Fréttablaðið - 12.01.2011, Qupperneq 18
18 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
Þann 18. desember sl. voru sam-þykkt á Alþingi lög nr. 151/2010
sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001
um vexti og verðtryggingu. Í þess-
um nýju lögum er skýrt kveðið á um
að kröfuhafa beri að endurgreiða
skuldara þá fjárhæð sem hann hefur
ranglega af honum haft vegna ólög-
mætra vaxta og/eða verðtrygging-
ar. Einnig leggja lögin þá skyldu á
fjármálafyrirtæki, sem veitt hefur
slík ólögmæt lán, að senda skuld-
ara útreikning á nýjum höfuðstól
og/eða endurgreiðslu ofgreidds
fjár sem af uppgjörinu leiðir eigi
síðar en 60 dögum eftir gildistöku
laganna. Þessi tilhögun greiðslu-
uppgjörs er vitaskuld góðra gjalda
verð og til þess fallin að draga úr
óvissu um meðferð gengistryggðra
bíla- og húsnæðislána. Undirritað-
ur hefur hins vegar efasemdir um
að endurútreikningur verði klárað-
ur fyrir nefnt tímamark og mun
tíminn leiða í ljós hvort þau háleitu
markmið sem lögin setja í þessum
efnum verði uppfyllt.
Tilgangur greinar þessarar er
að benda á tvö atriði í nýju lögun-
um er vakið hafa undirritaðan til
umhugsunar og lúta annars vegar
að því hvers konar lánsskuldbind-
ingar falli undir lögin og hins vegar
að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti
hafa orðið að lánssamningi sem
inniheldur ólögmætt gengistrygg-
ingarákvæði.
Varðandi fyrrnefnda atriðið
kemur fram í lögunum að þau taki
til húsnæðislána til neytenda sem
falli undir skilgreiningu B-liðar 68.
gr. laga um tekjuskatt og einnig til
lánssamninga og eignaleigusamn-
inga sem einstaklingar hafa gert
við fjármálafyrirtæki vegna kaupa
á bifreið til einkanota.
Að mati undirritaðs er þessi
þrönga skilgreining á hugtakinu
húsnæðislán í lögunum til þess fall-
in að mismuna skuldurum gengis-
tryggðra lána, enda er það skilyrði
samkvæmt nefndu ákvæði tekju-
skattslaganna að lán hafi verið
tekið vegna kaupa eða byggingar á
húsnæði til eigin nota. Í þessu felst
að lögin ná ekki til allra einstakl-
inga sem tekið hafa lán sem tryggð
eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem
dæmi falla utan við gildissvið lag-
anna svonefnd lánsveð, t.d. þegar
einstaklingur hefur fengið veð að
láni hjá vinum eða vandamönnum.
Hið sama á við um einstaklinga
sem sitja uppi með tvær fasteign-
ir á gengistryggðum lánum og ekki
hefur tekist að selja fyrra húsnæði
í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er
sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin
nota undanþegin samkvæmt lögun-
um. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst
að margs konar takmarkatilvik geta
komið upp varðandi túlkun á þessu
skilyrði. Sömu sögu er að segja um
það skilyrði laganna að bifreið hafi
verið keypt til einkanota, t.d. varð-
andi bifhjól og leigubifreiðar sem
nýttar eru bæði í einkaerindum
og atvinnurekstri. Undirritaður er
þeirrar skoðunar að lögin standist
að þessu leyti tæpast jafnræðisá-
kvæði laga og stjórnarskrár.
Síðarnefnda atriðið sem undir-
ritaður telur ástæðu til að vekja
athygli á er áhrif skuldaraskipta
á endurútreikning gengistryggðra
lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga
nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr.
38/2001, er ákvæði er mælir fyrir
um að ef einu sinni eða oftar hafa
orðið aðila- eða skuldaraskipti að
slíkum lánssamningi skuli hver
skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagn-
vart kröfuhafa til leiðréttingar á
greiðslum vegna lánsins. Réttindi
og skyldur hvers og eins aðila skuli
miðast við þann tíma sem viðkom-
andi var skuldari lánssamnings og
leiðrétting nái bæði til greiðslna og
höfuðstóls á því tímabili samkvæmt
ákveðnum reglum sem nánar eru
útlistaðar í lögunum.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að skuldaraskipti hafa undan-
tekningarlítið átt sér stað í tengslum
við eigendaskipti að veðsettum eign-
um. Þegar slík yfirtaka á sér stað
tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi
og skyldur samkvæmt viðkomandi
lánssamningi á yfirtökudegi. Að
mati undirritaðs eiga leiðréttingar
á ofgreiðslum á samningstímanum
í slíkum tilvikum að renna óskert-
ar til þess aðila sem yfirtekið hefur
viðkomandi lánssamning en ekki
fyrri skuldara samningsins. Með
lögunum er hins vegar rótgrónum
reglum kröfuréttar um aðilaskipti
að kröfum og reglum um viðskipta-
bréf breytt og mælt fyrir um sjálf-
stæðan rétt fyrri skuldara gagn-
vart kröfuhafa til leiðréttinga á
ofgreiðslum. Undirritaður telur því
hugsanlegt að lögin gangi í berhögg
við eignaréttarákvæði stjórnar-
skrár og reglum um bann við aftur-
virkni laga. Er því mikilvægt fyrir
núverandi skuldara gengistryggðra
lánssamninga að kanna réttarstöðu
sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi
með lagasetningunni hugsanlega
bakað sér skaðabótaskyldu.
Í byrjun ársins 2010 var bjartsýni ríkjandi í íslenskri ferðaþjón-
ustu. Fregnir bárust um góða bók-
unarstöðu og útlit var fyrir að árið
yrði jafnvel hið stærsta frá upphafi.
Gosið í Eyjafjallajökli setti alvar-
legt strik í reikninginn og vakti
ótta um að sumarið 2010 yrði þungt
í skauti. Sameiginlegt átak stjórn-
valda og ferðaþjónustunnar gerði
sitt til að snúa þeirri þróun við.
Ráðist var í heildstætt markaðsá-
tak í virkri samvinnu, sem sýndi
hvernig aðilar geta tekið höndum
saman til að bregðast við bráða-
vanda. Ekki má þó gleyma að mark-
aðssetning íslenskrar ferðaþjónustu
er ekki grundvölluð á átaksverkefn-
um, heldur viðvarandi vinnu við að
vekja og viðhalda áhuga almenn-
ings og söluaðila á erlendum mörk-
uðum. Sú vinna byggir á daglegum
samskiptum, sterkum skilaboðum
og heildarsýn, þar sem hlutverk
hins opinbera í almennri landkynn-
ingu er vel skilgreint
Nú í lok ársins 2010 gefa tölur
til kynna milli eins og tveggja
prósenta fækkun erlendra gesta,
sem telst viðunandi þegar horft
er til atburða liðins árs og efna-
hagsástandsins á þeim mörkuðum
sem við sækjum helst á. Jákvæð-
ar fréttir erlendra fjölmiðla upp á
síðkastið, þar sem Ísland er sett í
öndvegi áfangastaða næsta árs,
eru meðal þess sem vekja vonir
um að árið verði gjöfult. En fleiri
ferðamenn kalla á aukna uppbygg-
ingu – og í ljósi þess að helsta auð-
lind ferðaþjónustunnar er sameign
okkar í íslenskri náttúru þurfum
við nú að taka höndum saman um
að byggja upp gæðaferðaþjónustu
sem vaxið getur til framtíðar í sátt
við umhverfið. Þar hefur Ferða-
málastofa mikilvægu hlutverki að
gegna.
Tryggja þarf öryggi ferðamanna,
bæði á vinsælum ferðamanna-
stöðum og með því að skilgreina
ramma fyrir ferðaþjónustuverk-
efni að starfa eftir. Gera þarf kröf-
ur til fyrirtækja um gæði vöru og
þjónustu. Ferðaþjónustufyrirtæki
eiga hagsmuni af því að hér þró-
ist sjálfbær gæðaferðaþjónusta,
þar sem þau skilaboð eru send út
að almenningur og rekstraraðilar
beri virðingu fyrir umhverfi sínu
og sérstæðri náttúru landsins.
Ferðaþjónustan skapar störf um
allt land og við þurfum að vinna að
því að auka arðsemi þeirra starfa
og tryggja að um sem flest heilsárs-
störf verði að ræða. Ferðaþjónustan
er mikilvægur liður í byggðafestu
og tryggir íbúum víða um land
þjónustu sem ekki væri til staðar
ef ferðamanna nyti ekki við.
Ferðaþjónustan þarfnast nýsköp-
unar, sem byggir á þekkingu, en
upplýsingar sem Ferðamálastofa
tók saman á árinu sem er að líða
gefa til kynna að hlutur atvinnu-
greinarinnar í rannsóknar- og
nýsköpunarsjóðum sé einungis um
0,5%, sem er sérkennilegt í ljósi
vægis greinarinnar fyrir þjóðar-
búið. Ferðaþjónustan er ein okkar
mikilvægustu atvinnugreina. Hún
skilaði 155 milljörðum króna í
gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins
árið 2009, sem var um 21% aukn-
ing frá árinu áður og 20% af heild-
argjaldeyristekjum.
Ferðamálastofa er tilbúin að ein-
henda sér í þau verkefni sem vinna
þarf – og þegar hefur verið hafist
handa. Ferðamálastofa hefur í sam-
vinnu við hagsmunaaðila og aðra
aðila stoðkerfisins hleypt af stokk-
unum fjölmörgum verkefnum sem
miða að því að styrkja ferðaþjón-
ustuna til framtíðar:
■ Metnaðarfullt gæða- og umhverf-
isvottunarkerfi er í startholum.
Stefnt er á að kerfið nái til flestra
þátta ferðaþjónustunnar og verði
leiðbeinandi fyrir fyrirtæki í upp-
byggingu, um leið og það gerir kröf-
ur um metnað og þjónustu.
■ Á nýju ári verður hafin vinna við
að skilgreina áherslur og stefnu í
rannsóknum á sviði ferðaþjónustu,
en hún verður grundvölluð á þeirri
ferðamálastefnu sem unnin var
á vegum iðnaðarráðherra og lögð
verður fyrir Alþingi í upphafi árs.
■ Verið er að leggja lokahönd á
öryggisstefnu fyrir ferðamanna-
staði, en stefnan er unnin af Ferða-
málastofu í góðri samvinnu við
Umhverfisstofnun og Slysavarna-
félagið Landsbjörg.
■ Endurskoðun á lögum um skipan
ferðamála stendur yfir, en þar er
m.a. horft til þeirra öryggiskrafna
sem setja á fyrirtækjum á sviði
ferðaþjónustu.
■ Verið er að vinna áætlun um
ferðamennsku á hálendi Íslands á
vegum Háskóla Íslands en sú vinna
er fjármögnuð af iðnaðarráðuneyt-
inu. Ferðamálastofa heldur utan um
verkefnið fyrir hönd ráðuneytisins
og hefur stutt við grunnrannsóknir
á þessu sviði með ráðum og dáð.
■ Ferðamálastofa hýsir fyrir hönd
iðnaðarráðuneytis þróunarverkefn-
ið Heilsulandið Ísland. Um metn-
aðarfullt verkefni er að ræða sem
nýtir náttúrulegar auðlindir.
■ Með tilkomu Framkvæmdasjóðs
ferðaþjónustunnar, sem verður
í vörslu Ferðamálastofu, opnast
tækifæri til heildstæðrar áætlun-
argerðar á sviði uppbyggingar á
ferðamannastöðum um allt land.
■ Þróunarverkefni á sviði menn-
ingarferðaþjónustu og matarferða-
þjónustu, sem Nýsköpunarmiðstöð
Íslands hafði umsjón með í sam-
vinnu við Ferðamálastofu, eru að
skila góðum árangri og sýna fram
á árangur þess að nýta aðferða-
fræði klasavinnu á sviði ferða-
þjónustu.
■ Fyrirhugað er að efla kynning-
arstarf gagnvart innlendum ferða-
mönnum en endurnýjaður kynning-
ar- og kortavefur Ferðamálastofu
er fyrsta skrefið í þeim efnum.
Markaðsstofur landshlutanna
gegna hér mikilvægu hlutverki og
stefnt er á að efla samstarfið við
þær á árinu.
Af framangreindu má sjá að
spennandi tímar eru fram undan.
Jafnljóst er að verkefnin verða ekki
unnin nema í góðri samvinnu allra
hagsmunaaðila – reynslan sýnir að
þannig verður árangurinn bestur.
Fyrir hönd Ferðamálastofu óska ég
okkur öllum velfarnaðar á næsta
ári og hlakka til samstarfsins.
Gleðilegt ferðaár 2011
Ferðamál
Ólöf Ýrr
Atladóttir
ferðamálastjóri
Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá?
Gengistryggð lán
Einar Hugi
Bjarnason
hdl. hjá Ergo-
lögmönnum
Ferðaþjónustan
þarfnast nýsköp-
unar, sem byggir á þekk-
ingu
Tvö atriði í nýju
lögunum hafa
vakið undirritaðan til
umhugsunar
Nú hefur verið settur saman starfshópur til að greina tæki-
færi til samrekstrar og/eða sam-
einingar leikskóla, grunnskóla
og frístundaheimila. Þetta hefur
í för með sér að þar sem samein-
ingar koma til með að verða, verð-
ur öllum stjórnendum sagt upp og
búnar til nýjar stöður við samein-
aða skóla. Fjöldamargir leikskóla-
stjórnendur eru uggandi yfir þess-
um aðgerðum og liggja þar ýmsar
vangaveltur að baki. Við teljum að
ekki sé næg reynsla komin á sam-
einingar sem þessar sem nú þegar
hafa verið gerðar til þess að þær
geti verið fordæmisgefandi. Við
verðum að horfa til framtíðar og
ef ekki er vandað til verks gæti
kostnaðurinn orðið meiri þegar
fram í sækir heldur en nú er. Við
teljum álag á leikskólastjóra hafa
verið mjög mikið undanfarin ár og
alltaf er verið að auka við verkefn-
in sem þeir þurfa að sinna. Leik-
skólastjóri ber ábyrgð á öllu fag-
starfi í leikskólum og þarf að hafa
meiri ítök í faglegri skipulagningu
þar sem fagmenntaðir starfsmenn
eru í minnihluta þó að í leikskól-
unum starfi fjöldinn allur af vel
hæfu fólki.
Leikskólastjórinn er starfs-
mannastjóri á sínum vinnustað
með allri þeirri vinnu sem því til-
heyrir. Hann þarf að takast á við
öll þau daglegu mál sem koma upp
í starfshópnum, hann þarf að miðla
málum, veita ráðgjöf og þarf að
vita um allt sem gerist. Leikskóla-
stjórinn þarf að vera sýnilegur
nemendum og starfsfólki og mynda
tengsl. Með því að auka álag á hann
og taka hann úr tengslum við fólk-
ið í skólanum er skapað óöryggi í
starfsmannahópnum sem börnin
munu skynja.
Leikskólastjóri sér einnig um
allan innri rekstur leikskólans, sér
um að viðhaldi á húsnæði sé sinnt
og að öryggismál séu til fyrirmynd-
ar. Hann sér um innkaup fyrir
leikskólann, hefur samskipti við
foreldra þegar þeir koma í fyrsta
viðtal og þjónustar þá. Leikskóla-
stjóri ber ábyrgð á að endurmat
sé gert í leikskólanum tvisvar til
þrisvar sinnum á ári og að standa
að úrbótum ef þörf krefur. Auk
alls þessa hefur fundarseta leik-
skólastjóra aukist til muna enda
er hann tengiliður leikskólans við
samstarfsaðila.
Aðstoðarleikskólastjórinn er
hægri hönd leikskólastjórans,
vinnur ásamt honum að daglegri
stjórn leikskólans og skipulagn-
ingu starfsins og er staðgengill í
hans fjarveru. Hann sér yfirleitt
um heimasíðu leikskólans en það er
mikið starf ef vel á að vera, einn-
ig hefur hann tekið á sig mikið af
þeim verkum sem leikskólastjóri
þarf að inna af hendi svo hægt sé
að komast yfir allar þær skyld-
ur sem á honum hvíla. Aðstoðar-
leik skólastjórum í þriggja deilda
leikskólum ber að vera með deild-
arstjórn svo að hann getur ekki
verið eins mikil hjálp fyrir leik-
skólastjórann eins og þörf er á
en það fyrirkomulag hefur verið
afleitt og skapað mikið álag fyrir
báða stjórnendur. Í fjögurra deilda
leikskólum hefur aðstoðarleik skóla-
stjórinn aðeins 20% stjórnunar-
hlutfall, sem er mjög óraunsætt og
er full þörf á að auka það hlutfall
til muna. Með sameiningu tveggja
leikskóla má segja að staða tveggja
stjórnenda sé lögð niður, aðstoðar-
leikskólastjóri sinnir þá starfi sem
leikskólastjóri sinnti áður í öðrum
skólanum en hefur engan sér til
aðstoðar. Þetta þýðir að enn fleiri
verkefni bætast á deildarstjórana
en þeir eru hluti af stöðugildum
inni á deildum og hafa nóg með sitt.
Deildarstjórar í 100% starfi eiga
fimm undirbúningstíma á viku
sem erfitt er að leysa þegar mann-
ekla er í leikskólum. Afleysinga-
hlutfallið var skert fyrir tveim-
ur árum og nær sú afleysing sem
er í húsi stundum ekki til að leysa
alla undirbúningstíma og forföll
sem verða í starfsmannahópnum.
Ef deildarstjórar fá fleiri verkefni
þurfa þeir meiri undirbúningstíma
og afleysingu til að leysa það. Þetta
hefur í för með sér meira álag á
hinn almenna starfsmann auk þess
sem deildarstjóri er oft eini fagað-
ilinn inni á sinni deild og verður
nú enn meira fjarri deildinni. Þetta
aukna álag bitnar svo að lokum á
börnunum, sem síst mega við því á
krepputímum þegar hriktir í öllum
stoðum.
Einnig er verið að skoða sam-
rekstur grunnskóla og leikskóla
en ekki er fyrirséð hvernig slík
sameining gæti átt sér stað ef skól-
arnir eru ekki í sama húsi. Þá er
líka hætta á að leikskólastjórar
veigri sér við að sækja um stöðu
skólastjóra vegna vanþekkingar á
grunnskólamálum, sem og vegna
stærri og flóknari rekstrareining-
ar.
Að auki óttumst við að þeir leik-
skólastjórar og aðstoðarleikskóla-
stjórar sem hljóta ekki ráðningu
eða kjósa að sækja ekki um þessar
stöður vegna aukins álags í starfi
fari úr starfsgreininni og kjósi
sér annan starfsvettvang. Þar fer
mikill mannauður og margra ára
reynsla og þekking á leikskólamál-
um.
Við leikskólastjórnendur eigum
því mjög erfitt með að koma auga
á þann faglega og fjárhagslega
ávinning sem sameiningar eiga að
hafa í för með sér. Þau rök þurfa
að vera mjög sterk og vega þyngra
en sá fórnarkostnaður sem fyrir
hendi er.
Fyrir alla muni, vandið ykkur!
Sameining leikskóla
Leikskólar
Arndís
Árnadóttir
leikskólakennari
Sólveig Dögg
Larsen
leikskólakennari