisdýrið, sem heitir Sina. NORDICPHOTOS/AFP FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.