Fréttablaðið - 12.01.2011, Síða 20
12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR20
Farið verður yfir niðurstöður helstu rannsókna sem gerð-
ar hafa verið á heilsufarslegum áhrifum sætuefna í fyrir-
lestri í Háskóla Íslands í dag. Þórhallur Ingi Halldórsson,
lektor við matvæla- og næringarfræðideild, heldur fyrir-
lesturinn en markmið hans er að skoða hvaða spurning-
um er svarað og ósvarað varðandi áhrif sætuefna.
Notkun sætuefna í matvælum hefur aukist síðustu árin
og lengi hefur gengið orðrómur þess efnis að þau séu
heilsuspillandi. Þórhallur mun meðal annars fara yfir
hvort ýmsar fullyrðingar varðandi sætuefni eigi við rök
að styðjast.
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð sem Heil-
brigðisvísindasvið býður upp á í tilefni aldarafmælis
Háskóla Íslands en fyrir-
lestrarnir fara fram
á mánudögum og
miðvikudögum í jan-
úar. Erindið hefst
kl. 12.10 í stofu
103 í Lögbergi og
áheyrendur geta
komið fram með
spurningar að því
loknu. - jma
Fyrirlestur um
sætuefni
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Pétursson
Löngumýri 57, Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum 4. janúar sl. Jarðarförin fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
13. janúar kl. 13.00.
Ríkey Lúðvíksdóttir
Vilhjálmur Kristjánsson Guðfinna S. Bjarnadóttir
Kristín Kristjánsdóttir Jón Sigurðsson
Brynja Kristjánsdóttir
Hildur Kristjánsdóttir
Þór Kristjánsson Birna Jóna Jóhannsdóttir
Arnar Kristjánsson
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir
okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi,
bróðir og mágur
Sigurður Elli Guðnason
fv. flugstjóri
Víghólastíg 22, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
14. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á að láta Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess.
Guðmunda Kristinsdóttir
Erla Unnur Sigurðardóttir Guðmundur U.D. Hjálmarsson
Anna Jóhanna Sigurðardóttir
Karl Trausti Barkarson
Nana Daðey Haraldsdóttir
Uni Dalmann Guðmundsson
Sólrún Silfá Guðmundsdóttir
Arndís Guðnadóttir Sigurður G. Sigurðarson
Ólafur Guðnason Guðmunda Jónsdóttir.
Ástkær sonur minn, bróðir okkar
og mágur
Finnbogi Jónasson
lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn
6. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 14. janúar kl. 13.00.
Jónas Pálsson
Björn Jónasson
Hermann Páll Jónasson
Gunnar Börkur Jónasson Dóra Hansen
Kristín Jónasdóttir
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og
amma
Guðríður Einarsdóttir
Trönuhólum 14, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni miðvikudaginn
5. janúar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hóla-
kirkju 14. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsam-
legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Hjartavernd og Krabbameinsfélagið.
Magnús Ingólfsson Björg Björnsdóttir
Erna Magnúsdóttir Mörður Finnbogason
Ásta Lilja Magnúsdóttir
Ingólfur Már Magnússon
Hörður Kristjánsson er nýr ritstjóri
Bændablaðsins. Hann hefur starfað á
Viðskiptablaðinu síðustu ár en á auk
þess fjölbreytta reynslu af vinnu við
fjölmiðla að baki. Hann hefur meðal
annars starfað sem fréttaritari og kvik-
myndatökumaður fyrir Ríkisútvarpið
með aðsetur í heimabænum Ísafirði,
ljósmyndari, hönnuður og umbrotsmað-
ur í prentsmiðju ásamt því að starfa
sem blaðamaður hjá Vestfirska frétta-
blaðinu, Vestra, DV og Fiskifréttum.
Hörður hefur því snert á ýmsu sem
tengist fjölmiðlum og telur að reynslan
geti komið að góðum notum á Bænda-
blaðinu. Hann er með meistararétt-
indi í ljósmyndun og hefur alltaf tekið
í myndavélina með blaðamennskunni.
„Ég á von á því að það verði framhald
á því.“
En sérðu fram á að gera einhverj-
ar breytingar? „Mér hefur fund-
ist Bændablaðið gott blað. Það hefur
mikla útbreiðslu og margt er býsna
vel gert svo einhverjar breytingar
verða bara skoðaðar í rólegheitun-
um með þeim sem fyrir eru, en á rit-
stjórninni eru tveir blaðamenn í fullu
starfi ásamt útsendara á Akureyri og
lausapennum. En hverju ertu spennt-
ur fyrir? „Mér finnst landbúnaðurinn
eiga gríðarlega möguleika í bakhönd-
inni sem sumir hverjir eru vannýtt-
ir. Þetta er fjölbreyttur atvinnuvegur
en innan hans rúmast matvælaiðnað-
urinn, úrvinnsluiðnaðurinn og ýmis
konar garðrækt svo það er af ýmsu að
taka.“
Hörður er vanur því að fjalla um
afmörkuð svið eins og fisk og nú síðast
viðskipti og fellur það vel. „Um leið og
þetta er sérhæft þá býður svona lítill
miðill upp á mikla fjölbreytni og geta
menn verið allt í öllu.“ En hefur þú
einhverjar taugar til landsbyggðar-
innar?“ „Já ég er alinn upp á Ísafirði
og hef bæði starfað í sveit og við fisk-
vinnslu.
Bændablaðið er málgagn bænda og
landsbyggðarinnar og kemur út hálfs-
mánaðarlega. Blaðið inniheldur ýmis
konar fróðleik fyrir bændur og áhuga-
menn um landbúnað. Blaðið er að jafn-
aði gefið út í 22.200 eintökum og því
er dreift um allt land. Um fjórðungur
upplagsins fer til bænda, helmingi er
dreift á höfuðborgarsvæðinu og fjórð-
ungi í þéttbýli á landsbyggðinni.Vefút-
gáfuna er að finna á www.bbl.is.
vera@frettabladid.is
HÖRÐUR KRISTJÁNSSON: ER NÝR RITSTJÓRI BÆNDABLAÐSINS
Myndavélin er alltaf til taks
MYNDAR MEÐ FRAM SKRIFUNUM „Um leið og þetta er sérhæft þá býður svona lítill miðill upp á mikla fjölbreyttni og menn geta verið allt í
öllu.” FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
56 ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR rithöfundur er fimmtíu og sex ára„Þú heldur í hönd vinar og finnst þú öruggur um eilífð.“timamot@frettabladid.is
Þennan dag árið 1948 hóf Mohandas Mahatma
Gandhi sína hinstu föstu. Gandhi var helsti trú-
arleiðtogi og stjórnmálamaður Indverja, kallaður
„faðir þjóðarinnar”. Fæðingardagur hans, 2.
október, er hátíðardagur á Indlandi og kunnur á
heimsvísu sem alþjóðlegur dagur án ofbeldis.
Gandhi var fyrst og fremst friðarins maður.
Hann lifði látlausu lífi, borðaði fábreytt
grænmetisfæði og fastaði löngum stundum til
hreinsunar fyrir sjálfan sig og í mótmælaskyni.
Hann hóf sína síðustu mótmælaföstu í Delí
þegar hann vildi knýja fram frið milli Indverja
og Pakistana í kjölfar stríðs milli þjóðanna árið
1947, en honum mislíkaði að stjórnvöld skyldu
neita Pakistönum um sáttagreiðslu og bað þess
að greiðslan yrði innt af hendi, því hann óttaðist
að órói myndi enn auka á reiði Pakistana gagn-
vart Indverjum og átök breiddust út. Gandhi
braut föstuna þegar stjórnvöld afhentu Pakist-
önum féð og trúarleiðtogar sannfærðu hann um
frið. Gandhi var skotinn til bana á kvöldgöngu í
Nýju-Delí 30. janúar 1948. Banamaður Gandhis
taldi hann ábyrgan fyrir að hafa veikt þjóð sína
með greiðslunni til Pakistans.
ÞETT GERÐIST: 12. JANÚAR 1948
Gandhi fastar í hinsta sinn
Merkisatburðir
1528 Gústaf I. er krýndur konungur Svíþjóðar.
1830 Síðasta aftakan á Íslandi fer fram. Friðrik Sigurðsson og
Agnes Magnúsdóttir, sem höfðu myrt Natan Ketilsson og
Pétur Jónsson, voru hálshöggvin.
1969 Led Zeppelin gefur út sína fyrstu breiðskífu.
1993 Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, er sam-
þykkt á Alþingi.
2010 Öflugur jarðskjálfti ríður yfir Haítí.