Fréttablaðið - 12.01.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 12.01.2011, Síða 28
 12. janúar 2011 4 Díoxin er þrávirkt lífrænt mengunarefni. Það getur borist í matvæli í umhverfinu, hefur ekki áhrif á heilsu fólks samstundis en getur valdið vandamálum ef það berast í líkamann í talsverðu magni yfir langt tímabil. „Við erum sex saman frá ýmsum löndum og skiptumst á að róa í tvo klukkutíma í senn þrír og þrír saman,“ segir Fiann Paul, ljós- myndari, listamaður og ræðari. Hann stend- ur í ströngu þessa stundina við að róa 5.500 km yfir Atlantshafið en markmiðið er að slá heimsmetið. „Þetta kom þannig til að ég tók þátt í keppni úti í London og var valinn úr stór- um hópi til að taka þátt í þessari áskorun,“ segir Fiann sem er pólskur að uppruna en hefur búið á Íslandi um skeið og hefur sótt um íslenskan ríkisborgararétt. „Svo keppi ég undir íslenskum fána í þessum róðri,“ segir Fiann sem kannski er þekktastur hér á landi fyrir ljósmyndir af íslenskum börn- um sem lengi vel prýddu hornið á Lækjar- götu og Austurstræti. Hópurinn lagði af stað 4. janúar frá borg- inni Tarfaya í Marokkó og fram undan er 35 daga róður til Suður-Ameríku. Meðvind- ur hefur verið fyrstu dagana og því sæk- ist ferðin vel. En slík ferð hlýtur að krefj- ast mikils úthalds og stífra æfinga? „Fyrir keppnina reri ég 30 km í tvo tíma og stund- aði líkamsþjálfun í 40 mínútur daglega. Þó er ekkert sem getur búið mann undir róður á opnum hafi,“ segir Fiann og tekur dæmi um þá brennslu sem á sér stað. „Ef ég miða við hvað ég brenndi á æfingatímanum get ég gert ráð fyrir að brenna um 10 þúsund kal- oríum á dag. Þar sem ómögulegt er að borða svo mikið gerum við ráð fyrir að hver okkar missi að meðaltali um 20 kíló í þessari ferð,“ segir Fiann. Vatnsdrykkja er líka mikilvæg. „Í þjálfuninni drakk ég 8 lítra af vatni á dag. Um borð í bátnum verða þeir 12.“ Félögunum sex kemur vel saman enda ekki annað hægt um borð í litlum báti í heil- an mánuð. „En maður lætur sig hafa það,“ segir Fiann hlæjandi. Hann lagði af stað til Marokkó á annan í jólum. Til að hita liðið upp reru þeir í þrjá daga til Tarfaya. „Á leið- inni öðluðumst við mikla reynslu enda var mikill öldugangur fyrstu nóttina og við sem rerum sátum í vatni upp að mitti. Það var eins og að róa í kaldri sturtu,“ segir Fiann sem minnist þess þó með gleði þegar höfr- ungar slógust í för með þeim um skeið. Metnaður Fianns snýst ekki aðeins um hann sjálfan því styrktaraðilar hans, Corpus Vitalis, hafa lofað að byggja skóla á afskekkt- um stað í Himalajafjöllum þar sem Fiann bjó eitt sinn. „Það væri langþráður draumur að sjá það rætast.“ solveig@frettabladid.is Með ískaldan sjóinn upp að mitti Ljósmyndarinn og listamaðurinn Fiann Paul hefur klifið við hlið sjerpa, kennt bardagaíþróttir í Ladakh á Indlandi og ferðast um og myndað í Himalajafjöllum. Nú hefur hann tekist á við nýja áskorun. Hann rær nú ásamt fimm liðsfélögum 5.500 km leið yfir Atlantshafið en ætlunin er að setja nýtt heimsmet með því að fara þessa leið á 35 dögum. Í liðinu eru sex en þrír og þrír róa saman í tvo klukkutíma í senn allan sólarhringinn í 35 daga. Fiann Paul, ljósmyndari, lista- og ævintýramaður, hefur það að markmiði að róa um öll heimsins höf. Á veitingastaðnum Culiacan, Suðurlandsbraut 4a, er mikið úrval af hollum réttum. Staður- inn státar sig af heimalöguðum sósum og salsa sem eru stútfull- ar af vítamínum, enda lagaðar frá grunni á staðnum. „Með því að nota aðeins topphráefni fáum við hollari mat, sem er ekkert svipaður öðrum skyndi- bita. Í sósunum okkar (sterku og mildu) er mikið af fersku græn- meti og kryddjurtum en nánast engin fita. Engar majonessósur eru hérna, heldur sýrður rjómi sem er aðeins 10% feitur,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Culiacan. Hún segir Culiacan vera nýflutt á Suðurlandsbrautina og er mjög ánægð með viðtök- urnar. „Hérna höfum við mun betra pláss til að elda og erum að skoða ýmsar nýjungar, sem vegna plássleysis var ekki mögulegt á gamla staðnum.“ Að hennar sögn er vinsælustu réttirnir burrito og quesadillas. „Fólk velur sjálft hvað það vill setja á og afgreiðslan tekur stuttan tíma. Þó við séum fljót að afgreiða matinn þá er þetta enginn venjulegur skyndibiti, heldur erum við búin að und- irbúa komu viðskiptavinarins í langan tíma. Sósurnar eru látnar malla í nokkra klukku- tíma og guacamole-ið er alltaf útbúið úr ferskum avocado sem þarf oft að bíða eftir að þrosk- ist í nokkra daga. Kjúklingurinn stendur í marineringu í minnst sólarhring áður en hann er svo eldgrillaður. Við bjóðum einnig upp á fyrsta flokks nautahakk og svo nautakjöt sem er soðið í fimm tíma og rifið svo niður, þannig fáum við kjötið alltaf mjúkt.“ Sólveig bendir á að Culiacan sé líka með tilboð fyrir hópa og fyrirtæki. „Þá eru blandaðir réttir af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Þessi hópmatseð- ill er á tilboði hjá okkur núna og kostar 1.290 á manninn, fyrir 10 manns og fleiri. Panta þarf með eins dags fyrirvara.“ Réttirnir kosta frá 990-1.290 og staðurinn er opinn alla daga frá 11.30-22. Enginn venju- legur skyndibiti Langur undirbúningur en snögg afgreiðsla. Réttirnir kosta 990 -1.290 krónur. Kjúklingurinn er vinsælastur enda grillaður og gómsætur. Kynning Quesadillas með kjúklingi er mjög vinsæll réttur. Hérna er jalapeño sett ofan á fyrir þá sem vilja hafa það sterkt. Alltaf borið fram með sýrðum rjóma. Á 1.090 krónur. Ultimo burrito er með kjúklingi, sterkri eða mildri sósu, fajitas, kryddgrjónum og sýrðum rjóma. Vafinn upp og osturinn settur ofan á. Grillað þar til osturinn er bráðinn og tortillan stökk. Á 990 krónur. Sólveig á nýja staðnum að Suðurlandsbraut 4a. Í fajitas er grillaður rauðlaukur og paprika.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.