Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
STJÓRNSÝSLA Landskjörstjórn sagði
af sér í gær vegna dóms Hæsta-
réttar um að ógilda kosningar um
stjórnlagaþing í nóvember.
„Landskjörstjórnarmenn hafa
í kjölfar ákvörðunar Hæstarétt-
ar 25. janúar síðastliðinn um að
lýsa kosningar til stjórnlagaþings
ógildar, farið yfir málið og ákveðið
í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru
komnar að segja sig frá störfum í
landskjörstjórn frá og með degin-
um í dag að telja,“ segir í yfirlýs-
ingu hinna fimm meðlima lands-
kjörstjórnar.
Ekki náðist í Ástráð Haraldsson,
formann landskjörstjórnar. Afsögn
stjórnarmannanna var send til
skrifstofu forseta Alþingis, Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur.
„Framhaldið er að þingið kýs
nýja aðalfulltrúa í landskjörstjórn.
Það verður gert á næstunni þegar
flokkarnir sem eiga þar fulltrúa
hafa valið þá,“ segir forseti Alþing-
is, sem kveðst enga afstöðu taka til
ákvörðunar fimmenninganna. „Ég
lít einfaldlega á þetta sem ákvörð-
un landskjörstjórnar sem vill að
friður ríki um hennar störf og ég
virði þessa niðurstöðu.“
„Landskjörstjórn telur að hún
hafi gert sitt ýtrasta til að kosn-
ingar til stjórnlagaþings gætu
farið löglega fram innan þess laga-
ramma sem settur hafði verið,“
segir enn fremur í yfirlýsingu
landskjörstjórnar. „Til að lands-
kjörstjórn geti rækt lögbundn-
ar skyldur sínar verður að ríkja
friður um störf hennar,“ segja
Ástráður Haraldsson, Bryndís
Hlöðversdóttir, Hervör Þorvalds-
dóttir, Þuríður Jónsdóttir og Þórð-
ur Bogason. Varafulltrúar skipa
landskjörstjórn þar til nýir aðal-
fulltrúar hafa verið kosnir.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra segir landskjörstjórn
taka ákvarðanir á eigin forsend-
um. Þær beri að virða. „Það er mín
persónulega skoðun hins vegar
að það hafi ekki verið tilefni til
afsagnar af hálfu þeirra né ann-
arra sem komu að framkvæmd
kosninganna,“ segir innanríkisráð-
herra sem kveður afsögnina ekki
setja þrýsting á aðra sem ábyrgð
beri að gera slíkt hið sama.
„Ég hef ítrekað bent á að það er
mikilvægt að allir axli ábyrgð í
þessu efni og þá með því að laga
það sem úrskeiðis fór,“ segir
Ögmundur. Spurður hvernig hægt
sé að laga það að hundruðum millj-
óna króna var varið í kosningar
sem síðan voru dæmdar ógildar
svarar ráðherrann: „Ég sé í fljótu
bragði ekki hvernig þú lagfærir
það vegna þess að kosningin hefur
verið dæmd ógild og við það situr.
Því breytir ekki afsögn eins eða
neins.“
Ríkisstjórnin ákvað í gær að
stjórnlagaþing muni fara fram.
Innanríkisráðherra segir að eina
leiðin til þess sé að halda nýjar
kosningar. - gar / sjá síðu 4
3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu
Fjölskyldan l Allt l Allt atvinna
29. janúar 2011 LAUGARDAGUR
1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Sýningin Ljósmyndari Mývetninga – mannlífsljósmyndir
Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar verður opnuð í
Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í dag klukkan 15. Á sama
tíma verður sýningin Stoppað í fat opnuð í Horni á 2. hæð, en
þar má sjá viðgerða hluti úr safneign.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
H elgarnar, eins og lífið sjálft, hafa lítið breyst eftir að frægðin bank-aði upp á, utan hvað ég vinn þegar aðrir skemmta sér og stundum er leitt að geta ekki tekið þátt í því sem vinirnir gera,“ upp-lýsir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór.
„Oftast syng ég á föstudags- og laugardagskvöldum, en er svo ræstur á lappir snemma því á laug-ardögum klukkan 9 og sunnudög-um í hádeginu þjálfa ég 7. flokk karla í FH í fótbolta. Því fara þessi tvö störf ekki sérlega vel saman en mér finnst gaman að vakna snemma,“ segir Friðrik, sem er heitari en kraumandi hraun um þessar mundir.„Ég hef spilað víða um land og séð að fólk skemmtir sér mis
eftir landshlutum, en ólík stemn-ing og fjölbreytileiki fólksins þykja mér hressandi,“ segir Friðrik, sem eftir þjálfarastarfið safnar kröft-um heima við þar til hann stígur á stokk um kvöldið.„Ég er heimakær og finnst lang-best að tsjilla yfir enska boltan-um, bíómynd, FIFA- eða COD-leik í PlayStation3, en helgarnar nýti ég líka til að sinna vinum og ætt-ingjum,“ segir Friðrik og útskýr-ir að hann hafi aldrei verið drjúg-ur í djamminu um helgar. „Mér hefur aldrei þótt geggjað að fara á skemmtistaði því ég höndla ekki mannþröngina,“ segir Friðrik, sem játar að finna orðið fyrir auknum þunga frægðarinnar.„Allt er það samt vinsamlegt oggaman þeg f
eða langar samræður, en meira frasar úr lögunum mínum, eins og „Keyrum þetta í gang“ og þá svara ég með frasa á móti. Aðrir vilja rifja upp fyrri kynni, eins og að hafa hitt mig á flugvellinum í Eyjum, og það er skemmtilegt þótt ég muni sjaldnast eftir andlitinu,“ segir Friðrik hláturmildur. „Ég hef húmor fyrir frægðinni og stelpurnar, jújú, þær eru hress-ar og sækja að mér, en ég á mína kærustu og er voða lítið að pæla í atgangi stelpna.“En er kærastan ekkert smeyk um kærastann sinn í sviðsljósinu?„Ef ég er úti á landi hringir hún kannski oftar en þegar ég erí bænum, en anna
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór syngur fyrir land og þjóð ásamt því að þjálfa fótboltalið FH um helgar
Kærastan á mig ein
LA
LOKADAGUR ÚTSÖLU
AÐEINS 4 VERÐ
29. janúar 2011 LAUGARDAGUR
1
Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Vinna með námi
Rekstrarfélag Kringlunnar óskar eftir um-
sóknum frá aðilum 20 ára og eldri í ábyrgðar-
starf sem er að myndast innan félagsins.
Um er að ræða hentugt starf fyrir skólafólk
þar sem vinnutíminn er milli kl. 14 og 19.
Umsóknir berist til Viðars J. Björnssonar á
netfangið vidar@kringlan.is fyrir miðviku-
daginn 2. febrúar.
Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Sími 517 9000 | www.kringlan.is
Borgun leitar að
öflugum hugbúnaðar-
sérfræðingi
Ráðgjafar á fyrirtækjasvið
Inkasso óskar eftir ráðgjöfum
á fyrirtækjasvið.
Í starfinu felst ráðgefandi sala á þjónustu-lausnum Inkasso, samskipti við viðskiptavini, greining og ráðgjöf um meðferð viðskipta-krafna, auk tilboðs- og samningagerðar.
Viðkomandi þarf að búa yfir söluhæfileikum, frumkvæði, jákvæðni og drifkrafti. Í starfinu reynir á sjálfstæð vinnubrögð og virka
þátttöku í teymisvinnu.
Krafa er gerð um reynslu af sambærilegum störfum. Viðskiptafræðimenntun eða
sambærileg menntun er kostur en ekki
skilyrði. Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsóknir berist til Guðlaugs Magnússonar, framkvæmdastjóra Inkasso, á netfangið
gudlaugur.magnusson@inkasso.is.
INKASSO ehf | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur | Sími 520-4040 | www.inkasso.is
Inkasso sérhæfir sig í reikningagerð og innheimtu krafna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Inkasso býður viðskiptavinum sínum að stýra innheimtuferlinu allt frá stofnun reiknings til löginnheimtu, ef nauðsyn krefur. Inkasso tók til starfa vorið 2010 og hefur þegar vakið athygli fyrir tæknivædda þjónustu sem getur minnkað álag viðskiptavina verulega og sparað þeim umtalsverðar fjárhæðir.
Um Inkasso ehf.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2011
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLA
ÐSINS UM FJÖLSKYLD
UNA ]
janúar 2011
Tónlistaruppeld
i
Helga Rut Guð
mundsdóttir h
eldur tónlistar
nám-
skeið fyrir ung
abörn og forel
dra í Tónagulli.
SÍÐA 6
Býr til stóra og
smáa ættarhring
i
Albert Eiríksso
n hefur stofna
ð fyrirtæki
í kringum ætta
rhringina sína.
SÍÐA 2
29. janúar 2011
24. tölublað 11. árgangur
Helgarútgáfa
Í friðsælum faðmi fjalla
Íslensk hjón búa í bænum
Sankt Michael í Austurríki.
ferðir 22
KÆRLEIKUR „Sindri er yndislegur ljúflingur og gleðigjafi, húmoristi,
stríðinn og erfiður,“ segir Bryndís Ploder, kennari og stuðningsforeldri, um
Sindra Ploder, 13 ára. Bryndís er ein fjölmargra stuðningsforeldra sem taka á
móti barni eða börnum til sólarhringsvistunar á heimili sínu til að styðja foreldra
í uppeldishlutverki þeirra og veita þeim hvíld. Sjá Fjölskyldan FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hef aldrei verið hógvær
Skemmtikrafturinn og
rithöfundurinn Sólmundur
Hólm er kominn í sjónvarp.
fólk 24
Sjötta sætið staðreynd
Íslenska landsliðið tapaði
fyrir Króötum á HM í gær.
sport 48
Martröð
þjálfarans
fótbolti 28
spottið 16Tónlistarþörf er
meðfædd segir
Helga Rut Guð-
mundsdóttir
6
Villi hugsar
rosalega mikið
krakkasíðan 36
Austurveri
Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is
Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar08:00-24:00 virka daga
10:00-24:00 helgar
Sögðu af sér
vegna dóms
Hæstaréttar
Landskjörstjórn segir af sér vegna stjórnlagaþings-
málsins. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
segir ekki hafa verið tilefni til afsagnar. Menn axli
ábyrgð með því að laga það sem fór úrskeiðis.
„… kosningin hefur
verið dæmd ógild
og við það situr. Því
breytir ekki afsögn eins eða
neins.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
INNANRÍKISRÁÐHERRA