Fréttablaðið - 12.01.2011, Page 24
12. JANÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● íþróttafatnaður
Hraði er eitt af meginmarkmið-
um bæði atvinnu- og áhuga-
íþróttafólks. Adizero-vörulínan
frá Adidas býður upp á léttan
útbúnað fyrir meiri hraða.
„Til að ná árangri í íþróttum
þarftu að vera fljótur. Eftir því
sem útbúnaðurinn er léttari fæst
meiri hraði og Adizero-vörulínan
gengur út á að allir íþróttaskór og
föt séu eins létt og hægt er,“ út-
skýrir Bjarki Magnúsarson, sölu-
maður hjá Adidas á Íslandi.
Bjarki segir eitt af undirstöðu-
atriðum allrar þjálfunar vera
hlaup. Hlaupaskór voru því fyrsta
varan hönnuð í anda þessarar hug-
myndafræði en á síðasta ári náði
hún í fyrsta skipti yfir alla vöru-
flokka, skó, fatnað og fleira.
„Það eru alls konar vörulínur
innan þessarar hugmyndafræði,
einnig fatnaður. Það er misjafnt
hvort þú vilt vera í mjúkri þægi-
legri flík þegar þú ert að hlaupa
rólega eða hvort flíkin þarf að vera
létt og straumlínulöguð, þegar þú
ert að æfa upp hraða eða ætlar að
bæta tímann. Aðal áhersla Adizero
er þó á fótboltaskó sem komu út í
fyrra. Sömuleiðis eru körfubolta-
skór, hlaupa skór og handboltaskór
undir heitinu Adizero og má til
dæmis geta þess að Guðjón Valur
Sigurðsson handboltakappi notar
Adizero-skó.“
Bjarki segir Adizero-fótbolta-
skóinn vera léttasta fótboltaskó
í heimi, nýjasta útgáfan er að-
eins 145 g, og hafi farið sigurför
á heimsmeistaramótinu í fótbolta
á síðasta ári.
„Adizero-fótboltaskórinn var
markahæsti skórinn á HM 2010.
Besti leikmaður mótsins, marka-
hæsti leikmaðurinn og efnileg-
asti leikmaðurinn á HM spiluðu
allir í Adizero-skóm. Einnig spila
sumir af hröðustu leikmönnum
NBA-deildarinnar í Adizero-skóm,
þeirra á meðal er Derrick Rose.“
Bjarki útskýrir að efnisnotkun
í Adizero-línunni sé eins lítil og
hægt er, án þess að sleppa neinu
sem þörf er á. Sólinn á skónum
sé þynnri og viðbragð og snerpa
þar af leiðandi betri. Efnin fari
einnig eftir því hvert hlutverk
skósins sé.
„Það er mismunandi hvaða eig-
inleikum er verið að sækjast eftir.
Bæði í körfubolta og handbolta eru
aðrir skór fyrir þá leikmenn sem
eru stærri og þyngri og áherslan
er ekki á hraða.
Eins er það með hlaupaskó.
Sumir vilja hlaupa hægt og ró-
lega og láta sér líða vel en fyrir þá
sem eru að hlaupa hraðar, styttri
vegalengdir eða eru að æfa fyrir
íþróttir eins og handbolta, fótbolta,
eða körfubolta, þá skiptir máli að
vera í léttum útbúnaði. Starfsfólk
íþróttavöruverslana getur ráð-
lagt hverjum sem er með kaup á
réttum útbúnaði eftir því hverjar
áherslur kaupandans eru. Vörur
við allra hæfi hafa verið gegnum-
gangandi hjá Adidas í mörg ár.
Áherslan á það breytist ekki.“
Meiri hraði á léttari skóm
„Adizero-fótboltaskórinn var markahæsti skórinn á HM 2010,“ segir Bjarki Magnús-
son, sölumaður hjá Adidas. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þegar Adolf „Adi“ Dassler byrj-
aði tvítugur að smíða íþróttaskó í
lítilli verksmiðju í Herzogenaur-
ach í Þýskalandi árið 1920 þá var
hann með einfalt markmið: að gera
hvern einasta íþróttamann betri
og hjálpa hverjum og einum að
ná sínum markmiðum. Enn þann
dag í dag hefur Adidas þessa sömu
hugsjón að leiðarljósi við þróun og
framleiðslu á íþróttavörum. Adi-
das framleiðir vörur fyrir allar
mögulegar íþróttir en áherslan er
helst á fjóra vöruflokka: hlaup, fót-
bolta, körfubolta og æfingar.
Adi var frægur fyrir enda-
lausa ástríðu sína á öllu sem við-
kom útbúnaði fyrir íþróttafólk og
hann eyddi miklum tíma í að fín-
pússa skó fyrir sumt af þekktasta
íþróttafólki heims. Þegar Þjóð-
verjar urðu heimsmeistarar í fót-
bolta í fyrsta skipti árið 1954 þá
voru þeir í skóm frá Adidas. Adi
var sjálfur á úrslitaleiknum og í
hálfleik aðlagaði hann skó leik-
manna að rennblautum vellinum
með fyrstu „skrúfutökkunum“ og
þýska liðið sigraði það ungverska
í leik sem er oft nefndur „krafta-
verkið í Bern“.
Adi var alltaf jafn áhugasamur
um hvernig hægt væri að hjálpa
íþróttafólki til þess að ná árangri.
Þegar hann var orðinn vel full-
orðinn og var að horfa á sprett-
hlaupara í sjónvarpinu sem var í
skóm frá Adidas tók hann eftir því
að hann rann örlítið til í beygjun-
um. Hann tók strax upp símann,
hringdi í viðkomandi hlaupara og
sagði honum hvernig hann gæti
endurraðað göddunum til þess að
ná betra gripi. Þessi sama ástríða
á íþróttum liggur að baki allri
vöruþróun hjá Adidas í dag.
Adidas vinnur enn samkvæmt
hugmyndafræði stofnandans
Adi Dassler, stofnandi Adidas, var óþreytandi í að bæta árangur íþróttafólks með
betri útbúnaði. MYND/ADIDAS
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439.
adidas.com
all light all fast
©
2
01
1
ad
id
as
A
G
. a
d
id
as
, t
h
e
3-
B
ar
s
lo
g
o
a
n
d
t
h
e
3-
St
ri
p
es
m
ar
k
ar
e
re
g
is
te
re
d
t
ra
d
em
ar
ks
o
f t
h
e
ad
id
as
G
ro
u
p
.