Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 4
4 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
0°
1°
3°
1°
4°
1°
1°
19°
4°
15°
4°
21°
0°
2°
13°
1°
Á MORGUN
8-18 m/s, kólnandi.
MÁNUDAGUR
Vaxandi NA-átt.
-2
-2
1
1
3
4
4
5
7
4
4 8
5
15
14
18
15
13
7
7
6
16
3 0
2
3
4
-3
-40
2
0
STÍF SUNNANÁTT
Það verður stíf
sunnanátt ríkjandi
á landinu í dag
með talsverðri úr-
komu suðvestan-
og vestanlands.
Svipað veður á
morgun, hvöss
suðvestanátt
með skúrum eða
slydduéljum sunn-
an og vestan til en
þá kólnar heldur í
veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
GENGIÐ 28.01.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
213,5508
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,30 115,86
183,10 184,00
158,35 159,23
21,241 21,365
19,938 20,056
17,857 17,961
1,3943 1,4025
180,20 181,28
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra segir ráðuneyti
sitt bera ábyrgð á þremur af sex
annmörkum sem Hæstiréttur taldi
á framkvæmd kosningarinnar til
stjórnlagaþings. Hann fellst á að
í einu atriðanna hafi verið brotið
gegn lögum en lýsir sig andsnúinn
niðurstöðu um tvö.
Þetta kemur fram í greinargerð
ráðherrans um málið.
Ögmundur segir sveitarfélögin
og landskjörstjórn bera ábyrgð
á þremur efnisatriðum.
Hæstiréttur fann að
auðkenningu kjörseðla
og mat hana verulegan
annmarka. Sagði í nið-
urstöðunni að auðvelt
hefði verið að færa upp-
lýsingar samhliða nöfn-
um kjósenda þannig að
rekja mætti til númera
seðlanna. Um þetta
segir Ögmundur að
mjög flókið sé
að rekja
kjörseðil til ákveðins kjósanda.
Slíkt hafi krafist tiltekinna upp-
lýsinga, aðgangs að gagnagrunni
og sérfræðiþekkingar til að leita
í honum. „Þrátt fyrir þetta kemst
Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu
að við val á auðkennistákni hafi
verið brotið gegn 4. grein laganna
um stjórnlagaþing. Þá niðurstöðu
ber að virða og nýta til leiðbeining-
ar þegar notast verður við rafræna
talningu í framtíðinni.“
Ósammála um ólög-
mæti
Ögmundur segir
þau aðfinnsluatriði
réttarins að ekki
hafi mátt brjóta
kjörseðlana saman
og að kjörkass-
ar hafi verið ófull-
nægjandi á ábyrgð
ráðuneytisins. Hann
er hins vegar ósammála
því að þau atriði hafi
verið ólögmæt.
Varðandi
kjörseðl-
ana vísar
hann til minnihluta réttarins en
tveir dómaranna töldu það stand-
ast lög að ekki hafi mátt brjóta
seðlana saman. Um kjörkassana
segir Ögmundur það hafa verið
sameiginlegt mat landskjörstjórn-
ar og ráðuneytisins að kjörkass-
arnir væru nægilega traustir og
þannig úr garði gerðir að ekki
væri unnt að opna þá eða ná í kjör-
seðla úr þeim án mikillar fyrir-
hafnar. „Á þetta féllst Hæstiréttur
ekki.“
Kjörklefar mál sveitarfélaga
Um ágalla á kjörklefum bendir
Ögmundur meðal annars á að það
sé sveitarfélaga að bera ábyrgð á
gerð þeirra og uppsetningu. Ráðu-
neytið hafi tekið að sér umfram
lagaskyldu að láta skoða hvort
unnt væri að hanna nýja útgáfu
kjörklefa sem mættu þeim þörfum
sem kosningarnar kölluðu á.
Um þá lausn sem varð ofan á
segir hann að ráðuneytinu sé kunn-
ugt um að hún hafi verið tíðkan-
leg í mörgum vestrænum ríkjum.
Teikning af slíkum kjörklefa hafi
verið send öllum sveitarfélögum
ef hún mætti gagnast en ekki hafi
verið gefin fyrirmæli um notkun.
Bendir hann líka á að kjörstjórn-
ir hafi séð um að halda uppi eft-
irliti á kjörstað með því að kosn-
ingaathöfnin færi fram í samræmi
við gildandi reglur þannig að kjós-
endur stæðu ekki hver yfir öðrum
meðan þeir kysu eða reyndu að sjá
á kjörseðil næsta manns.
Varðar veginn fram á við
Hæstiréttur sá líka annmarka á
tveimur atriðum er varða talningu
atkvæða. Ögmundur segir innan-
ríkisráðuneytið ekki hafa komið að
framkvæmd talningar og fjallar
því ekki um þann þátt.
Í lokaorðum segir að af hálfu
þeirra sem stóðu að framkvæmd-
inni hafi verið unnið að heilindum
og að það hafi verið skilningur
allra sem að komu að ákvarðanir
sem teknar voru hefðu verið í fullu
samræmi við lagabókstafinn. „Nú
hefur Hæstiréttur Íslands komist
að annarri niðurstöðu. Sú niður-
staða er tekin alvarlega og varðar
veginn fram á við.“
bjorn@frettabladid.is
Gengst við einum ágalla
Innanríkisráðherra segir ráðuneytið bera ábyrgð á þremur af sex ágöllum sem Hæstiréttur taldi á kosningu
til stjórnlagaþings. Hann fellst á einn en er ósammála tveimur. Aðrir beri ábyrgð á öðrum efnisatriðum.
Eins og áður hefur komið fram ákvað landskjörstjórn að talning atkvæða í þessum
kosningum yrði rafræn. Hér var um mjög flókna talningu að ræða en rafræn talning
hefur þá kosti fram yfir handtalningu að hún er ódýrari í framkvæmd og getur
gefið nákvæmari niðurstöður. Ef um handvirka talningu hefði verið að ræða
hefði þurft að slá inn handvirkt yfir 5 milljón tölustafi og samkvæmt upplýs-
ingum sérfræðinga út frá prófunum sem gerðar hafa verið á báðum aðferðum
er rafræna talningin um 100 sinnum nákvæmari en innsláttur. Hin rafræna
talning gerði svo kröfur til þess að kjörseðill væri gerður á ákveðinn hátt svo
unnt væri að skanna hann og telja þannig atkvæði rafrænt. Hafði komið fram
að skannar þeir sem notaðir væru við rafræna talningu ættu mun auðveldara
að lesa úr ósamanbrotnum seðlum en þeim sem brotnir hefðu verið saman.
Slíkt myndi flýta mjög fyrir talningunni. Úr greinargerð Ögmundar
Rafræn talning 100 sinnum nákvæmari
INNANRÍKISRÁÐ-
HERRANN Ögmund-
ur Jónasson segir að
niðurstaða Hæsta-
réttar varði veginn
fram á við.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRÁ KRISTJANÍU Danska lögreglan mun
á næstunni stórauka viðveru sína í
fátækrahverfum.
DANMÖRK Danska lögreglan mun
á næstunni stórauka viðveru sína
í fátækrahverfum landsins. Tak-
markið er að vinna bug á glæpa-
vandamálum sem hafa verið land-
læg í þeim 26 hverfum sem hafa
verið skilgreind á þennan hátt.
Ný aðgerðaráætlun sem var
kynnt í gær kveður á um að eftir
helgi verði komnar upp starfs-
stöðvar í öllum hverfunum.
Þá er ráðgert að stytta
afgreiðslutíma mála sem þar
koma upp, þannig að rannsókn á
glæpum í þessum hverfum skal
ljúka innan tveggja mánaða og
innan viku ef um gerendur undir
18 ára aldri er að ræða. - þj
Lögreglan í Danmörku:
Átak í fátækra-
hverfunum
Stöðvaði kannabisræktun
Lögreglan stöðvaði kannabisræktun
í iðnaðarhúsnæði í Háaleitishverfi
í fyrradag. Við húsleit fundust 44
kannabisplöntur á ýmsum stigum
ræktunar. Karlmaður á þrítugsaldri
var handtekinn og játaði sök. Þá
stöðvaði lögreglan kannabisræktun
í fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykja-
víkur fyrr í vikunni. Við húsleit
fundust rúmlega hundrað kanna-
bisplöntur á ýmsum stigum
ræktunar. Á sama stað var einnig
lagt hald á tæplega 250 grömm
af kannabisefnum. Karlmaður á
fertugsaldri var yfirheyrður vegna
málsins.
LÖGREGLUMÁL
OFBELDI Rúmlega fimmta hver
íslensk kona hefur orðið fyrir
ofbeldi í nánu sambandi einhvern
tímann á lífsleiðinni, að því er
fram kemur í niðurstöðum rann-
sóknar sem gerð var á umfangi
ofbeldis gegn konum á Íslandi.
Rannsóknina gerðu þær Elísa-
bet Karlsdóttir og Ásdís A.
Arnalds hjá Rannsóknarstofn-
un Háskóla Íslands í barna-
og fjölskylduvernd, að beiðni
velferðarráðuneytisins.
Niðurstöðurnar sýna að um
tuttugu prósent kvennanna segja
ofbeldið hafa verið líkamlegt og
um sex prósent segja það hafa
verið kynferðislegt.
Milli eitt og tvö prósent kvenn-
anna segjast hafa verið beittar
ofbeldi í nánu sambandi undan-
farna tólf mánuði, sem samsvarar
því að 1.200-2.300 konur á Íslandi
búi við ofbeldi á ári hverju.
Einnig var gerð rannsókn á
afskiptum lögreglu og ákvörðun-
um hennar þegar tilkynningar ber-
ast um ofbeldi karla gegn konum í
nánum samböndum.
Þá rannsókn gerði Ingólfur V.
Gíslason og komst hann að þeirri
niðurstöðu að meðferð mála hefði
batnað eftir að ríkislögreglustjóri
gaf út sérstakar verklagsreglur.
Áður hafa verið gerðar fjórar
kannanir í tengslum við aðgerðar-
áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis
karla gegn konum. - gb
Ný rannsókn sýnir að meira en fimmta hver kona á Íslandi hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka:
Á annað þúsund konur búa við ofbeldi
Ofbeldi karla gegn konum í nánu sambandi
Allt ofbeldi Kynferðislegt
ofbeldi
Frá sextán Hlutfall 22,4% 6,1%
ára aldri Fjöldi 24.633 1.760
Síðustu 12 Hlutfall 1,6% 6.708
mánuði Fjöldi 0,1% 110
Þrjú þúsund konur voru í úrtaki rannsóknarinnar. Svarhlutfall var 73 prósent.