Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 12.01.2011, Qupperneq 42
 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR34 sport@frettabladid.is 1 DAGUR GEIR SVEINSSON hefur oftasta allra leitt íslenska landsliðið út á völlinn sem fyrirliði í úrslitakeppni HM. Geir Sveins- son var fyrirliði landsliðsins í þremur heimsmeistarakeppnum, HM 1993, HM 1995 og HM 1997 eða alls í 23 leikjum. Dagur Sigurðsson nálgaðist met Geirs á sínum tíma en hann var fyrirliði á þremur HM (2001, 2003 og 2005) og alls í 20 leikjum. HANDBOLTI Gunnar Magnússon er einn af lykilmönnunum í kringum landsliðið. Hann sér um að leik- greina andstæðinga landsliðsins í ræmur og vakir á nóttunni á meðan strákarnir okkar sofa. Það þekkja því fáir andstæðinga Íslands á HM betur en Gunnar og Fréttablaðið fékk Gunnar til þess að segja frá styrkleika og veik- leikum andstæðinganna sem bíða okkar. Fyrsti leikur íslenska liðs- ins í riðlakeppninni er gegn Ung- verjum. „Þeir eru með hörkuskyttur og afar sterkan línumann sem tekur mikið pláss. Þeir eru líka með góða hornamenn þannig að þeirra styrk- leiki liggur svolítið í sóknarleikn- um. Breiddin í liðinu er líka ansi mikil þó svo Lazlo Nagy sé ekki með þeim,“ sagði Gunnar og vitn- aði þar til örvhentu stórskyttunnar sem spilar með Barcelona. „Hann á aftur á móti rétthentan bróður og hann er með. Þeir eiga mikið af skyttum og geta skipt ört út af breiddinni. Vonandi henta þeir okkur vel. Við eigum að geta gengið út í skytturnar en það þarf að sama skapi að hafa góðar gætur á línu- manninum sterka,“ segir Gunnar en hvað um veikleikana? „Þeir eru seinir aftur og vörn- in er kannski ekki þeirra sterkasta hlið heldur. Þetta er samt hörkulið og mér finnst þetta vera lið sem á góða möguleika á að komast upp úr riðlinum. Þetta er sveiflukennt lið og maður veit ekki allt- af hvar maður hefur þá. Þetta er samt mjög krefjandi fyrsta verkefni á þessu móti.“ Íslandi hefur ekki geng- ið sem skyldi á móti Austurríki. Liðin gerðu jafntefli á EM í janúar á síðasta ári og svo rúlluðu Aust- urríkismenn yfir strákana okkar í undankeppni EM í vetur. Aust- urríkismenn munu því vafalítið mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Íslandi. „Þetta er hörkulið og þetta verð- ur erfiður leikur. Þeir eru með góða vörn, markmann og fínar skytt- ur. Línumaðurinn er erfiður og er mikið fyrir að leika. Hornamenn- irnir eru líka öflugir þannig að þetta er bara hörkulið,“ segir Gunn- ar en hvar hefur íslenska liðið verið að klikka gegn Austurríki? „Fyrst og fremst í varnarleikn- um. Við fórum reyndar illa líka með dauðafærin. Þeir ætla sér stóra hluti á þessu móti og telja sig hafa tak á okkur. Þessi leikur verð- ur því gríðarleg áskorun fyrir liðið. Við höfum lært ýmislegt af þessum síðustu tveimur leikjum gegn þeim og það verðum við að nýta okkur. Við verðum að koma með svörin við því sem við höfum lært í síð- ustu leikjum,“ sagði Gunnar. Dagur Sigurðsson þjálfaði Aust- urríki á EM en er hættur með liðið eftir að hafa byggt upp hörkulið. Við hans starfi tók Svíinn Magn- us Andersson og hann hefur hald- ið áfram á þeirri braut sem Dagur var með liðið á. „Hann hefur litlu breytt og þeir eru enn að keyra sömu kerfi.“ Ísland mætir Noregi í lokaleik sínum í riðlinum. Norðmenn hafa í gegnum tíð- ina verið okkur erfiður ljár í þúfu. Undirbúningurinn þeirra fyrir mótið gekk ekki sem skyldi og tals- verður vand- ræðagangur á liðinu. „Ég hef sagt það og segi enn að Noregur er með eitt besta byrjun- arliðið á HM í ár ef allir leikmenn eru heilir. Þeir hafa frábæra horna- menn, tvo magnaða línumenn og svo menn eins og Kjelling, Mame- lund og Lund fyrir utan. Í markinu stendur svo Steinar Ege sem er enn magnaður. Þess utan eru að koma upp ungir menn eins og Rambo. Það sem Norðmenn vantar er að finna taktíkina sem hentar þeirra liði. Þeir hafa hópinn en meiðsli hafa farið illa með þá í undirbúningn- um,“ sagði Gunnar og hann reikn- ar með að það hafi áhrif á fram- haldið. „Þeir gætu lent í basli í upphafi riðlakeppninnar. Ef þeir sleppa við það og mæta okkur í úrslitaleik í lokaumferðinni þá verður það mjög erfiður leikur. Norðmenn hafa verið að stefna hátt og ef þeir fara ekki í undanúrslit núna eða á næsta ári þá gera þeir það aldrei. Ég yrði ekki hissa ef þeir næðu góðum árangri en vonandi ná þeir sér ekki á strik og hafa að litlu að keppa þegar þeir mæta okkur.“ henry@frettabladis.is Við erum í mjög erfiðum riðli Gunnar Magnússon, myndbandsmaður landsliðsins, er þegar byrjaður að greina andstæðinga Íslands á HM sem hann segir vera mjög sterka. Strákarnir okkar muni þurfa að hafa fyrir hlutunum í Svíþjóð. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT HEFST Á MO RGUN GUNNAR MAGNÚSSON VIKTOR SZILAGYI Austurríkismaðurinn fór illa með íslenska landsliðið í undankeppni EM í október síðastliðnum. MYND/DIENER KÖRFUBOLTI Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson munu þjálfa karlalið Njarðvíkur í sameiningu það sem eftir lifir tímabilsins en þeir eru tveir síðustu þjálfararnir sem hafa gert Njarðvík að Íslands- meisturum. Sigurður Ingimund- arson hætti með liðið eftir slakt gengi á tímabilinu en Njarðvík er í 10. sæti Iceland Express-deildar- innar og hefur aðeins unnið 4 af 12 deildarleikjum sínum í vetur. Friðrik þjálfaði áður Njarðvíkur- liðið frá 2000 til 2004. Hann gerði Njarðvíkinga að Íslands- meistur- um 2001 og 2002 og liðið vann bik- arinn undir hans stjórn árið 2002. Einar Árni þjálf- aði liðið áður frá 2004 til 2007 en hann gerði Njarð- vík að Íslands- meisturum 2006 og liðið varð bik- armeistari undir hans stjórn árið áður. Þeir Friðrik og Einar Árni náðu frábærum árangri með Njarðvíkurlið- ið sem sést vel á því að liðið vann 112 af 154 deildarleikjun- um undir þeirra stjórn frá 2000 til 2007. Sigurhlutfall liðsins á þess- um sjö árum var því 72 prósent. „Löngum höfum við átt góða þjálfara í Njarðvík og verður vatn- ið því ekki sótt yfir lækinn í þetta skiptið,“ stóð í frétt um nýju þjálf- arana á heimasíðu Njarðvíkur í gær en Sigurður Ingimundarson er eins og kunnugt er Keflvíking- ur. Njarðvíkingar hafa ekki skipt um þjálfara á miðju tímabili síðan tímabilið 1996-97 þegar Keflvík- ingurinn Hrannar Hólm var rek- inn frá félaginu 17. desember 1996 og Njarðvíking- urinn Ástþór Ingason tók við. Fyrsti leikur Njarð- víkurliðsins undir stjórn þeirra Einars Árna og Friðriks verður á móti ÍR í Ljónagryfjunni á sunnudags- kvöldið. Liðin eru í 10. og 11. sæti deildar- innar og eins og staðan er núna þá er þetta leikur upp á líf og dauða í fall- baráttunni. - óój Einar Árni og Friðrik taka saman við Njarðvíkurliðinu: Vatnið ekki sótt yfir lækinn í þetta skiptið Enski deildarbikarinn West Ham-Birmingham 2-1 1-0 Mark Noble (13.), 1-1 Liam Ridgewell (56.), 2-1 Carlton Cole (78.). Seinni leikur liðanna fer fram í Birmingham 26. janúar næstkomandi. Ipswich og Arsenal mætast í kvöld. N1 deild kvenna í handbolta FH-ÍBV 24-25 (13-10) Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 10, Hind Hannesdóttir 7, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1. Mörk ÍBV: Aníta Elíasdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 5, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 4, Sigríður L Garð arsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Renata Horvath 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1. Sænski körfuboltinn Sundsvall Dragons-Uppsala Basket 96-84 Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall með 22 stig en Hlynur Bæringsson var með 10 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar í tólfta sigri liðsins í röð. Helgi Már Magnússon var með 9 stig og 6 fráköst hjá Uppsala. Norrköping-Solna Vikings 90-69 Logi Gunnarsson var með 24 stig, 5 stoðsending ar og 5 stolna bolta fyrir Solna. ÚRSLIT Í GÆR KÖRFUBOLTI Magnús Þór Gunnars- son hefur ákveðið að hætta að spila með Njarðvík og ganga til við sína gömlu félaga í Keflavík- urliðinu en þetta kom fram hjá Víkurfréttum í gærkvöldi. Magnús Þór hóf tímabilið með danska liðinu Aabyhöj en kom til Njarðvíkur í nóvember. Magnús Þór spilaði síðast með Keflavík veturinn 2007-2008 og tók þá við Íslandsbikarnum sem fyrirliði liðsins Hvorki hann né Keflavík hefur unnið titilinn síðan að hann fór yfir í Njarðvík. - óój Magnús Þór Gunnarsson: Fer í Keflavík MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON Varð Íslandsmeistari þegar hann spilaði síðast með Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.